Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.04.2009, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 02.04.2009, Qupperneq 74
50 2. apríl 2009 FIMMTUDAGUR Hampden P., áhorf.: 45.000 Skotland Ísland TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 15–7 (7–4) Varin skot Gordon 2 – Gunnleifur 6 Horn 6–8 Aukaspyrnur fengnar 18–12 Rangstöður 4–2 1-0 Ross McCormack (39.) 1-1 Indriði Sigurðsson (54.) 2-1 Steven Fletcher (65.) 2-1 Thomas Einvaller (7) Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður. 7 Virtist öruggur í sínum aðgerðum og var ekki að sjá að hann væri í lítilli leikæfingu. Varði mjög vel í síðari hálfleik. Grétar Rafn Steinsson, hægri bakvörður. 5 Gerði margt ágætt en átti líka sín mistök. Gleymdi McCormack þegar hann skoraði mark Skota. Hermann Hreiðarsson, miðvörður. 7 Hóf sóknina sem skapaði mark Íslands og var afar öruggur á boltanum. Verður lítið við hann sakast vegna marka Skotanna. Kristján Örn Sigurðsson, miðvörður. 7 Sem fyrr einn traustasti leikmaður íslenska landsliðsins. Gerði fáein mistök í síðari hálfleik sem reyndust þó ekki dýrkeypt. Bjarni Ólafur Eiríksson, vinstri bakvörður. 3 Átti ekki góðan dag. Fyrra mark Skota skrifast alfarið á hann. Hornspyrnan sem gaf Skotum síðara mark- ið var svo hálfgerð gjöf frá Bjarna þó svo að dómurinn hafi verið rangur. Aron Einar Gunnarsson, tengiliður. 4 Barðist eins og ljón allan leikinn og ekkert hægt að kvarta undan því. Átti þó gríðarlega erfitt með að skila af sér boltanum og kom lítið sem ekkert út úr hans spili. Helgi Valur Daníelsson, tengiliður. 7 Einn besti maður íslenska liðsins. Var afar duglegur að sinna sínu og átti í fullu tré við þá Darren Flet- cher og Scott Brown og rúmlega það. Pálmi Rafn Pálmason, hægri kantmaður. 6 Sýndi glæsilega takta í marki Íslands en missti Steven Fletcher fram hjá sér í síðara marki Skotanna. Átti erfitt uppdráttar í varnarleiknum þegar á heildina er litið. Indriði Sigurðsson, vinstri kantmaður. 6 Markaskorari Íslands en annars stafaði lítil hætta af honum í íslenska sóknarleiknum. Var afar upptekinn við að aðstoða Bjarna Ólaf í varnarskyldunni. Eiður Smári Guðjohnsen, vinstri kantmaður. 6 Átti slakan fyrri hálfleik. Lifnaði yfir honum eftir markið en það stóð stutt yfir. Hann er hættulegasti leikmaður íslenska liðsins á pappírnum en það skapaðist lítil hætta í kringum hann í gær fyrr en undir lokin. Fékk litla hjálp frá félögum sínum. Arnór Smárason, framherji. 6 Besti maður Íslands í fyrri hálfleik. Kappsfullur en gaf ódýrar aukaspyrnur. Var næstum búinn að gefa Skotum þriðja markið sitt í leiknum. VARAMENN: Eggert Gunnþór Jónsson, kom inn á fyrir Aron Einar Gunnarsson á 70. mínútu. 7 Sýndi nokkuð lipra takta og nýtti sínar mínútur ágætlega. Ármann Smári Björnsson kom inn á fyrir Indriða Sigurðsson á 81. mínútu. - FRAMMISTAÐA LEIKMANNA Undankeppni HM 2010: 1. RIÐILL: Ungverjaland-Malta 3-0 Danmörk-Albanía 3-0 Leon Andreasen, Soren Larsen, Christian Poulsen. 2. RIÐILL: Lettland-Lúxemborg 2-0 Grikkland-Ísrael 2-1 Sviss-Moldavía 2-0 3. RIÐILL: Tékkland-Slóvakía 1-1 Zdenek Grygera - Stanislav Sestak. Pólland-San Marínó 10-0 Norður Írland-Slóvenía 1-0 4. RIÐILL: Liechtenstein-Rússland 0-1 Wales-Þýskaland 0-2 - Michael Ballack, Ashley Williams (sjm) 5. RIÐILL: Eistland-Armenía 1-0 Tyrkland-Spánn 1-2 Semih Senturk - Xabi Alonso, Alberto Riera. Bosnía-Belgía 2-1 6. RIÐILL: Kasakstan-Hvíta Rússland 1-5 Andorra-Króatía 0-2 Ivan Klansic, Eduardo. England-Úkraína 2-1 1-0 Peter Crouch (29.), 1-1 Andriy Shevchenko (74.), 2-1 John Terry (85.) 7. RIÐILL: Austurríki-Rúmenía 2-1 Frakkland-Litháen 1-0 Franck Ribery. 