Fréttablaðið - 02.04.2009, Side 16

Fréttablaðið - 02.04.2009, Side 16
16 2. apríl 2009 FIMMTUDAGUR Tekist er á af pólitískri hörku um breytingar á stjórnarskránni. Ríkis- stjórnin leggur kapp á að málið klárist fyrir þinglok en sjálfstæðismenn andæfa af krafti. Rík hefð er fyrir þverpólitískri sátt um stjórnarskrárbreytingar. Fyrirséð er að nú verði breyting þar á. Mótmælin í kjölfar efnahags- hrunsins sýndu að stórum hluta þjóðarinnar fannst stoðir sam- félagsins fúnar. Fólk var þannig tilbúið að endurskoða þann grunn sem samfélagið byggði á og ekki síst stjórnarskrána, sem varð fljótt að sökudólgi í orðræðu mót- mælenda og skýrenda sem fram komu í hinum ýmsu spjallþátt- um. Þess var krafist að þjóðin sjálf fengi að setja sér sína eigin stjórnarskrá. Framsóknarflokkurinn varð fyrstur til að bregðast við þessu kalli almennings. Eitt af því sem flokkurinn lagði áherslu á þegar samþykkt var að verja minnihluta stjórnina falli var að komið yrði á fót stjórnlagaþingi. Forystumenn beggja stjórnarflokkanna höfðu sumir tekið ágætlega í hugmynd- ir um endurskoðun. Framsóknar- flokkurinn lagði hins vegar fram tímasetta áætlun um stjórnlaga- þing og hvenær henni ætti að vera lokið. Strax bárust efasemdaraddir um að starfsstjórn, sem ætlað væri að sitja í 80 daga, hefði umboð til slíkra róttækra breyt- inga á stjórnarskránni og tíma hennar væri betur varið í að bregðast við vandanum núna, fremur en að horfa til stjórnskip- unarmála framtíðarinnar. Sjálf- stæðisflokkurinn gagnrýndi þetta harðlega og hefur alla tíð verið á móti hugmyndum um stjórnlaga- þingið. Sumir vilja bíða Innan stjórnarflokkanna er almenn samstaða um að halda stjórninni áfram að kosningum loknum. Að sönnu er mikill vilji innan flokkanna um að endur- skoða stjórnarskrána. Sumir telja hins vegar að hægara verði um vik að taka ákvörðun um málið þegar flokkarnir tveir hafa náð meirihluta, í stað þess að semja sig í gegnum þingið. Þá sé rétt að vanda til verka þegar kemur að stjórnarskránni. Aðrir telja að koma verði loforði um endur- skoðun í einhvern farveg fyrir kosningar, bæði vegna málefna- stöðu flokkanna og ekki síður til þess að nýta þær kosningar til að stytta feril málsins. Til að stað- festa stjórnarskrárbreytingu þarf þingið að samþykkja hana, það verður svo rofið og boðað til kosninga og hið nýja þing þarf að staðfesta breytinguna. Þess vegna er að þeirra mati mikil- vægt að ná málinu í gegn á yfir- standandi þingi. Frumvarpið lagt fram Tæpur mánuður er liðinn frá því að frumvarpið um breytingar á stjórnarskránni (frum- varp um stjórnskipunarlög eins og það heitir á þingmáli) var lagt fram í þinginu. Fjórir af fimm flokk- um á Alþingi standa að því: Sam- fylkingin, VG, Framsóknarflokk- urinn og Frjálslyndi flokkurinn. Flutningsmenn eru formenn eða varaformenn flokkanna. Upplýst hefur verið að sjálfstæðismenn voru ekki hafðir með í ráðum um samningu frumvarpsins en þeim var boðið að gerast meðflutnings- menn. Því höfnuðu þeir. Lýstu þeir megnri óánægju með málsmeðferðina alla í fyrstu umræðu þingsins. Umsagnirnar Eftir að í nefnd var komið bár- ust margvíslegar umsagnir um frumvarpið, frá samtökum, fyrir- tækjum, félögum og einstakling- um. Þá kom á þriðja tug manna fyrir nefndina. Rauði þráður- inn í umsögnunum er að málið sé unnið í of miklum flýti og af þeim sökum skárust raunar sumir undan því að gera efnis- legar athugasemdir. En margir taka afstöðu. Til dæmis ASÍ sem styður eindregið framgang málsins og telur brýnt að það verði samþykkt fyrir kosn- ingar. Lögmannafélagið leggst hins vegar gegn samþykkt enda þurfi breytingatillögurnar frekari athugana við. Sé litið til einstakra greina frumvarpsins viku flestir umsegj- endur að þeirri er fjallar um að náttúruauðlindir sem ekki eru háðar einkaeignarrétti skuli vera í þjóðareign. Eins og vænta mátti eru sjónarmið með og á móti. Sjó- mannasambandið