Fréttablaðið - 02.04.2009, Side 26

Fréttablaðið - 02.04.2009, Side 26
 2. apríl 2009 FIMMTUDAGUR Draumur eða martröð? UMRÆÐAN Signý og Sigyn Eiríksdæt- ur skrifa um fjárfestingar lífeyrissjóða í sprotafyrir- tækjum Nú þegar bankarnir eru flestir farnir á hausinn og mörg fyrirtæki á Íslandi í kröggum eða gjaldþrota hefur umræða um sprota- fyrirtæki og frumkvöðla verið áberandi. Þau eru von hins nýja Íslands. Nú á að styðja við bakið á þessum fyrirtækjum og fjár- festa í þeim. En er það alltaf til góðs að fá inn stóra fagfjárfesta í sprotafyrirtæki? Er ekki ýmislegt sem ber að varast þegar slík tímamót verða hjá fyrirtækjum sem ætla að stækka sig og efla? Hvað ber að varast? Af eigin reynslu og eftir að hafa rætt við for- svarsmenn nokkurra frumkvöðlafyrirtækja höfum við komist að því að margt ber að varast þegar fagfjárfestar koma inn í sprotafyrirtæki. Eitt af því sem þarf að gæta að er að gleyma sér ekki í gleði og trausti þegar draumurinn um aukið fjármagn verður að veruleika. Frum- kvöðlar hafa í flestum tilvikum vini og vanda- menn á bak við sig sem fjárfesta og hafa því byggt fyrirtæki sitt á trausti og samvinnu sam- heldins hóps. Þeir gera sér oft ekki grein fyrir því að fagfjárfestarnir hafa gríðarlegan fjölda lögfræðinga og annarra aðila á sínum snærum. Þeir eru oft hópur fólks sem hikar ekki við að beita alls kyns klækjum í viðskipum. Aðstand- endur sprotafyrirtækja eru því í fæstum tilvik- um viðbúnir því viðskiptasiðferði sem beitt er strax í upphafi samstarfs, eða í raun frá þeim degi sem skrifað er undir. Nokkur dæmi um vinnubrögð fagfjárfesta eru t.d. að hafa samninga á mjög flókinni ensku þannig að sem fæstir skilji þá. Hlutabréfin eru höfð í nokkrum flokkum til að auka flækjustig, þeir koma því þannig fyrir að þeir hafi í raun algjör yfirráð yfir fyrirtækjum jafnvel þótt eignahluti þeirra sé innan við 20%, menn eru þvingaðir til að skrifa undir íþyngjandi auka- samninga þegar breytingar verða á rekstri og sem minnst er bókað á stjórnarfundum þannig að ekki sé hægt að vitna í ágreining. Þeir tryggja líka að helst allir sem koma að fyrir- tækinu komi úr þeirra röðum (endurskoðendur, stjórnarmenn, lögfræðingar o.s.frv.). Frjóu fólki er ýtt út úr rekstrinum, jafnvel sjálfum frum- kvöðlunum, og fjárfestarnir laga fyrirtækin að eigin hugmyndafræði, í stað þess að nýta áfram þann kraft sem kom fyrirtækinu á laggirnar í upphafi. Þeir krefjast ákvæða í hluthafasam- komulagi um að geta gengið út úr fyrirtækinu eftir vissan tíma og geta krafist þess að fyrir- tækið kaupi þá út á forsendum sem þeir hafa sjálfir mest um að segja, þannig að frumkvöðl- ar og fyrri eigendur geti jafnvel lent í þeirri stöðu að missa fyrirtækið úr höndum sér til fagfjárfestisins. Þannig getur fagfjárfestir sem gefur sig út fyrir að koma inn í þessi fyrirtæki með sér- þekkingu til að styrkja þau og hraða vexti þeirra haldið þeim í heljargreipum og valdið þvílíkum glundroða og ósætti að fyrirtækið ber þess jafnvel aldrei bætur. Og þetta eru því miður ekki bara vangaveltur, heldur raunveru- leg dæmi. Hverjir eru fagfjárfestar og hvaðan kemur fjármagnið? Það eru nokkrir sjóðir sem koma með fjármagn inn í sprotafyrirtæki. Sumir hafa aðgang