Morgunblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING „Í STAÐ þess að vera þátttakandi í alvöru friðargæslu,“ segir Hildur Helgadóttir í síðasta kafla bókar sinnar um tímann sem hún varði með breskri herdeild í Bosníu fyrir níu árum, „leggja eitt- hvað merkilegt af mörkum, gefa af mér, nýta menntun mína og reynslu til góðs, þá hafði þetta að miklu leyti snúist um átök við sjálfa mig í um- gengni við aðra.“ (288) Þessi greining Hildar á veru sinni í Bosníu lýsir líka bók hennar í hnotskurn. Bókin er í senn frásögn mann- eskju sem lendir í tilvistarkreppu eftir sársaukafullan skilnað og opinská lýsing hjúkrunarfræð- ings á hvernig það er að starfa með herdeild við friðargæslustörf. Lesandinn fylgist með Hildi allt frá því að hún ákveður að sækja um sex mánaða starf með bresku her- deildinni og þar til hún lýkur tíma- bili sínu. Henni tekst vel að lýsa því hvílík umskipti það eru fyrir Íslend- ing, fullkomlega fákunnandi um allt sem lýtur að hernaði, skipanakerfi hersins, tignarröð og hugsunar- hætti, að þurfa allt í einu að ganga inn í þennan annars lokaða heim óbreyttra hermanna, liðþjálfa og foringja. Það sem hún lærir í friðar- gæslunni hefur lítið eða ekkert með Bosníu eða Bosníumenn að gera. Hún hefði getað verið með bresku herdeildinni hvar í veröldinni sem er. Herdeildin verður eins og heim- ur út af fyrir sig og allt snýst um hana. Níu ár eru liðin síðan Hildur tók út reynslu sína með breska hernum og á þessum tíma hafa fjölmargir Íslendingar fengið samskonar reynslu af friðargæslu og Hildur lýsir í bók sinni. Það er alltaf dálítið áfall fyrir Íslendinga sem sendir eru til starfa með herdeildum eða sem hluti af þeim að átta sig á því hve framandi og fjarlægur heimur hermanna er. Íslendingar eru iðu- lega hreyknir af því að vera röskir til verka, áreiðanlegir og lítt gefnir fyrir að tvínóna við hlutina. Her- deild (og þetta á kannski sér- staklega við um breska herinn) er hinsvegar ofurseld skipulegu valda- kerfi þar sem stöðugt þarf að huga að rétt- um boðleiðum, og ef eitthvað sameinar menn, þá er það ein- læg fyrirlitning á öllu borgaralegu. Sex mánuðirnir í Bosníu eru í senn við- burðaríkir og við- burðasnauðir. Hildur byggir sjálfstraustið upp smátt og smátt, lærir á hermennina og ávinnur sér virðingu samstarfsmanna og yfirmanna. Það er ný manneskja sem snýr til baka að fáeinum mánuðum liðnum, búin að skipta eigin sársauka út fyrir lífsreynslu sem er að mörgu leyti sársaukafull en líka mikilvægt vega- nesti fyrir framtíðina. Það er hægt að lesa þessa bók sem sjálfshjálpar- og þroskasögu en það er líka hægt að lesa hana sér til fróðleiks um lífið í herdeild við friðargæslu. Ég held að allir sem hafa áhuga á slíkum störfum ættu að lesa bók Hildar Helgadóttur áð- ur en lengra er haldið. Hún gæti losað marga undan ranghug- myndum um hvernig hlutirnir í her- deild ganga fyrir sig: Þar sem lífið getur dögum og vikum saman ein- kennst af bið, hangsi og aðgerða- leysi sem í besta falli er kryddað með valdabaráttu og einstaka hneykslismáli. Hildur reynir ekki að fegra lífið í herbúðunum og þaðan af síður dregur hún einhlítar niður- stöður af reynslu sinni. Í felulitum er vel skrifuð og á köflum