Fréttablaðið - 02.04.2009, Side 40

Fréttablaðið - 02.04.2009, Side 40
 2. APRÍL 2009 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● brúðkaup Rósa Guðmundsdóttir og Jón Hall- dór Kristmundsson gengu í það heilaga í Háteigskirkju í október árið 2004. Dagurinn var í meira lagi viðburðaríkur að sögn Rósu og vakti fatastíll hennar sérstaka athygli. „Bónorðið var borið upp í maí 2004. Þessi elska hringdi fyrst í foreldra mína til að fá leyfi. Svo bauð hann mér út eitt laugardags- kvöldið á veitingastaðinn Caruso þar sem við tók gítarleikur á efri hæðinni og læti,“ rifjar Rósa upp og viðurkennir að stutt hafi verið í tárin. Ákveðið var að halda brúð- kaupið í október sama ár. Athöfn- in fór fram í Háteigskirkju og að- eins þeim allra nánustu boðið. „Séra Bjarni Karlsson gaf okkur saman og stóð sig meiriháttar vel. Gaf manninum mínum meðal ann- ars leyfi til að stunda fjölkvæni,“ segir Rósa og bætir hlæjandi við að föður hennar hafi reyndar ekki verið sérstaklega skemmt. Fyrir brúðkaupið hafði hún valið sér fallegan, kremlitaðan kjól úr versluninni Tvö hjörtu, en kaus að fara heldur óvenjulega leið í vali á skóm. „Þeir sem þekkja mig vita að ég er lítið fyrir spari- klæðnað og líður best í íþrótta- fatnaði. Maðurinn minn hefur gert nokkrar tilraunir til að bæta úr því með fatakaupum, en sumt af því er enn inni í skáp með verðmiðanum á. Þarna gaf hann mér fullt frelsi í skókaupum og ég endaði á Puma- strigaskóm úr Útilífi.“ Rósa segist hafa verið orðin svo- lítið stressuð rétt fyrir athöfnina og faðir hennar hafi því slegið á létta strengi með því að benda á strigaskóna og segja að nú væri síðasta tækifærið til að stinga af. „Við það sprakk ég úr hlátri og pabbi leiddi mig hlæjandi inn kirkjugólfið.“ Enginn tók hins vegar eftir strigaskónum, sem voru vand- lega huldir undir pilsfaldinum að sögn Rósu. Það var ekki fyrr en veislustjórinn lét brúðina standa upp á stól í veislunni og sýna þá að marga rak í rogastans. „Maður heyrði bara suma dæsa þegar þeir komu í ljós. Aðrir sögðust reyndar ekki hafa búist við neinu öðru en strigaskóm.“ Hún segist þó síður en svo sjá eftir kaupunum, því skórnir hafi ótvírætt haft meira notagildi en sjálfur brúðarkjóllinn. - rve Gifti sig í strigaskóm Rósa ásamt fjölskyldunni, eiginmann- inum Jóni Halldóri, syninum Halldóri Tristan, þriggja ára, og hundinum Serbi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Nína Rúna Kvaran og Lazaro Luis Nunez Altuna áttu eftir- minnilegan brúðkaupsdag, sem haldinn var í heimaborg fjölskyldu Lazaro í Perú hinnnn 27. júlí 2007. Þar dunaði dans- inn allt kvöldið enda Perúbúar dansglaðir mjög. „Við kynntumst fyrst á Íslandi í desember árið 2001 og Lazaro bað mín eiginlega um leið,“ segir Nína en Lazaro hafði þá búið á Íslandi í tvö ár. „Ég vildi nú ekki sam- þykkja bónorðið fyrr en ári síðar,“ segir hún glettin. Til stóð að halda brúðkaup fljót- lega en eins og vill verða vannst aldrei tími til þess. „Lazaro vildi alvöru veislu með hljómsveit og öllu en ég sá ofsjónum yfir skipu- lagningu og fjárútlátum,“ útskýrir Nína. Þegar ákveðið var að fara í ferðalag til Perú sumarið 2007 ákváðu þau að slá tvær flugur í einu höggi og gifta sig hjá fjöl- skyldu Lazaro í Perú. „Ég sá fyrir mér að þetta yrði draumur fyrir mig enda myndi fjölskylda hans sjá um undirbúninginn,“ segir Nína. Undirbúningurinn gekk þó ekki átakalaust fyrir sig. Til að mynda þóttu pappírarnir sem þau komu með frá Íslandi ekki nægir og urðu þau því að ferðast í ellefu tíma í rútu til höfuðborgarinnar Lima til að fá stimpil. Þá var fæðingarvott- orð Lazaro orðið svo lúið að hann þurfti nýtt en þar sem ráðhúsið í fæðingarbæ hans hafði brunnið varð móðir hans áttræð að skrá hann upp á nýtt. „Síðan lenti ég í miklu ævintýri með brúðarfötin mín en ég hafði látið sauma á mig perúskan þjóð- búning. Viku fyrir brúðkaupið fór ég að skoða afraksturinn en þá þótti fjölskyldu Lazaro sauma- skapurinn og efnið sem var notað til háborinnar skammar og hófst því dauðaleit að einhverjum sem gæti saumað slíka listasmíð á einni viku,“ útskýrir Nína en það tókst þó knappt væri. Eftir kómíska upplifun af tveimur innfæddum snyrti- fræðingum sem gerðu sitt til að reyna að eyðileggja daginn gengu þau Lazaro í hjónaband hjá borgar- dómara í Chiclayo, heimaborg fjöl- skyldu Lazaro. „Þar gekk allt vel og ég fann hversu gott það var að hafa móðursystur mína, hana Rósu, hjá mér en hún og maður hennar lögðu það á sig að koma til Perú til að vera viðstödd brúðkaupið,“ segir Nína sem lærði sérstakan þjóð- dans fyrir brúðkaupið sem heit- ir Marinera en að sögn Nínu eru Perú búar mjög dansglaðir. Þau leigðu hæð á veitingastað undir brúðkaupið með mat og lif- andi hljómsveit. „Veislan hófst á brúðarvalsi en ólíkt því sem tíðk- ast á Íslandi tekur dansinn úti mjög langan tíma. Ég þurfti að dansa við elsta bróður Lazaro, svo þann næstelsta og koll af kolli við alla karlmennina. Sama átti við um Lazaro. Við þurftum að dansa nánast við alla í goggunarröð eftir tengslum og aldri,“ útskýrir Nína en dansinn dunaði stærstan hluta veislunnar. „Til dæmis dansaði mamma Lazaro manna mest og oft á tíðum með fullt bjórglas á höfð- inu,“ segir hún glettin en hápunkt- ur kvöldsins var þegar hún kom Lazaro á óvart með því að fara með hann í brúðarsvítu sem hún hafði pantað að honum óafvitandi. „Þar gátum við slakað á eftir brúð- kaupið og allt sem á undan hafði gengið,“ segir Nína og er fegin að hafa tekið ákvörðun um að gifta sig í Perú. - sg Dönsuðu við alla gestina Nína Rúna og Lazaro ásamt börnum sínum Ævari og Maríu á brúðkaupsdaginn. MYND/ÚR EINKASAFNI 466 1016 www.ektafiskur.is frumkvöðlafyrirtæki ársins  - fiskvinnsla frá árinu  Óskabók konunnar! Gullfalleg bók um grunntækni í förðun. w 3ja og 6 mínútna dagförðun w Kvöld- og tískuförðun w Brúðarförðun w Húðumhirða og margt fleira Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.