Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.04.2009, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 02.04.2009, Qupperneq 60
36 2. apríl 2009 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Annað kvöld verður ný íslensk ópera frumsýnd í Gamla bíói. Það er Tónlistarskólinn í Reykjavík í samvinnu við Íslensku óperuna sem stendur að sýningunni en nýja verkið byggir á hinni kunnu þjóð- sögu um Gilitrutt og er eftir Þór- unni Guðmundsdóttur. Með henni er á efnisskránni stutt gamanóp- era eftir Rossetti sem er frum- flutt hér á landi: La cambiale di matrimonio, sem var fyrsta verk fyrir svið sem hann samdi, átján ára gamall. Leikstjórnin er í höndum Þór- unnar Guðmundsdóttur og hljóm- sveitarstjóri er Kjartan Óskarsson. Hljómsveitin er skipuð tæplega 20 nemendum úr Tónlistarskólanum í Reykjavík. Sýningar verða aðeins tvær, föstudagskvöld og laugar- dagskvöld kl. 20.00. La cambiale di matrimonio eða Hjúskaparsamningurinn var samin af Gioachino Ross- ini (1792 –1868) á örfáum dögum árið 1810. Þetta er gamanópera í einum þætti, en þetta æskuverk sýnir strax það sem koma skal hjá Rossini. Hann hafði afar gott vald á gamansömum hliðum óper- unnar og hafði mikil áhrif á þróun óperunnar á Ítalíu á 19. öldinni. Rossini var snillingur í að byggja upp tónlistarlega spennu og fékk viðurnefnið „Signor Crescendo“ vegna þess. Óperan er sungin á ítölsku en verður flutt í töluðu máli á íslensku. Gilitrutt er gamanópera í einum þætti. Hún var samin á þessu ári, gagngert til að vera félagi Hjóna- bandssamningsins í þessari uppfærslu. Þetta er önnur óperan sem Þór- unn Guðmundsdóttir semur fyrir Tónlistarskólann í Reykjavík, en hin var Mærþöll sem sett var upp árið 2006. Gilitrutt er byggð á hinu vel þekkta íslenska ævintýri um hús- freyjuna lötu sem freistast til þess að ganga til samninga við ókunna konu, sem reynist illu heilli vera tröllskessa. Bóndinn er afar ósátt- ur við vinnufælni konu sinnar, en það er samt hann sem bjarg- ar henni að lokum. Húsfreyja sér að sér og upp frá þessu er mesta ánægja hennar fólgin í því að vinna. Hlutverkin eru því þrjú, auk þess sem kór gegnir veiga- miklu hlutverki sögumanns. Gili- trutt er sýning fyrir alla fjölskyld- una, bæði börn og fullorðna. Þórunn semur bæði libretto og tónlist, en hún hefur getið sér gott orð sem höfundur leikrita og söng- leikja sem sett hafa verið upp af leikfélaginu Hugleik. pbb@frettabladid.is Ný gamanópera frumsýnd TÓNLIST Þórunn Guðmundsdóttir óperuhöfundur og leikskáld, leikstjóri og söng- kona. MYND FRETTABLADID/HEIÐA > Ekki missa af Halla Helgadóttir grafískur hönnuður og framkvæmda- stjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands heldur fyrirlestur í Ketilhúsinu á Akureyri í dag kl. 14.50. Fyrirlesturinn mun fjalla um óvissuferðina sem vinna hönnuðarins er og hverju hönnun og hugvit getur áorkað. Halla mun tala um starf sitt sem hönnuður og nýstofnaða Hönnunarmiðstöð Íslands sem hún stýrir. Þegar kvikmyndafyrirtæki sækja út á land í tökur eru hæg heimatökin að leita til áhugamanna- félaganna á svæðinu. Skagafjörður státar af elsta leikfélagi lands- ins á