mjög skemmtilega stíluð frásögn, blátt áfram og tilgerðar- laus. Friðargæsla sem sjálfshjálp BÆKUR Endurminningar Eftir Hildi Helgadóttur, 292 bls. JPV, 2007. Í felulitum. Við friðargæslu í Bosníu með breska hernum Jón Ólafsson Hildur Helgadóttir Í UPPHAFI bókar er vornótt og við Elliðavatn í kofa einum dreymir svarthærðan strák, Eyvind Þóru- son, dularfulla táknræna drauma sem brjótast um í vitund hans – enda skilaboð úr handanheimi. Þeir ásækja hann í vöku, meðvitað sem ómeðvitað, rekur hann þá fyrir sér, dregur þá upp og skrifar niður. Næmi hans og merking þeirra verð- ur leiðarstef sögunnar – og fléttast þar saman örlög margra og þar á meðal skoskra bræðra sem ekki má rekja hér – þeir eiga sinn stað í sög- unni og verða manni hugstæðir. Eyvindur hefur alist upp hjá ömmu sinni, Hildi smur, sem er sér- stök kella og jafn lagtæk við bíl- vélar sem brúðarkjólasaum. Og við kynnumst Þóru, dóttur hennar, sem hefur búið á Ítalíu frá því drengur- inn var ungbarn. Um sumarmál flytur hún heim til Íslands og vill gerast móðir hans. Sagan ber okkur upp á öræfi þar sem Þóra og Eyvindur gerast skála- verðir á Kili – á slóðum Fjalla – Eyvindar og Höllu. Þar eru bullandi litríkir hverir sem ým- ist „hvissa eða mala“ eða öskra í samhljómi við ýmis tungumál. Við hvert fótmál er að finna magnþrungnar sögur af draugum og tröllum í fjöllum. Ýmsir kveðja dyra í fjallaskálanum á Hveravöllum. Út úr þokunni birtist Njörð- ur kjaftstór „tunnumannfræðingur“ sem kallar Eyvind m.a. „páfugl, pempíu, pjattrófu og punturass“ (121) og ekki má gleyma Vilhelmínu síspyrjandi. Annar kemur við sögu, einhentur er sá og var fylgd- armaður bræðranna frá Reynistað fyrir um tvö hundruð árum. Já, það er ekki allt sem sýnist – í þessari mögnuðu nútímasögu sagnavölvunnar Kristínar Helgu Gunnarsdóttur. Þetta er barnabók – en gott betur! Framvinda sög- unnar, spenna og for- vitni fangar hug les- enda á öllum aldri og drepur sagnaarfinn okkar úr dróma. Stillinn er fjörlegur og leikandi en þjóð- legur. Þegar kveðju- stund rennur upp er að finna sérlega fallegt tregafullt stílbragð. Þar segir „Hofsjökull andaði hljóðri kveðju úr fjarska og úr Öskurhólnum kváðu við drungaleg hróp sem fleygðu sér eftir söndunum. (199) Þetta er frábær bók, reist á sagnahefð, útilegumannasögum og þjóðsögum. Bókina mætti þýða á ýmis tungumál og vonandi verður sagan kvikmynduð. Boðskapur bók- arinn er að í endinum sé upphaf fal- ið. „Þannig er það bara.“ (210) Mögnuð bók – drepur sagnaarf úr dróma BÆKUR Barnabók Eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Mál og menning. 2007 – 210 bls. Draugaslóð Friðbjörg Ingimarsdóttir Kristín Helga Gunnarsdóttir ÞETTA er ævisaga með margvís- legri fjölfræði, auk viðbætis með dulrænum frásögnum, yfir heildina litið langt mál og mikið. Höfund- urinn hefur fengist við margt um ævina og margt reynt og hefur ljós- lega sett sér það markmið að koma lífsreynslu sinni sem ítarlegast á blað. Hann segir frá bernsku sinni og æskuárum fyrir norðan, rekur sjúkrasögu sína á Akureyrarspítala, Kristneshæli og Reykjalundi, bíla- kaup og ferðalög um landið, nám sitt og vinnu, bæði á Reykjalundi og annars staðar, hjúskap og stofnun heimilis, áhuga