Fréttablaðið - 02.04.2009, Side 32

Fréttablaðið - 02.04.2009, Side 32
„Það eru alltaf full námskeið hjá mér. Það hefur verið vinsælla að sauma upphlut en peysuföt en nú eru 19. aldar búningarnir að verða vinsælir líka.“ Inga útskýrir að peysufötin hafi verið spariföt en undir þeim hafi konur klæðst upphlut í lit og það sé kallað 19. aldar búningur. Svarti upphlut- urinn eins og við þekkjum hann kom ekki fram fyrr en í byrjun 20. aldar. „Íslenskar konur komu fyrst fram í svörtum upphlut með hvítar svuntur við heimsókn Danakon- ungs hingað til lands árið 1907. En 19. aldar búningurinn er upp- runalegi búningurinn sem konur gengu í dags daglega. Þetta var tískan í Evrópu en skotthúfan er séríslensk,“ segir Inga. Að sauma þjóðbúning er ekki einfalt verk en búningurinn þarf að passa vel. Hann er sniðinn beint á viðkomandi og býr Inga til hvert snið fyrir nemendur nám- skeiðanna. Þá er betra að hafa ein- hverja þekkingu á saumaskap. „Þetta er mikil vinna og ég hef stundum grínast með að ef þær klári ekki búninginn á námskeið- inu komi ég heim til þeirra og sitji yfir þeim,“ segir Inga á léttu nótunum og bætir því við að and- rúmsloftið sé alltaf gott á nám- skeiðunum. „Konurnar eiga oft gull eða silfur sem þær hafa erft og þykir vænt um. Svo myndast hópar út frá námskeiðunum sem koma aftur og vinna jafnvel sjálf- stætt saman við að sauma.“ Eins og er hefur Inga í nógu að snúast í mastersnámi sínu í hag- nýtri menningarmiðlun þar sem hún vinnur að rannsókn á íslensku handverki. „Ég er að taka saman handverk kvenna af Svaðastaðaætt í Skaga- firði. Það fer inn á vefsíðugagna- grunn þar sem verður hægt að sjá útsaumsgerðir og sögu þessara kvenna og hvernig handverk var unnið bæði á myndrænu formi og textaformi. Þetta hefur ekki verið aðgengilegt almenningi áður. Svo vonast ég til að gefa út bók um sögu skotthúfunnar og skúfhólks- ins svo það verður ekki grundvöll- ur fyrir námskeiði fyrr en í haust. Enda eru allir uppteknir í öðru yfir sumartímann.“ heida@frettabladid.is Þjóðbúningarnir vinsælir á ný Inga Arnar, þjóðfræðingur og fata- og textílkennari, hefur haldið námskeið í þjóðbúningasaumi frá árinu 1996. Hún segir áhugann á þjóðbúningasaumi hafa aukist. Inga í miðið í peysufötum innan um hóp kvenna sem lauk námskeiði í þjóðbún- ingasaumi hjá henni fyrr á þessu ári. Í aftari röðinni má sjá rauðan 19. aldar búning. MYND/HEIDA.IS GOTT SKIPULAG í eldhúsinu gerir alla vinnu þar auðveldari og skemmtilegri. Alls konar lausnir eru til sem gera uppröðun í skápa og skúffur skipulegri.                 !""# $% &!''(%#)*+ ,  -. /00-#0* ,  -. STYRKUR ELDRA FÓLKS Ráðstefna í Salnum í Kópavogi 3. apríl Kynnir: Gunnar Eyjólfsson leikari 12.30 Húsið opnað Skráning ráðstefnugesta 13.00 Setning Gísli Páll Pálsson, formaður Öldrunarráðs Íslands 13.05 Ávarp Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir félags- og tryggingamálaráðherra 13.20 Kórsöngur Kór Félags eldri borgara í Kópavogi, Helga Þórdís Guðmundsdóttir leikur undir 13.40 Erindi - framlag eldri borgara til samfélagsins Páll Skúlason heimspekingur, fv. rektor Háskóla Íslands 14.10 Kaffihlé 14.30 Þorsteinn frá Hamri les úr eigin ljóðum 14.40 Pallborð undir stjórn Páls Skúlasonar Þátttakendur flytja inngangsorð um efni ráðstefnunnar og taka þátt í umræðum. Stuttar fyrirspurnir úr sal Þátttakendur í pallborði: Ásgeir Jóhannesson, fv. formaður Sunnuhliðarsamtakanna Bernharður Guðmundsson, varaformaður Öldrunarráðs Íslands Herdís Egilsdóttir, rithöfundur og fv. kennari Salome Þorkelsdóttir, fv. forseti Alþingis Berglind Magnúsdóttir, forstöðumaður Heimaþjónustu Reykjavíkur Þórunn Sveinbjörnsdóttir, uppl.- og kynningarfulltrúi Mentor er málið-félagsvinur 16.15 Ráðstefnuslit Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða kross Íslands Dagskrá: Ráðstefnugjald 1000 kr. Kaffi og meðlæti innifalið. Allir velkomnir! Á ERFIÐUM TÍMUM Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.