Króknum. Tvær kvikmyndir í fullri lengd verða að hluta teknar upp nyrðra á þessu vori. Kvikmyndafélagið Pegasus hefur verið á Sauðárkróki síðustu daga við æfingar og undirbún- ing vegna kvikmyndarinnar Roklands, sem byggir á samnefndri skáldsögu Hallgríms Helgasonar. Leikfélag Sauðárkróks hefur verið framleiðendum myndarinnar innan handar og lagt til leikara í ýmis aukahlutverk. Það var éljagangur og norðangarri sem mætti leikurum og kvikmyndafólki á Nöfum ofan við Krókinn um hádegisbil á mánudag þegar fram fóru æfingar vegna jarðarfarar móður aðalsögupersónunn- ar Bödda, sem Ólafur Darri leikur. Leikfélag Sauðár- króks, sem heldur upp á 120 ára afmæli sitt í ár, útvegaði til jarðarfararinnar allnokkurn fjölda eldri leik- ara. Nokkrir þeirra leikara sem þar voru eiga að baki áratuga leikferil með LS, en hafa lítið leikið síðustu misserin. Þeir stíga nú aftur á svið eftir alllangt hlé, en auk þess að leika í Roklandi munu nokkur þeirra leika í afmælis- leikriti LS Frá okkar fyrstu kynnum – 120 ár í sögu leikfélags. Það er Jón Ormar Ormsson sem leikstýrir leikritinu, sem verður frumsýnt á Sæluviku 26. apríl næstkomandi. Og í júní verða atriði úr nýrri mynd Friðriks Þórs, Mömmu Gógó tekin í Skagafirðinum. Leikfélag Sauðárkróks í kvikmyndum Miðasala hófst á þrítugustu og níundu Listahátíð í Reykjavík í gær. Þá kynntu forráðakonur hátíðarinnar dagskrána í heild sinni en áður hafa birst nokkrar fréttir af atburðum á há- tíðinni; tónleikum Deboruh Voight sem nú er uppselt á og Húslestra og Stofutón- leikaröðum, viðburðum sem fara fram í heimahúsum. Hrefna Haraldsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykja- vík, og Jóhann Vigdís Guðmunds- dóttir framkvæmdastjóri tóku báðar við störfum sínum í þann mund sem kreppti að. Þær hafa því haft minna úr að moða og því eins og Hrefna kallaði það, snúið inn á við. Þrátt fyrir þrengri stakk er dagskrá hátíðarinnar ótrúlega viða- mikil: tvær óperur verða frumflutt- ar, athyglisverð og öðruvísi atriði verða í boði fyrir unga áhorfendur: Hjaltalín í sparifötum, Tiger Lillies og Lhasa del Sela: myndlistarvið- burðir verða tólf að tölu og standa margir fram eftir sumri. Sinfónían, Kammersveitin og Stórsveit Reykja- víkur skila sínu framlagi með glæsi- lega og spennandi stjórnendur yfir nýjum efnisskrám. Og er þá ekki allt talið: nauðsynlegt er að skanna dagskrána í heild á vef á www.lista- hatið.is en þar er nú opið fyrir miða- kaup á alla viðburði hátíðarinnar sem stendur frá 15.-31. maí. Eins og var afráðið fyrir löngu verða á hátíðinni gestir sem leggja út á strætin: Götuleikhúsið For- boðnir ávextir kemur frá Ástralíu og mun spranga um götur borgar- innar opnunarhelgina 15. og 16. maí. Fimm hjólhýsi í kvennalíki verða á ferð um borgina og myndlistarsýn- ing verður í fjórum vitum, hverjum í sínu landshorni. Óperurnar tvær sem fluttar verða á Listahátíð eru Í óðamans- garði eftir Sunleif Rasmussen og byggir á sögu Heinesen, Fjand- inn hleypur í Gamalíel eins og hún nefnist í þýðingu Þorgeirs Þorgeir- sonar. Sviðsetningin er samstarfs- verkefni Þjóðleikhúsa Íslands og Færeyja, en meðal söngvara sem þar koma