sinn á ljósmyndun og segir frá fyrirtæki sem hann stofnaði og rak um skeið, en það framleiddi geislamyndir sem hann kallaði svo. Hann segir frá eldgos- unum á síðari hluta liðinnar aldar. Með þeim fylgdist hann grannt, sumpart vegna myndafram- leiðslu sinnar; fremur þó vegna starfa sinna við Háskólann. Hann segir frá áhuga sínum á jurtalyfjum og fyr- irtæki sem hann stofn- aði til að framleiða lúp- ínuseyði. Hann segir frá dulrænni reynslu sinni og annarra, enn- fremur frá Guðspeki- félaginu og Sálarrann- sóknafélaginu þar sem hann gat komið áhuga- málum sínum á fram- færi og deilt þeim með öðrum. Er þá einungis stiklað á stóru. Ljóst er að höfundi hefur verið kappsmál að brjóta til mergjar og lýsa þeim tæknilegu viðfangsefnum sem hann eða aðrir þurftu að leysa hverju sinni. Þannig lýsir hann í þaula hrapallegum læknamistökum á Akureyrarspítala og þjáningum sem á hann voru lagðar þeirra hluta vegna, ágöllum á gamla bílnum sem hann keypti og varð að gera við sjálfur, efna- hvörfum við fram- köllun litmynda, upp- götvun sinni þar að lútandi og einkaleyfis- umsókn sem náði þó aldrei fram að ganga þar sem hann skorti fé til að leggja fram með umsókninni. Síst er að furða þó að misjafnlega hafi tekist að koma þessu margvíslega efni fyrir í einni bók. Höfundur er víða langorður. Með ít- arlegum yfirlestri hefði mátt stytta textann og bæta að mun. End- urtekningar eru nokkrar. En þær reynist mörgum ævisagnaritaranum erfitt að forðast. Þar sem fjöldi manna er nefndur á nafn hefði nafnaskrá stóraukið gagn það sem hafa mætti af bókinni. Fjölfræði BÆKUR Endurminningar Eftir Ævar Jóhannesson. 527 bls. Útg. Bókaútgáfan Skjaldborg. Reykjavík, 2007. Sótt á brattann Erlendur Jónsson Ævar Jóhannesson ÞAÐ er einhver undursamlegur hljómur í ljóðum Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar, einhver birta og styrkur sem erfitt er að skýra. Í nýrri ljóða- bók, Hjartaborg, vísar hann í ljóð Kolbeins Tumasonar um himna- smiðinn og óskina um að ryðja allri sorg úr ,,hjarta-borg“. Ekki þarf að lesa lengi til að sjá að bókin er öðrum þræði saknaðaróður til látinnar eiginkonu skáldsins en jafnframt uppgjör og sáttargjörð Aðalsteins við lífið, guð sinn og tilveruna. Í þessari bók birtast allir helstu kostir Að- alsteins, myndvísi og hljómfegurð textans, næm tilfinning og hugljúf efn- isnálgun. En fyrst og fremst staldr- ar lesandi við þá heildarmynd sem bókin mótar. Skáldið er með þessari bók að takast á við sorg sína og söknuð af mikilli alvöru og það raðar í kringum sig því sem getur hjálpað. Aðalsteinn yrkir um börnin, ættina og ættjörðina, ættarhúsið og um guð og það skjól sem trúin veitir. Hann finnur fyrir máttugri hönd á herðum sér og orðin koma óhikað fram á var- ir hans: ,,Herra, þú hefur aldrei yf- irgefið mig.