að peningum frá stærstu lífeyrisjóð- um landsins ásamt öðrum fjárfestum. Eins merkilegt og það er þá hafa lífeyris- sjóðirnir í mörgum tilfell- um afsalað sér öllu valdi og rétti til afskipta af því sem fagfjárfestar gera í krafti peninganna sem þeir leggja til. Þótt lífeyrissjóð- irnir leggi jafnvel fram 70% af fjármagninu eiga þeir engan fulltrúa í stjórn þess sjóðs sem ákveður hvernig unnið er með hverju og einu sprotafyrirtæki. Það að lífeyrissjóðir komi að þeim sjóði sem fjárfestir í fyrirtækinu þínu er þar af leiðandi ekki trygging fyrir því að eðli- legir viðskiptahættir séu stundaðir, því miður. Lífeyrissjóðunum virðist þannig í raun standa á sama um hvernig sjóðsverðir þeirra standa að samningagerð og rekstri þeirra fyrirtækja sem fjárfest er í. Það virðast ekki vera lagðar línur um hvernig standa skuli að fjárfestingum og þeir beita sér ekki fyrir því að sanngirni og gagnsæi sé haft að leiðarljósi. Allt virðist vera leyfilegt fyrir hrægamma viðskiptalífs- ins, meira að segja núna árið 2009. Lítið hefur breyst. Sömu gömlu græðgisgildin eru enn í hávegum höfð. Hvernig er hægt að varast klæki? Því miður sýnir reynsla allt of margra frum- kvöðla að engu er hægt að treysta um að þeir verði meðhöndlaðir af réttsýni og sanngirni þegar stórir fjárfestar koma að fyrirtækjum þeirra. En málið er í raun einfalt. Ef fjárfest- ir er ekki tilbúinn að taka neina áhættu þegar hann kemur inn í fyrirtæki en krefst þess að hafa allt sitt á þurru og ætlar að tryggja að hann fái alltaf sitt hvað sem gengur á, þá er einfaldlega betra að sleppa því að taka hann inn. Innganga í fyrirtæki á slíkum forsendum er aðeins til að slökkva alla gleði og samstarf- sanda innan hluthafahóps og verður í raun til þess að fyrirtæki missa flugið og starfs- orkan fer meira og minna í lögfræðiálit og þras um rétt hluthafa. Stjórnarfundir verða pínlega leiðinlegir og hluthafafundir leysast upp í rifrildi þar sem lögfræðingar sitja á rökstólum. Slík staða er martröð hvers frumkvöðuls og því er brýnt að hann kynni sér allar þær gildr- ur sem hægt er að leggja fyrir hann í sam- starfinu. Báðir aðilar verða að standa jafnfæt- is þegar kemur að samningaborðinu og í raun þyrftu frumkvöðlar að hafa aðgang að færum aðilum á þessu sviði í upphafi viðræðna og vera tilbúnir að eyða miklum tíma og fé í samninga- gerðina til að draga úr líkum á að komið verði aftan að þeim eftir að búið er að ganga frá öllum pappírum. Ef frumkvöðlar eru ekki á varðbergi frá byrj- un er mikil hætta á að réttur þeirra verði fyrir borð borinn og að sanngirni og góðum siðum verði kastað fyrir róða. Það breytir engu þótt fagfjárfestarnir séu tilbúnir að koma fram í hvaða gervi sem er til að ná fram vilja sínum, jafnvel sem göfugir aðstoðarmenn frumkvöðla- fyrirtækja sem vonast til að geta vaxið og dafnað. Höfundar eru frumkvöðlar og hluthafar. SIGNÝ EIRÍKSDÓTTIR SIGYN EIRÍKSDÓTTIR Faxafeni 12 (2. hæð), 108 Reykjavík Opnunartímar LAGERSALA 2.- 8.apríl Fl ís pe ys ur 1. 50 0 - Pollabuxur Pollajakkar Bolir 2 fyrir Fl ís pe ys ur 4. 00 0 - Stuttbuxur Regnkápur/jakkar V in ds ta kk ur V in db ux ur Ö nd un ar ja kk ar 0 - Öndunarbuxur Buxur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.