Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.04.2009, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 02.04.2009, Qupperneq 22
22 2. apríl 2009 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 37 Velta: 124 milljónir OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 212 -2,48% 625 -2,14% MESTA HÆKKUN BAKKAVÖR 3,7% MESTA LÆKKUN MAREL 3,56% ATLANTIC PETR. 3,46% FØROYA BANKI 1,65% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,30 +0,00% ... Atlantic Airways 171,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 251,00 +3,46% ... Bakkavör 1,40 +3,70% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið 1,00 +0,00% ... Føroya Banki 119,00 -1,65% ... Icelandair Group 7,00 +0,00% ... Marel Food Systems 43,40 -3,56% ... Össur 88,80 -1,00% AT P-Arbejdmarkedets Ti l- lægspens, lífeyrissjóður ríkis- starfsmanna í Danmörku og einn sá stærsti þar í landi, gekk í fyrra- kvöld frá kaupum á öllum eftir- standandi eignarhlut Jóns Sigurðs- sonar, forstjóra félagsins, fyrir 643,5 milljónir króna. Jón seldi megnið af hlut sínum í fyrirtækinu í síðustu viku en átti eftir 7,5 milljónir hluta. Lífeyrissjóðurinn hefur verið í hluthafahópi Össurar frá því í nóv- ember 2007 og hefur lítið hreyft sig þar síðan þá. Sjóðurinn átti fyrir 3,47 pró- senta hlut en jók hann í 5,24 pró- sent og er orðinn fjórði stærsti hluthafinn á eftir Össuri Kristins- syni, frumkvöðli og stofnanda fyrirtækisins. Forstjóri Össurar er hins vegar horfinn úr hluthafa- hópi fyrirtækisins. - jab FORSTJÓRINN SKOÐAR GERVIFÓT Einn stærsti lífeyrissjóður Danmerkur er nú orðinn fjórði stærsti hluthafinn í stoð- tækjafyrirtækinu Össuri. Danir kaupa í Össuri „Við höldum okkur á floti og höfum ekki leitað til lánastofnana síðan í júní. Afkoman er yfir vænting- um þótt róðurinn sé erfiður,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips. Félagið tapaði 40,2 milljónum evra á síðasta ársfjórðungi, þeim fyrsta í bókum skipaflutninga- félagsins. Þetta jafngildir tapi upp á 6,6 milljarða króna. Til samanburðar tapaði fyrirtæk- ið 38,9 milljónum evra á sama tíma í fyrra. Sex milljónir evra af tapi félagsins liggja í neikvæðum gengisáhrifum. Gylfi segir fyrirtækið nú ein- beita sér að markaðnum hér, í Fær- eyjum og Noregi og sé þar í góðum málum þrátt fyrir fjármála- kreppuna. Öðru máli gegni um starfsemina í Eystra- saltslöndunum, sem skilaði 7,1 milljóna evra rekstrar- tapi á fjórðungnum. Tíu til fimmtán prósent flutningaskipa- flotans í Evrópu liggur við land- festar, sem er lýsandi fyrir stöð- una, að mati Gylfa. Staða félagsins sé hins vegar viðunandi. Stjórnendur Eimskips hafa síð- asta árið unnið að því hörðum höndum að vinda ofan af skulda- hít fyrri ára en stefnt er að því að láta þrjú til fimm skip ganga upp í skuldir. Sama máli gegnir um 65 prósenta hlut í Containership sem sinnir skipaflutningum á milli Eystrasaltsríkjanna og Rússlands. Gylfi segir viðræð- ur við bandaríska og kanadíska fjárfesta um sölu á frysti- og kæligeymsl- um Verscold á góðu skriði og sé stefnt að því að ljúka henni fyrir júnílok. - jab Eimskip enn á floti Auknar skuldir bankaráðsmanna Landsbankans og félaga tengdra þeim í hálfsársuppgjöri bankans í fyrra eru að nær öllu leyti til- komnar vegna kaupa Björgólfs Guðmundssonar, formanns banka- ráðsins, á helmingshlut Sunds í fjárfestingarfélaginu Gretti fyrir tveimur árum. Fram kom í Markaðnum í gær að skuldir bankaráðsmanna Landsbankans og félaga tengdra þeim jukust úr 9,9 milljörðum króna árið 2007 í tæpa fimmtíu milljarða í fyrra. Kaup Björgólfs skýra 37 milljarða en gengisáhrif þrjá milljarða króna. Grettir átti 33 prósent í Eim- skipi og rúm 28 prósent í Ice- landic Group og færðust skuld- bindingar félaganna gagnvart bankanum frá fyrri árum yfir á félög tengd bankaráðsfor- manninum. Ekki var um nýjar lánveitingar að ræða. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins gekk Björgólfur sjálfur í ábyrgð fyrir skuldbindingum auk þess sem bankinn hafði veð í eignarhlut Björgólfs í Gretti. Grænt ljós var gefið á viðskiptin í bankaráðinu enda talið að þau gætu styrkt félög í eigu Grettis. Unnið er að innheimtu krafna á hendur bankaráðsmönnum og félögum þeim tengdum. Óvíst er með heimtur þar sem mörg félög tengd bankaráðsmönnum standa illa. „Því miður hefur þróunin verið til verri vegar hjá mörgum,“ sagði einn viðmælenda Frétta- blaðsins í gær. - jab BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON Kaup félags í eigu formanns bankaráðs Lands- bankans árið 2007 skýra tugmilljarða lánafærslu til félaga tengdra bankaráð- inu í fyrra. Ekki var um nýja lánveitingu að ræða. Milljarðarnir skrifast á Björgólf GYLFI SIGFÚSSON Forstjóri Eimskips segir fyrirtækið vinna að því hörðum höndum að bæta afkomuna, þrátt fyrir erfitt árferði, og lækka skuldir með sölu óarðbærra eigna. 4 10 4 0 0 0 | l an d sb an ki nn .is 162 / AKUREYRI Hertari gjaldeyrisreglur styrkja gengi krónunnar. Stutt síðan LÍÚ heyrði af leiðum framhjá gjaldeyris- höftum. Íslandsbanki segir erfitt að girða fyrir allar hjáleiðir. „Það er mikilvægt að sömu reglur gildi fyrir alla. Við styðjum gjald- eyrishöftin ef þau styrkja gengið og ná vöxtum og verðbólgu niður,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands útgerðarmanna (LÍÚ). Alþingi samþykkti í fyrrakvöld að breytingu á gjaldeyrisreglum sem fela í sér að útflutningsvið- skipti verða að fara fram í erlendri mynt. Fyrir breytinguna tíðkaðist í ein- hverjum mæli að erlendir fjárfestar keyptu krónur á erlendum mörkuð- um, sem voru allt að þrjátíu prósent lægri en skráð miðgengi Seðlabank- ans. Greitt var fyrir með íslenskum krónum og upp- skáru erlend- ir kaupendur því umtalsverð- an gengishagn- að. Erlendur gjaldeyrir skil- aði sér því ekki hei m veg n a útflutnings. Við- skipti sem þessi voru ekki brot á reglum um gjaldeyris viðskipti. Friðrik segir það hafa komið sér á óvart að hægt var að fara framhjá skilaskyldu á gjaldeyri með þessum hætti. Ekki liggja fyrir upplýsingar um það hversu háar upphæðir hafi farið framhjá gjaldeyrishöftunum í viðskiptunum. Ótrúlegt er að ekki hafi verið gert ráð fyrir þessum möguleika, að sögn Friðriks. Gengi krónunnar styrktist um 2,11 prósent í mjög litlum viðskipt- um í gær og endaði gengisvísital- an í 208,50 stigum. Hún hafði áður veikst viðstöðulaust um tæp tólf prósent á þremur vikum. Greining Íslandsbanka segir að með viðbótinni sé barið í aug- ljósasta brest gjaldeyrishaftanna. Líkur séu á að gengi krónunn- ar styrkist fyrsta kastið. Þó sýni reynslan að ávallt sé reynt að fara fram hjá slíkum höftum og erfitt að girða fyrir allar hjáleiðir. Þó gætu snör viðbrögð yfirvalda við þeim misbresti sem einkenndi mark- aðinn á síðustu vikum latt menn í leitinni að nýjum leiðum fram hjá reglunum. jonab@markadurinn.is Hertar reglur loka hjáleið FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON „Enginn gerir svona langað, enginn,“ fullyrti Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ, í kjölfar þess að Fréttablaðið sagði frá því í byrjun mars að íslensk útflutningsfyrirtæki hafi samið við erlenda kaupendur um sölu á vörum í íslenskum krónum í stað erlends gjaldeyris. ÞETTA SAGÐI LÍÚ 6. MARS 2009 Laust fé deCode, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, dugar í mesta lagi næstu þrjá mánuði. Þetta kemur fram í uppgjöri fyrirtækis- ins sem birt var í fyrrakvöld. Óvíst er hvað tekur við en unnið er að fjár- mögnun félagsins. Fyrirtækið tapaði 80,9 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði 9,7 millj- arða íslenskra króna í fyrra. Þetta er 14,6 milljónum dala betri afkoma en í hittiðfyrra. Tap á fjórða ársfjórðungi nam átján milljónum dala samanborið við 32,4 milljóna dala tap ári fyrr. Laust fé og innistæður fyrirtækis- ins námu 3,7 milljónum dala, tæpum hálfum milljarði króna, um áramótin. Ári fyrr átti það 64,2 milljónir dala. Fyrirtækið seldi Landsbankanum safn skuldabréfa fyrir ellefu milljón- ir dala í janúar og hefur nýtt andvirð- ið til rekstrar. Ljóst er að fjármunir hafa brunnið hratt upp og að fyrir- tækið hafi aðeins fjármagn fram á yfirstandandi fjórðung. Haft er eftir Kára í uppgjörinu að stjórn fyrirtækisins hafi unnið að uppstokkun, svo sem eignasölu og við- ræðum við lánardrottna til að tryggja fjármögnun félagsins. Ekki náðist í Kára þegar eftir því var leitað í gær. - jab DeCode glímir við alvarlegan fjárskort KÁRI STEFÁNSSON DeCode átti 3,7 milljónir dala um áramótin en seldi skuldabréf fyrir ellefu til viðbótar í janúar. Unnið er að fjármögnun fyrirtækisins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.