“ En umfram allt er það einstaklingur hans sem tekst á við sorgina. Eitt fegursta ljóð þessarar bókar er í raun kveðju- ljóð Aðalsteins til konu sinnar, texti við lag eft- ir Sigurð Flosason. Það nefnist Það var skip. Ljóðmælandi stendur við ströndina og horfir á ástina sína sigla burt á skipi ,,með söknuði og von / og svífandi drauma“. En hann stendur einn eftir ,,og þessi strönd /svo hrímgrá og köld / varð heimur minn allur“. Hafið kemur einnig fyrir í öðru kvæði þar sem ljóðmælandi rennur inn í annað sjálf, skipstjóra, sem heldur um stjórnvölinn og heldur fast við sína stefnu. Ég stend af mér storminn stýri eftir slætti hjartans vil finna okkur heimahöfn. Við nánari athugun verður ljóst að hvorugur má af öðrum sjá og við siglum til að gleyma. Harmljóð einsog brimgnýr hafið er skínandi paradís hrannir rísa fyrir stafni. Mörg kvæði eru í þessari bók sem mér finnst vera eftirminnileg, t.d. kvæðið Haustfuglar þar sem sumar- ið flýgur með tveimur svönum suður yfir heiðar: ,,ég sá alla litina týnast / í haustgrárri heiði“. En ekki er síðri þessi sáttargjörð húms og dags sem mér finnst undirstrika svo vel anda bókarinnar: Húmið læðist inn um mjóstu rifur gegnum smæstu göt til að faðma fast að sér síðustu geisla dagsins. Hjartaborg er hugljúf bók um söknuð og hvernig menn takast á við tilveruna eftir missi en frá henni stafar jafnframt mikill styrkur. Mörg ljóðin eru eftirminnileg og gerð af list einfaldleikans. Harmljóð einsog brimgnýr BÆKUR Ljóð Eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Dimma 2007 – 94 bls. Hjartaborg Skafti Þ. Halldórsson Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson TITILPERSÓNURNAR þrjár í fyrstu barnabók færeyska lista- mannsins Bárðar Oskarssonar eru vel þekktar hetjur úr heimi barna- bókmenntanna. Núna leiðist þeim því þær fá ekki að haga sér eins og þær vilja – allt er bannað. Er það ekki einmitt þannig í dag? Allt er orðið svo meðvitað að fullorðna fólkið stjórnar sam- skiptum og vinskap barnanna. Börn mega ekki haga sér eins og þeim er eðlislægt, æfa sig að vera vinir og láta reyna smá á vin- skapinn. Nei, allir eiga að vera góðir – og láta sér leiðast. En eftir vissan skammt af leiðindum þolir hundurinn hvatvísi ekki meira, hann hreinlega springur og geltir eins og vitlaus á köttinn. Skyndilega eru dýrin komin aftur til sjálfra sín – og það er skemmti- legt. Sagan er einföld á yfirborð- inu, en undir því vísar hún í reynsluheim barna, þau skilja að- stæðurnar og tilfinningarnar sem þeim fylgja, og það er styrkleiki bókarinnar. Best finnst mér að bókin réttlætir tilfinningarnar barnanna og hvetur þau til að haga sér eins og þeim er eðlis- lægt. Myndirnar hans Bárðar eru skemmtilegar, en mjög ólíkar því sem við erum vön að sjá í barna- bókum fyrir yngstu lesendurna. Hann er ekki að eltast við nein krúttlegheit og eru t.d allir litir bókar- innar brúntóna og því lítið sem grípur augað strax. Það er mikill húmor í myndunum, svipbrigði dýranna eru dásamleg og segja meira en mörg orð. Líkt og Bárður treystir sínum ungu lesendum til að kafa undir yfirborð textans treystir hann þeim til að rýna í myndirnar, smáatriði þeirra og blæbrigði. Þau heppnu börn sem eignast þessa skemmtilegu bók eiga eftir að vilja lesa hana upp til agna og foreldrar eiga ekki eftir að hafa neitt á móti því. Eða eins og mús- in klára hugsar í lok bókarinnar: „Núna er gaman.“ Aftur til náttúru BÆKUR Barnabók Myndir og texti: Bárður Oskarsson. Mál og menning. 2007. 34 bls. Hundurinn, kötturinn og músin Hildur Loftsdóttir Bárður Oskarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.