fram eru Eyjólfur Eyj- ólfsson, Þóra Einarsdóttir og Bjarni Thor Kristinsson. Hin óperan er líka byggð á bókmenntaverki, Heli eftir Sigurð Nordal, en höfund- ur hennar er Sigurður Sævarsson. Caput leikur undir en söngvarar eru þau Ágúst Ólafsson, Jóhann Smári Sævarsson og Hulda Björk Garð- arsdóttir. Hr. Níels setur verkið upp í Íslensku óperunni. Þá verður í Landnámssetri í Borgarnesi flutt verkið Vöpuspál. Höfundar og flytj- endur eru Sten Sandell og Sverrir Guðjónsson. Einsleikstónleikar Listahátíð- ar verða að teljast einn hápunkta hennar en þann 17. maí verður Vík- ingur Heiðar Ólafsson með tón- leika í Háskólabíó þar sem hann flytur umskriftir sínar á þekktum íslenskum lögum í bland við verk meistaranna. Auk Reykjavíkurborgar og Menntamálaráðuneytis sem eru helstu styrktaraðilar Listahá- tíðar í Reykjavík hafa fyrirtæk- in Iceland Express, Radisson SAS og Samskip lagt henni lið sem aðalsamstarfsaðilar. Veggspjald hátíðarinnar í ár er hannað af Katr- ínu Ólínu Pétursdóttur. Nánari grein verður gerð fyrir einstaka dag- skrárliðum á hátíðinni hér í blaðinu á næstu dögum. pbb@frettabladid.is Listahátíð kynnt TÓNLIST Víkingur Heiðar er með einleikstónleika á Listahátíð í Reykjavík sem stendur í tvær vikur og hefst 15. maí. Ólafur Davíðsson, sendiherra, og Anna Hildur Hildibrands- dóttir, framkvæmdastjóri Útón, opnuðu formlega tónleikaröðina Norðrið í Admiralspalast í Berlín 10. mars síðastliðinn. Kom það í hlut tónlistarmannsins Lay Low að koma fram á þessum fyrstu tónleikum Norðursins og kom hún einnig fram kvöldið eftir á tónleikum í Köln. Norðrið er heitið á tónleika- röð sem Útón hefur skipulagt í Þýskalandi nú á árinu 2009 með það fyrir augum að styðja við sókn íslenskra tón- listarmanna inn á þýskan tónlistar- markað og nýta þau tækifæri og þann áhuga sem til staðar er í Þýskalandi. Með þessu er enn frekar byggt á því sem þegar hefur áunnist með þátttöku íslenskra tónlist- armanna á Popkomm kaupstefn- unni sem haldin er árlega í Berlín og er ein af stærri tónlistar kaup- stefnum í Evrópu. Útón hefur þegar auglýst eftir listamönnum sem áhuga hafa á að koma fram innan verkefnis- ins og eru listamennirnir valdir í samvinnu við tónleikahaldara og samstarfsaðila í Þýskalandi. Næstu tónleikar verða í apríl og verður hljómsveitin Mammút kynnt í það skiptið. Verkefnið er unnið með stuðningi Iceland Express, Admiralspalast, Útflutningsráðs, Visit Reykja- vik, menntamála ráðuneytis, utanríkisráðuneytis, sendiráðs Íslands í Berlín og verkefnisins Sagenhaftes Island. - pbb Innrás í Þýskaland TÓNLIST Lay Low hóf íslenska tón- leikaröð í Berlín um miðjan mars. kl. 20 Í fyrirlestri sínum í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi í kvöld skoðar Dr. Haukur Jónasson hvernig við skynjum umhverfi okkar og sýnir fram á hvernig ímyndunaraflið vinn- ur á mörkum þess innra og ytra. Hann ræðir um mótsstað listamanns- ins, listarinnar og þess sem skynjar og setur listina í samhengi við ímynd- unarveiki og mannlegt heilbrigði. Fyrirlesturinn byggir Haukur Ingi á doktorsritgerð sinni frá árinu 2005.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.