8. RIÐILL: Búlgaría-Kýpur 2-0 Georgía-Svartfjallaland 0-0 Ítalía-Írland 1-1 Vincenzo Iaquinta - Robbie Keane. Giampaolo Pazzini rekinn af velli hjá Ítölum eftir aðeins fjögurra mínútna leik. 9. RIÐILL: Holland-Makedónía 4-0 Dirk Kuyt 2, Klaas-Jan Huntelaar, Rafael Van Der Vaart. Skotland-Ísland 2-1 STAÐAN Í RIÐLINUM: 1. Holland 5 5 0 0 12:1 15 2. Skotland 5 2 1 2 4:6 7 3. Ísland 5 1 1 3 5:7 4 4. Makedónía 3 1 0 2 2:3 3 5. Noregur 3 0 2 1 2:3 2 ÚRSLIT FÓTBOLTI Nýr kafli í sorgarsögu landsleikja Íslands og Skotlands var skrifaður í gær. Skotar hafa ávallt borið sigur af hólmi í leikj- um sínum gegn Íslandi og breytt- ist það ekki í gær, þó svo að heimamenn væru í miðri hringiðu hneykslismáls og neyddust til að stilla upp miðlungsliði vegna aga- brota og meiðsla. Hafi tækifæri verið til að vinna bug á Skotagrýlunni gerðust þau vart betri en á Hampden Park í gær. Ross McCormack, leikmaður Cardiff í ensku B-deildinni, skor- aði fyrra mark skota. Steven Flet- cher, leikmaður Hibernian, það síðara. Indriði Sigurðsson jafn- aði metin fyrir Ísland í upphafi síðari hálfleiks en Fletcher skor- aði sigurmark Skota aðeins tólf mínútum síðar. Margir áttu von á að leikur- inn myndi byrja með látum enda mikið í húfi fyrir bæði lið og þá sér í lagi heimamenn. En það var lítið um tæklingar og almenna bar- áttu í upphafi leiks enda sárafáar aukaspyrnur dæmdar á fyrsta hálftímanum. Ísland byrjaði að verjast mjög aftarlega og færði sig svo framar eftir því sem leið á hálfleikinn. Það gekk ágætlega því Skotar gátu lítið gert í sínum sóknum og íslensku leikmennirn- ir áttu nokkrar efnilegar skyndi- sóknir. Þar til á 39. mínútu. Bakvörður- inn Alan Hutton kom þá skeiðandi upp hægri kantinn, labbaði fram hjá Bjarna Ólafi Eiríkssyni eins og hann væri ósýnilegur og náði að renna boltanum út í teig. Þar var Ross McCormack mættur, einn á auðum sjó, og hafði nægan tíma til að vanda til verka og skila knettin- um í netið sem og hann gerði. Flest mörk má skrifa á mistök andstæðingsins en þetta voru ein- staklega klaufaleg og óþörf mistök af hálfu íslenska liðsins. Þótt Ísland hafi átt fáar sóknir voru þær afar illa nýttar. Sókn- irnar voru sumar hverjar efnileg- ar en allar runnu þær út í sand- inn. Ísland átti nefnilega ekki eina marktilraun í fyrri hálfleik. Fyrstu marktilraunirnar hjá íslenska liðinu áttu sér stað á 54. mínútu. Einu sinni sem oftar var íslenska liðið í vandræðum með að byggja upp sókn en þá ákvað Hermann Hreiðarsson að taka til sinna mála og tók á rás upp miðj- una. Hann kom boltanum á Pálma Rafn sem gerði vel og stóð af sér skoskan varnarmann. Hann átti skot að marki sem hafnaði í stöng, Indriði fylgdi á eftir og skoraði í autt markið. Sigurmark Skota kom eftir horn- spyrnu. Fyrirliði þeirra, Stephen McManus, skallaði boltann inn á markteig þar sem Steven Fletcher var mættur og skoraði af stuttu færi. Fyrst og fremst óheppni en nokkuð annað. Það jákvæða er að Ísland neitaði þó að gefast upp og freistaði þess ítrekað að jafna leikinn á nýjan leik. En rétt eins og í fyrri hálf- leik gekk lítið að klára sóknirnar með marktilraun. Slíkar sóknir eru ekki líklegar til árangurs. Það er lítið við leikskipulag Ólafs Jóhannessonar að athuga. Hann veðjaði á stífan varnarleik og skyndisóknir. Þegar leið á leik- inn átti sóknarþunginn að aukast – sem og hann vissulega gerði. En allar áætlanir voru gerðar ómerk- ar með klaufalegum mistökum og sér í lagi ódýru fyrra marki Skota. Óheppni Íslendinganna kom eflaust best í ljós á lokamínútum leiksins. Þá loksins dundu skotin á skoska markinu og fékk Pálmi Rafn draumafæri. Hann þrumaði knettinum hátt yfir. Enn ein