Morgunblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 49
mín“. Svo sögðum við þér einhverjar barnasögur sem alltaf var hlustað gaumgæfilega á þótt þær væru langar og samhengislausar. Ný tækni og nýtt fólk fyllir skörð- in, það er gangur lífsins. Með þér og fleiri af þinni kynslóð hverfur hluti af íslenskri menningu og samfélagi sem er miður og verður saknað. En að vera heilsteypt, dugleg, víðsýn og góð manneskja er sígilt sem ekkert bítur á. Hvíl í friði, elsku afi. Erpur Þ. og Eyjólfur B. Eyvindarsynir. Það var fyrir vestan sumarið 1960 að ég hitti tengdaforeldra mína, Ei- rík og Rósu, fyrsta sinni. Við Eyvindur vorum komin í vegavinnu. Skólahurðinni í Reykja- vík hafði verið skellt aftur og skruddunni með. Á þessum tíma voru malarvegir á Vestfjörðum sem vegavinnuflokkar, meður ráðskonu, unnu við að bæta og bera ofan í á sumrin. Við bjugg- um í tjöldum og eldað var á kolavél. En svo voru helgarfrí inn á milli. Ég sé þau enn fyrir mér koma gangandi frá bænum niður túnið að Arnardalsánni. Sól skín í heiði, það heyrist til mófugla og í einstaka kú. Það er farið að rjúka á bæjunum. Rósa er í sirskjól með fallega svuntu og hárið í fléttum brugðnum um höfuðið. Mikið og snarhrokkið hár Eiríks stendur í allar áttir eins og lýsandi fyrir áhuga hans og ákafa leit að þekkingu og lausn á lífsgát- unni. Við tökumst í hendur og ég finn að þetta er fólk sem hefur unn- ið hörðum höndum í sveita síns and- lits. Mér finnst sem í því sé falin vinnu- og verksaga alþýðu frá land- námstíð. Streymandi hlýja og látleysi þeirra umvafði mig frá okkar fyrsta fundi. Þegar inn í bæinn kom ilmaði af pönnukökum. Útsaumaði dúkurinn var frá tíð Rósu á Húsmæðraskól- anum Ósk. Allt var svo hreint, fá- brotið og snyrtilegt. Gamla kisa kúrði ofan á vel umbúnu rúmi þeirra. Í gluggakistunni tifaði göm- ul, blá klukka sem stóð ofan á skær- um, öðruvísi gekk hún ekki rétt. Rósa sýndi mér myndir af „fólkinu okkar“, sem stóðu á kommóðunni eða voru á þilinu fyrir ofan hjá „skil- iríinu“. Sumt var í fallega útskorn- um römmum eftir Eirík. Um leið og hún sagði frá fólkinu, strauk hún með svuntuhorninu yfir myndirnar eins og hún væri að strjúka þeim um vanga. Margt var „farið“ eða var langt í burtu eins og „sveitin heima,“ átthagarnir „fyrir norðan“. Tíminn leið. Á haustin fluttu þau búsmala og búslóð til Ísafjarðar og voru vetrarlangt á Seljaveginum, á vorin sömu leið til baka út í Arn- ardal. Í fyllingu tímans kom svo lítill drengur, Eiríkur Guðmundur. Hann var í fóstri hjá afa og ömmu á dag- inn meðan foreldrarnir voru í skól- anum en á morgnana vorum við afi með „Litla skólann“, fáein fimm ára börn sem langaði að vera í skóla. Í stofunni á Seljaveginum, Litla skól- anum, var oft glatt á hjalla því lítið er ungs manns gaman og afi hafði smitandi hlátur og hló oft. Þarna lærðu blessuð börnin að stafa innan um bækur hans um stjórnmál, trú- mál, heimspeki, dulspeki, eðlis- og efnafræði og sagnfræði. Líka voru þarna rímur, fagurbókmenntir, markaskrá, dönsku blöðin, nokkrir árgangar af tímaritinu Rétti, tíma- riti Máls og menningar og auðvitað Þjóðviljinn. Afi sagði litlu nemend- um okkar, hve gott væri að eiga bækur að vinum og geta vitað meira og meira. Amma sá aldrei nöfnu sína, því hún kvaddi skömmu áður en Gunn- vör Rósa fæddist. Fyrr en varði voru komnir tveir vaskir sveinar, þeir Eyjólfur Bergur og Erpur Þór- ólfur. Þeim fannst fátt jafnskemmti- legt og að vera með afa sínum. Og nú hefur hann kvatt eftir veg- ferð langa. Ég er þakklát fyrir kynni mín af sönnum mannvini sem hafði ríka réttlætiskennd og hjarta- lag þar sem aðeins bestu blómin gróa. Margrét Pálína Guðmundsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 49 ✝ GuðmundurJónsson fæddist í Ásmúla í Ása- hreppi 8. apríl 1914. Hann lést á Elli- heimilinu Grund 22. nóvember síðastlið- inn. Guðmundur var sonur hjónanna Jóns Jónssonar bónda í Ásmúla, f. 1.3. 1880, d. 23.5. 1950, og konu hans Ólafar Guðmunds- dóttur, f. 3.3. 