telur ákvæðið tímabært en LÍÚ leggst alfar- ið gegn því. Fjölmargir gera athugasemdir við orða- og hugtakanotkun í greininni og telja hana óskýra. Þá eru hafðar uppi efasemdir um að hægt sé að lýsa eitt- hvað eign þjóðar og varað er við að réttaróvissa geti skapast. Snýr það helst að aflaheimildum. Þeir sem á annað borð tjá sig um greinina sem kveð- ur á um hvernig breyta beri stjórnarskránni eru almennt jákvæðir. Sama er að segja um ákvæðið um þjóðaratkvæða- greiðslur; þótt ýmsar tæknileg- ar athugasemdir séu gerðar. Þá eru margir hlynntir stjórn- lagaþingi en gjalda var- hug við þeirri útfærslu sem boðuð er í frum- varpinu. Í örstuttu máli má segja að umsagnir skiptist þannig að samtök fólksins, ASÍ og BSRB, séu fylgjandi frumvarpinu en hagsmunasamtök og fræðimenn á móti. Sáttatilraunir Flutningsmenn, í samvinnu við fulltrúa í sérnefnd um stjórnar- skrármál, hafa reynt að mæta sjónarmiðum sjálfstæðismanna. Í því augnamiði gerðu þeir nokkr- ar breytingar á frumvarpinu og sendu þær fulltrúum Sjálfstæðis- flokksins á laugardag. Meðal annars var ákvæði um sjálfbæra þróun tekið út úr fyrstu greininni, bætt var við aðra greinina ákvæði um að stjórnarskrárbreytingar skyldu fara fyrir fjórar umræð- ur í þinginu og lagt til að kosning- ar til stjórnlagaþings færu fram samhliða sveitarstjórnarkosning- um á næsta ári til að spara pen- inga. Skemmst er frá því að segja að sjálfstæðismenn eru litlu sátt- ari og lýstu sig andvíga þegar málið var afgreitt úr sérnefnd um stjórnarskrármál í gær. 59.990kr. á mann m.v. 2 með 2 börn. í sólarlottó í júní Gisting á Albufeira svæðin u. Ef 2 ferðast saman 71.300.- Verð frá:Portúgal 69.979 kr. á mann m.v. 2 með 2 börn í eina viku. Brottför 14. júlí. Gisting Gemelos X XII í íbúð m/ 1 svefnherbergi. 2 saman í íb úð 95.181.-. Verð frá:Benidorm SumarPlús2009 Átökin um stjórnarskrána 1. gr. frumvarpsins (verður 79. gr. stjórnarskrárinnar) fjallar um að náttúruauðlindir sem ekki eru háðar einkaeignarrétti verði þjóðareign. Ríkið fari með forsjá þeirra, vörslu og ráðstöfunarrétt og hafi eftirlit með nýtingu þeirra í umboði þjóðarinnar eftir því sem nánar sé ákveðið í lögum. Náttúru- auðlindir í þjóðareign megi ekki selja eða láta varanlega af hendi. 2. gr. (verður 81. gr.) fjallar um hvernig breyta beri stjórnarskránni. Skulu fjórar umræður um frum- varpið fara fram á Alþingi og eftir samþykkt á að vísa því í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Meiri hluta gildra atkvæða þarf til að breytingin skoðist samþykkt. 3. gr. (verður 80. gr.) fjallar um þjóðaratkvæðagreiðslur um tiltekin lög eða mikilvægt málefni sem varðar almannahag. Þurfa fimmtán prósent kjósenda að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu. Niðurstað- an er bindandi þegar meiri hluti gildra atkvæða er fylgjandi, þó minnst 25 prósent allra kjósenda á kjörskrá. Alþingi skal ákveða hvernig spurning skal borin fram í þjóðaratkvæðagreiðslu. 4. gr. (bráðabirgðaákvæði) fjallar um skipan stjórnlagaþings er semji nýja stjórnarskrá. Skal kjósa til þess samhliða sveitarstjórnarkosning- unum á næsta ári, á það að koma saman 17. júní og starfa í eitt ár. 41 fulltrúi skal sitja þingið. BREYTINGAR ÞINGMEIRIHLUTANS FRÉTTASKÝRING: Breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON bjorn@frettabladid.is FRÉTTASKÝRING KOLBEINN ÓTTARSSON PROPPÉ kolbeinn@frettabladid.is AÞENA, AP Skipverjar norsks flutningaskips vörðust í gær- morgun árásum sómalskra sjóræningja í Aden-flóa. Talsmaður gríska sjóhersins segir að sjóræningjarnir hafi skotið úr byssum á tankskipið Sigloo Tor en norsku skipverj- arnir hafi flæmt þá burt með vatnsgusum úr brunaslöngum. Engan sakaði í átökunum. - sh Norðmenn verjast sjóránum: Spúla ræningjum burt GRIPNIR Grískur hermaður handtekur nokkra meinta sómalska sjóræningja í gær- morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.