sorgarsagan gegn Skotum Ísland tapaði í gær fyrir Skotlandi á Hampden Park, 2-1, í undankeppni HM 2010. Ísland átti slæman dag gegn miðlungsliði Skota þar sem ódýr mistök urðu liðinu að falli. Indriði Sigurðsson skoraði mark Íslands. GRÁTI NÆST Landsliðsfyrirliðinn Hermann Hreiðarsson fékk tvö upplögð færi í leikn- um í gær sem hann nýtti ekki. Hann var að vonum svekktur. NORDIC PHOTOS/AFP SKOTLAND-ÍSLAND EIRÍKUR STEFÁN ÁSGEIRSSON skrifar frá Glasgow eirikur@frettabladid.is FÓTBOLTI „Ef ég vissi bara af hverju við vinnum aldrei Skota í knatt- spyrnu værum við örugglega löngu hættir að tapa fyrir þeim,” sagði Eiður Smári Guðjohnsen eftir tapið í gær. „Kannski að það spili sitt hlut- verk að Skotar eiga lengri sögu í knattspyrnunni. Þeir eiga auðveld- ara með að takast á við pressuna sem henni fylgir. Ég vil þó ekki segja að við höfum bognað undir pressunni. Það má ekki gleyma hvar við vorum að spila en við áttum meira skilið úr þessum leik.“ Hann sagði það því eðlilegt að vera svekktur eftir leikinn. „Það var bæði svekkjandi að fá á okkur þessi mörk og nýta ekki færin sem við fengum síðustu 20 mínúturnar í leiknum. Fyrri hálfleikurinn var ekkert spes hjá báðum liðum en þeir komust þó yfir. Við sýndum karakter með því að jafna og koma okkur aftur inn í leikinn.“ Eiður segir að þrátt fyrir allt sé íslenska landsliðið á réttri leið. „Ég held það. Í kvöld voru margir ungir og óreyndir leikmenn í byrj- unarliðinu sem voru að spila frá- bærlega. Ég sé ekki annað en að þetta sé á góðri leið.” Gunnleifur Gunnleifsson er einn þeirra reynsluminni í hópnum þótt hann teljist varla í hóp þeirra yngri. „Ég er svekktur. Þetta voru gríðarleg vonbrigði,“ sagði Gunn- leifur. „Við vorum búnir að undir- búa okkur vel og lengi. Við ætluð- um okkur að vinna þennan leik.“ - esá Eiður Smári Guðjohnsen og markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson voru ekkert mjög kátir eftir leik: Íslenska knattspyrnulandsliðið er á réttri leið Í BARÁTTUNNI Eiður Smári Guðjohnsen var lengi í gang en kom sterkur upp á loka- sprettinum. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Ólafur Jóhannesson lands- liðsþjálfari lofaði frammistöðu sinna manna í íslenska landsliðinu eftir leikinn gegn Skotum í gær. Ísland tapaði leiknum, 2-1. „Ég er mjög ánægður með frammistöðu leikmannanna en auðvitað spældur yfir því að hafa tapað leiknum,“ sagði Ólafur og bætti við að sín áætlun fyrir leik- inn hefði gengið að mestu upp. „Við vissum að þeir kæmu vit- lausir til leiks til þess að reyna að ganga frá okkur sem allra fyrst. Við lögðum upp með að halda þeim frá okkur fyrstu 20 mínúturnar og fyrst þá þora að halda boltanum og skapa spil. Það gekk ágætlega. Við gáfum ekki mörg færi á okkur í þessum leik. En niðurstaðan er þó engin stig.“ Hann sagði það eðlilegt að mörk væru skoruð eftir mistök leik- manna. „Ef ekki væru gerð mis- tök í knattspyrnu gætum við tekið mörkin og hent þeim út af vell- inum. Auðvitað verða alltaf mis- tök gerð og auðvitað er það alltaf svekkjandi.“ Hann sagði heildarframmistöðu leikmanna góða. „Í fyrri hálfleik vorum við dálítið ragir á bolt- ann en mér fannst við þó vinna okkur vel inn í leikinn og spila ágætlega.“ Aðspurður sagðist hann ánægð- ur með frammistöðu Bjarna Ólafs Eiríkssonar. „Ég var ekki óánægð- ur með hann. Hann spilaði fínan leik og það var í góðu lagi með hann.“ - esá Ólafur Jóhannesson var ánægður með frammistöðu íslenska liðsins í gær: Gekk ágætlega en vantaði stigin SIGURMARKIÐ Steven Fletcher stangar hér boltann í netið fram hjá Gunnleifi í mark- inu. NORDIC PHOTOS/AFP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.