1878, d. 19.7. 1961. Systk- inin í Ásmúla voru tíu talsins og var Guðmundur sjötti í röðinni. Þau eru Guðbjörg Helga, f. 13.4. 1907, d. 18.6. 1995, Ólafía, f. 16.11. 1908, d. 26.12. 1973, Björg- vin Jónsson, f. 18.10. 1909, d. 5.5. 1970, Guðjón, f. 13.3. 1911, d. 12.9. 1992, Kristjana, f. 24.6. 1912, d. 7.4. 1988, maður hennar Ni- kolai Elíasson, f. 24.6. 1912, d. 11.8. 1984, Ingólfur, f. 18.7. 1916, d. 19.8. 1991, kona hans María Guðbjarts- dóttir, f. 6.2. 1920, Lilja, f. 4.10. 1917, Þórunn, f. 23.8. 1920, d. 4.8. 2000, og Dagbjörg, f. 6.12. 1921, maður hennar Guðmundur Ásgeir Jónsson, f. 21.1. 1926, d. 13.6. 1982. Guðmundur starf- aði mestan sinn ald- ur við búskap. Fyrst með föður sínum í Ásmúla og eftir andlát hans með Guðjóni bróður sínum og systur sinni Lilju. Þegar þau systkin hættu búskap fluttu þau að Goðheimum 7 í Reykjavík. Nú síðustu árin hefur Guðmundur verið á Elliheimilinu Grund. Útför Guðmundar verður gerð frá Kálfholtskirkju í Ásahreppi í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Guðmundur, Gvendur, móður- bróðir minn, eins og við kölluðum hann, var bóndi af líf og sál. Hann fet- aði í fótspor afa, var mjög vinnusam- ur og á milli þess sem hann var að sinna skepnunum eða vinna við hey- skap var hann sífellt að gera við hluti, lagfæra og undirbúa það sem fram- undan var. Hann var mikill dýravin- ur. Í Ásmúla var búið með kindur, kýr og hesta. Gvendur var duglegur að temja og hann átti líka sína uppá- halds reiðhesta. Mér er minnisstæð- astur Skjóni, stórglæsilegur gæðing- ur sem var honum kær. Myndin af Skjóna fylgdi Gvendi alla tíð. Á sunnudögum fórum við krakkarnir oft í reiðtúr og þá sá Gvendur til þess að við fengjum þæga og vel búna hesta í ferðirnar. Ég minnist þess eitt sinn þegar ég fór til kirkju með mömmu og Lilju að hann setti gæru- skinn yfir hnakkinn svo betur færi um mig í ferðinni. Við mamma vorum í mörg sumur hjá afa og ömmu. Og eftir lát afa, hjá ömmu, Gvendi, Guð- jóni og Lilju, en mamma hjálpaði til við heyskapinn. Þar voru strákarnir, frændur mínir, einnig, og þeir voru duglegir að hjálpa til við vinnuna. Mig langaði heil ósköp að fá að teyma heylest þegar flutt var hey heim af engjunum. Gvendur lét það eftir mér, hann fór með sína lest á undan og ég fylgdi á eftir. Mér var það ljóst síðar að ég var ekki að létta undir með Gvendi, síður en svo, hann þurfti að passa upp á báðar lestarnar og mig til viðbótar. En hann vildi gleðja mig og leyfa mér að spreyta mig. Þegar dæt- ur mínar fóru að fara með ömmu sinni í sveitina sýndi hann þeim sömu ræktarsemina. Eftir að Gvendur fór á Grund kom upp í hendur mér gamalt bréf þar sem fram kom að Gvendur var að kenna mér að lesa þegar ég var 4-5 ára en þann vetur var ég hjá ömmu minni og afa í Ásmúla. Mér finnst þetta lýsa því vel að hann bar um- hyggju fyrir systkinabörnum sínum. Ég spurði hann um þetta og hann hafði gaman af, en mér er ekki fylli- lega ljóst hvort hann mundi eftir þessu. Öll börn og unglingar, ekki bara systkinabörnin heldur líka snúningakrakkarnir, hændust að Gvendi enda var hann góður félagi. Um 1980 fluttust systkinin til Reykjavíkur. Þeir bræðurnir gátu að sjálfsögðu ekki verið án þess að hafa eitthvað fyrir stafni og fengu sér aðra vinnu. Að starfsdegi loknum sagði Gvendur alltaf að hann hefði það gott og sér liði vel. Maður vissi að sjálf- sögðu að það var ekki alltaf rétt. Vor- ið 2003 flutti Gvendur á Grund. Starfsfólkið þar bar honum mjög gott orð og það var gagnkvæmt. Ein starfsstúlkan sagði það hjálpa honum hversu trúaður hann var. Hann var mjög ánægður með hvað honum var vel sinnt þar. Fram í andlátið var hann jákvæður og brosmildur. Hann sagði stundum „hvað er ég gamall?