Fréttablaðið - 02.04.2009, Side 29

Fréttablaðið - 02.04.2009, Side 29
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég hef unnið í Gyllta kettinum í rúmt ár og á þeim tíma hefur bæst töluvert í fataskápinn,“ segir Viktoría Hermannsdóttir, háskóla- nemi og afgreiðslustúlka, og held- ur áfram: „Minn fatastíll er frekar einfaldur, ég er mikið í svörtu, en annars klæði ég mig svolítið eftir veðri. Hversdags er ég í þægileg- um fötum en klæði mig stundum upp um helgar, eins og gengur og gerist.“ Viktoría viðurkennir þó að með hækkandi sól og blómum í haga muni hún eflaust klæða sig meira í liti. „Gaman er að blanda litum við svörtu flíkurnar en í sumar verða litir meira áberandi. Alls konar kjólar í öllum litum eru vinsælir og stór mynstur, til dæmis blóma- mynstur, og bjartir litir. Síðan er mikið af blúndum og gamaldags rómantík í bland við fölbleikan og pastelliti,“ segir hún áhugasöm en nefnir að í raun sé margt í gangi og ekkert bannað. „Ég er hrifin af öllu gömlu og þykir fortíð og saga heillandi. Í svona vintage-búð er allt leyfilegt og hér má finna ein- stakar flíkur sem oft eru vandaðri en þær fjöldaframleiddu. Hingað kemur fólk í fjársjóðsleit,“ segir Viktoría, sem á forláta kjólasafn. Kjóllinn sem Viktoría klæðist á myndinni er úr Gyllta kettinum en upphaflega var hann dragsíður galakjóll. „Dísa, eigandi búðarinn- ar, tók hann og stytti og beið hann mín eitt sinn hér á lagernum og fangaði þá augun. Síðan þá hefur hann verið í miklu uppáhaldi hjá mér, enda stórglæsilegur og þægi- legur,“ segir hún og brosir. Kjóll- inn er frá diskótímabilinu og seg- ist Viktoría vera hrifin af þeim tíma. „Ég vil hafa smá gleði í föt- unum og er hrifin af glamúr. Þó svo að fötin séu svört er hægt að hafa skemmtileg smáatriði, pallí- ettur og glimmer til að poppa upp þennan gráa veruleika sem við búum stundum við hér,“ útskýrir Viktoría íbyggin. hrefna@frettbladid.is Innblástur úr fortíðinni Viktoría Hermannsdóttir vinnur í fjársjóðskistu því meðfram námi við Háskóla Íslands sinnir hún af- greiðslustörfum í Gyllta kettinum þar sem flíkur fortíðar öðlast framhaldslíf í meðförum nýrra eigenda. Viktoría klæðist hér glæsilegum kvöldkjól frá diskótímabilinu en hann fékk hún í Gyllta kettinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON OPIÐ HÚS verður í versluninni Laura Ashley í kvöld frá klukk- an 19 til 22. Full búð af gjafavöru og fatnaði og þrjátíu prósenta afsláttur af öllum vörum. Allir eru velkomnir. Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Patti Húsgögn Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 verðhrun mikið úrval af sófum og sófasettum 10-50% afsláttur af völdum vörum bfo.is Bifreiðaverkstæði Friðriks Ólafssonar ehf SMIÐJUVEGI 22 (GRÆN GATA) · 200 KÓPAVOGI · SÍMI: 567 7360 bfo@bfo.is BGS VOTTUÐ ÞJÓNU STA BGS VOTTUÐ ÞJÓNUSTA Þjónustuverkstæði fyrir eftirtaldar bifreiðar reynsla – þekking – góð þjónusta

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.