Morgunblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Keyrði á barn og flúði  Fjögurra ára drengur alvarlega slasaður eftir bílslys í Reykjanesbæ í gær  Lögregla leitar ökumannsins og kallar eftir upplýsingum frá almenningi Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is EKIÐ var á fjögurra ára dreng á mótum Vesturgötu og Birkiteigs í Reykjanesbæ rétt eftir klukkan fimm í gærdag. Ökumaðurinn flúði af vett- vangi, en vegfarendur komu drengn- um til hjálpar og lögreglu og neyð- arflutningamenn bar síðan skjótt að. Drengurinn mun eiga heima í næsta nágrenni við slysstaðinn. Samkvæmt upplýsingum frá yfir- lækni á Landspítala í gærkvöld var drengurinn mikið slasaður og í önd- unarvél. Að sögn lögreglunnar á Suð- urnesjum var hann meðvitundarlaus þegar vegfarendur bar að og talsvert slasaður á höfði. Tveir aðrir ökumenn voru á ferð í grenndinni og sáu úr fjarlægð þegar ekið var á barnið. Þeir höfðu sam- stundis samband við lögreglu og örfá- um mínútum síðar var drengurinn kominn um borð í sjúkrabíl á leið til Reykjavíkur. Lögreglubifreið frá Suðurnesjum fór á undan og lögregl- an á höfuðborgarsvæðinu lokaði gatnamótum á leiðinni til þess að greiða för sjúkrabílsins. Annar ökumannanna lýsti bifreið- inni sem dökkum eða bláum skutbíl. Hugsanlegt er að hann sé dældaður að framan. Ekki fengust upplýsingar um hraða eða aksturslag bílsins í gærkvöld. Lögreglunni á Suðurnesjum hafði í gær borist nokkur fjöldi ábendinga og allir starfskraftar embættisins beinast nú að því að upplýsa málið. Allir sem telja sig hafa einhverjar upplýsingar um atburðinn eru ein- dregið hvattir til að hringja í síma 112. Ljósmynd/Víkurfréttir Slysstaður Lögreglumenn unnu á vettvangi slyssins í Keflavík í gær. FULLTRÚAR Háskóla Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landsbankans undirrituðu í gær yf- irlýsingu um samstarf og stuðning við þróunar- og rannsóknarverkefni Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála um íbúalýðræði, fé- lagsauð, þátttöku og lýðræðiskerfi íslenskra sveitarfélaga árin 2007- 2010. Markmið verkefnisins er að leggja grunn að aukinni lýðræð- islegri þátttöku með vandaðri að- ferðafræði sem byggist á yfirgrips- mikilli rannsókn og umræðu, segir í tilkynningu. Í rannsókninni, sem mun ná til 22 stærstu sveitarfélaga landsins þar sem 89% landsmanna búa, verður í fyrsta skipti tekin saman reynsla ís- lenskra sveitarfélaga af íbúalýðræði, einkum á sviði umhverfis- og skipu- lagsmála. Lærdómar verða dregnir af reynslunni sem geta stuðlað að markvissari aðferðafræði sveitarfé- laganna við samráð við íbúana í framtíðinni. Verkefninu er hrint af stað í tilefni af fimm ára starfsafmæli Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála. Stjórnandi rannsóknarinnar er Gunnar Helgi Kristinsson prófessor. Rannsaka íbúalýðræði í þrjú ár Morgunblaðið/Kristinn Standa saman Undir samninginn skrifuðu fyrir hönd Háskóla Íslands og Stofnunar stjórnsýslufræða: Ólafur Þ. Harðarson, varaforseti háskólaráðs, Gunnar Helgi Kristinsson, form. stj. Stofnunar stjórnsýslufræða, og Helga Jónsdóttir stjórnarmaður og Margrét S. Björnsdóttir forstöðumaður. F.