“ – við svarið hló hann og sagði „ja, hérna, er ég orðinn svona gamall“. Ég og fjölskylda mín þökkum Gvendi með söknuði samveruna en vitum að honum líður vel nú þegar hvíldin er komin. Elsku Lilja og Dæja, ég bið algóð- an guð að gefa ykkur styrk í sorginni. Blessuð sé minning Guðmundar Jónssonar frá Ásmúla. Rut Guðmundsdóttir. Guðmundur Jónsson Vinur okkar Ingvar Christiansen var hóg- vær maður og ákaf- lega hæglátur. Við, sem með látum og bægslagangi krefjumst sífellt meira rýmis fyrir skoðanir okkar og persónu, megum þakka fyrir að hafa átt slíkan vin. Vin sem ævinlega hlustaði, alltaf gaf af gnægtum gest- risni og vináttu. Nú að honum látnum finnum við hvað spor hans eru djúp í minning- unni og hve skarðið sem höggvið var í vinahópinn um síðustu helgi er stórt og óbætanlegt. Æðruleysi Ingvars var með ein- dæmum. Hann var járnsmiður og vann lengi hjá Landsmiðjunni. Hann keypti hlutabréf í því fyrir- tæki til að það mætti lifa, en samt kom að því að Landsmiðjan lagði upp laupana og Ingvar varð at- vinnulaus. Meðan hann var að leita sér að vinnu fór hann á námskeið og lærði m.a. að sjóða fínsuðu. Vinna Ingvar Christiansen ✝ Ingvar Christi-ansen fæddist í Hveragerði 18. september 1944. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut sunnu- daginn 4. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 9. nóvember. bauðst hjá Hitaveit- unni og þar vann hann til æviloka. En hann nýtti sér fínsuðuna til að búa til skartgripi úr silfri, völundar- smíð, sem sýnir líka listrænan fegurðars- mekk sem Ingvar hafði í ríkum mæli. Atvinnuleysi sem ger- ir margan manninn vesælan snéri Ingvar upp í gæfu fyrir sig. Æðruleysi af sama tagi sýndi hann þessi þrjú ár sem hann barðist við krabbameinið. Áfangasigrarnir voru nokkrir og hann festi hugann lengi vel meira við þá en ósigrana. Það var ekki fyrr en nú í lok september sem ég fann að vinur minn var að missa trúna á bata fyrir sig, en sagði með sinni sanngirni og hæg- læti „það læknast ekki allir af krabbameini, fleiri en ég hafa mátt gefast upp“. Að eiga vin eins og Ingvar er gæfa, það vitum við hér á Refsstað, Steini á Unaósi og Palli í Sydney. Fyrir það þökkum við öll. Gíslínu vinkonu, Ingu Þóru, Sirrý, litlu Gíslínu, Óla og litla Hauki Þór sendum við innilegar samúðarkveðj- ur. Ágústa Þorkelsdóttir, Þórður, Þorsteinn, Páll og Skúli. ✝ Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR MAGNÚSSON, Háaleitisbraut 16, Reykjavík, lést þriðjudaginn 20. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Bústaðarkirkju mánudaginn 3. desember kl. 13.00. Ragnheiður Hallgrímsdóttir, Hallgrímur R. Pétursson, Björg Pétursdóttir, Magnús Pétursson, Júlíanna Friðjónsdóttir, Guðfinna Pétursdóttir, Guðmann Bjarnason, afabörn og langafabarn. ✝ Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS FRIÐRIKSSONAR frá Stóra Ósi, Miðfirði. Þorgerður Jónsdóttir, Friðrik Jónsson, Oddrún Sverrisdóttir, Sævar Jónsson, María Gunnarsdóttir, Sólrún Jónsdóttir, Ólafur Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar eigin- konu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐLAUGAR ELÍNAR HALLGRÍMSDÓTTUR, Svertingsstöðum 2, Eyjafjarðarsveit. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheimilunum Kjarnalundi og Hlíð fyrir umönnun hennar. Haraldur Tryggvason, Pétur Haraldsson, Hjördís Pálmadóttir, Tryggvi Geir Haraldsson, Hrefna Hallvarðsdóttir, Sólveig Anna Haraldsdóttir, Hörður Guðmundsson, Hansína María Haraldsdóttir, Hallgrímur Haraldsson, Lára Kristín Sigfúsdóttir, Ágústína Haraldsdóttir, Páll Harðarson, Gunnar Berg Haraldsson, Kristín Bjarnadóttir, Sigrún Rósa Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUTTORMS ÓSKARSSONAR, Sauðárkróki. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar V, Heilbrigðisstofuninni, Sauðárkróki, fyrir einstaka umönnun og hlýlegt viðmót. Ingveldur Rögnvaldsdóttir, Sigríður Guttormsdóttir, Pétur Skarphéðinsson, Ragnheiður Guttormsdóttir, Sigurður Frostason, Elísabet Vilhjálmsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, MARGRÉT GARÐARSDÓTTIR, Ægisíðu 88, Reykjavík, er látin. Garðar Halldórsson, Birna Geirsdóttir, Jón Halldórsson, Ingigerður Jónsdóttir, Halldór Þór Halldórsson, Margrét Pálsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.