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga: Hall- dór Halldórsson formaður, Þórður Skúlason frkvstj. og Anna G. Björnsdóttir, forstm. þróunarsviðs. F.h. Lands- bankans: Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs, og Hermann Jónasson, frkvstj. sölu- og markaðssviðs. „Í STJÓRNARSÁTTMÁLANUM er gert ráð fyrir því að skattalækk- anir á kjörtímabilinu komi til greina, en þær hafa ekki verið tímasettar. Þannig að það er ekki verið að fresta neinu sem þegar var búið að ákveða,“ segir Geir H. Haarde forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið, í tilefni af frétt sem birtist á vef Bloomberg í gær. Þar skrifaði blaðamaður Bloom- berg að forsætisráðherra Íslands hefði gefið til kynna að hann hygð- ist fresta fyrirhuguðum skatta- lækkunum þar til hægt hefði að- eins á þenslunni í efnahagslífinu. Segir Geir túlkun blaðamannsins á ummælum sínum ekki standast, enda hafi aldrei verið búið að tíma- setja hugsanlegar skattalækkanir. „Þess vegna er það einhver mis- skilningur að einhverju hafi verið frestað,“ segir Geir og minnir á að enn séu þrjú og hálft ár eftir af núver- andi kjörtímabili og því nægur tími til stefnu. Geir segist í viðtalinu við blaðamann Bloomberg hafa látið þess getið að íslensk stjórnvöld væru nýkomin út úr fjögurra ára skattalækkunaráætlun sem endað hefði 1. mars sl. með lækkun virð- isaukaskatts af matvælum um helming. „Það er því ekkert skrýt- ið þó menn kasti aðeins mæðinni í þessum efnum.“ Ekki verið að fresta neinu Geir H. Haarde Forsætisráðherra segir hugsanlegar skattalækkanir ekki hafa verið tímasettar SAMBAND sveit- arfélaga telur að kostnaðarauki þeirra vegna lengingar kenn- aranámsins, sem boðuð er í frum- varpi um mennt- un og ráðningu kennara, geti orðið um 1,5 milljarðar á ári. Þetta kom fram í ræðu Halldórs Halldórssonar, formanns Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, við setningu Skólaþings sveitarfélaga á Hilton Reykjavík Nordica í gær. Halldór vék m.a. að frumvörpum um leik- og grunnskóla og sagði að samkvæmt kostnaðarumsögn um frumvarp um menntun og ráðningu kennara verði árlegur kostnaðar- auki um 800 milljónir kr. árið 2018. Hann taldi það varlega áætlað því þá verði kostnaðaráhrifin ekki að fullu komin til framkvæmda. Sam- bandið áætli að þegar þau verða að fullu komin fram muni þau nema um 1,5 milljörðum á ári. „Áformað er að koma á samstarfi ráðuneyt- isins og sambandsins til að fylgjast með kostnaðaráhrifum nýrra laga og sambandið mun að sjálfsögðu gera kröfu til þess að kostnaðar- auki sveitarfélaganna verði þeim bættur, þegar hann verður leiddur í ljós,“ sagði Halldór. | Miðopna Eykur kostnað um 1,5 milljarða Halldór Halldórsson ÚRSKURÐARNEFND sjómanna og útvegsmanna ákvað í gær að hækka verð á þorski sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur er til skyldra aðila um 10% og ýsu um 5%. Þessi hækkun skýrist af hækkun á afurðum á erlendum mörkuðum. Verð á þorski hefur hækkað fjórum sinnum á árinu um samtals 33%. 33% hækkun á þorskverði SEX sprautufíkl- ar hafa greinst HIV-smitaðir á þessu ári og hafa þeir aldrei verið fleiri. Samtals hafa tólf greinst HIV-jákvæðir það sem af er þessu ári, sem er nokkur aukning miðað við und- anfarin ár. Helmingur þeirra sem greinst hafa í ár er konur. Þriðj- ungur smitaðra er útlendingar. Al- þjóðlegur baráttudagur gegn al- næmi er í dag. Talið er að nú séu 33,2 milljónir smitaðar af alnæmi í heiminum. Tólf greindust með HIV í ár ÓDÝRASTA bensínið sem hægt er að fá á Íslandi fæst núna á Selfossi, en þar fæst bensínlítrinn á um 127 krónur. Algengt verð er 131 til 133 krónur á höfuðborgarsvæðinu. Samkeppni í bensínsölu á Selfossi er að aukast þessa dagana en Atl- antsolía er að opna þar bensínstöð. A.m.k. sumir samkeppnisaðilar hafa brugðist við með því að lækka verð og Atlantsolía hefur líka lækk- að verð. Ódýrt bensín á Selfossi F Y R IR F Ó L K S E M G E R IR K R Ö F U R NÝJAR VÖRUR KOMNAR KRINGLUNNI / SMÁRALIND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.