Morgunblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 59 Félagsstarf Bólstaðarhlíð 43 | Aðventuskemmt- un 7. des. kl. 17. Söngur og gam- anmál, systurnar Ingibjörg og Sigríð- ur Hannesdætur. Jólasaga, Arnar Jónsson leikari les. Hátíðarsöngvar, Kammerkór Mosfellsbæjar. Jólahlað- borð frá Lárusi Loftssyni. Miðaverð 3.500 kr. Skráning í s. 535-2760 f. 5. des. Breiðfirðingabúð | Félag breiðfirska kvenna heldur jólafund 3. desember kl. 19. Bústaðakirkja | Jólafundur 10. des- ember kl. 19.15 í safnaðarheimilinu. Tilkynna þarf þátttöku fyrir 6. des- ember til Laufeyjar í s. 898-5208 eða Stellu í s. 862-3675. Félagsheimilið Gjábakki | Krumma- kaffi kl. 9. Hana-nú ganga kl. 10. Félagsheimilið Gjábakki | Árlegur laufabrauðsdagur er í dag frá kl. 13. Gestir þurfa að hafa með sér áhöld, hnífa. Samkórinn syngur inn aðventu kl. 14. Kvennakór Kópavogs kl. 15, Skólahljómsveitin kl. 16.15. Hand- verksmarkaður verður frá kl. 13. Heitt súkkulaði og meðlæti. Garðaholt samkomuhús | Jóla- fundur Kvenfélags Garðabæjar verð- ur 4. desember kl. 20. Jóna Hrönn Bolladóttir flytur hugvekju og Ragn- ar Bjarnason flytur jólalög. Fund- arsölunefnd verður með varning til sölu. Kaffinefnd, hverfi 1, 7, 8, 9 og 16 mæti kl. 19. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Snæ- landsskóla, Víðigrund, kl. 9.30-10.30. Uppl. í síma 564-1490. Sjálfsbjörg | Árleg kaffisala og happ- drætti Sjálfsbjargar á höfuðborg- arsvæðinu verður í félagsheimilinu, Hátúni 12, kl. 13. Vinningar m.a. sjón- varpsflatskjár – kvöldverður, gisting og morgunverður fyrir tvo. Vitatorg, félagsmiðstöð | Aðventu- og jólafagnaður verður 6. desember kl. 18 og hefst með jólahlaðborði síð- an verða skemmtiatriði, söngur, dans, upplestur o.fl. Skráning og uppl. í síma 411-9450. Kirkjustarf Dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund | Guðsþjónusta 2. desember kl. 14, í hátíðasal heimilisins. Prestur er sr. Sveinbjörn Bjarnason, org- anisti er Kjartan Ólafsson, Stefán Arngrímsson syngur einsöng. Glerárkirkja | Aðventukvöld kl. 20.30. Ræðumaður Jónas Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Ljósahátíð og söngur. Æskulýðskór ásamt Kór Glerárkirkju leiðir söng. Hallgrímskirkja | Jólafundur kven- félags Hallgrímskirkju verður kl. 14, í Suðursal. Gestur fundarins, Að- alheiður Karlsdóttir, sýnir handunnin sjöl og segir frá starfsemi Kasmir krafts. Sr. Birgir Ásgeirsson flytur hugvekju. Hveragerðiskirkja | Aðventukvöld kl. 20. Gestur kvöldsins verður Guð- rún Ásmundsdóttir leikkona. Guðrún og Kirkjukór Hveragerðis- og Kot- strandarsóknar tengir saman jólin, ævi og tónlist Sigvalda Kaldalóns. Kórstjóri er Smári Ólason. Ferming- arbörn flytja helgiþátt. 60ára afmæli. Á morgun, 2.desember, verður sextug- ur Guðjón Bjarnason. Af því til- efni er ættingjum og vinum boðið að þiggja kaffi í Hænuvík 2. des- ember. Orð dagsins: En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur. (I.Kor. 13, 13.) Alnæmissamtökin á Íslandistanda fyrir dagskrá í dag,1. desember, á alþjóðlega al-næmisdeginum. Guðmundur Arnarson situr í stjórn Alnæmissamtakanna og er einn af skipuleggjendum dagskrárinnar: „Við notum þennan dag bæði til að minnast þeirra sem látist hafa úr Alnæmi, og ekki síður til að minna fólk á hættuna af HIV,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundar má greina hættuleg merki þess að fólk gæti minna öryggis í kynlífi: „Sérstaklega er ástæða til að hafa áhyggjur af ungu fólki, sem gerir sér oft ekki grein fyrir hversu HIV er alvarlegur sjúkdómur. Margir hugsa sem svo að ekki sé jafn- alvarlegt að smitast nú og var fyrir 20 árum. Það er rétt að miklar framfarir hafa orðið í lyfjameðferð, en meðferðin læknar ekki sjúkdóminn heldur verkar aðeins til þess að fresta því að HIV- sjúklingar fái alnæmi. Þá hafa lyfin mjög sterk aukaáhrif á líkamann og getur smit verulega skert lífsgæði.“ Guðmundur nefnir einnig mjög slæma þróun í nýsmiti: „Svo virðist sem kominn sé upp faraldur meðal sprautufíkla á Íslandi, en á þessu ári hafa 6 manns greinst sem smitast hafa með því að deila sprautum með öðrum. Er áríðandi að leita allra leiða til að hjálpa þessum hópi og koma í veg fyr- ir frekara smit, m.a. með því að bæta aðgengi að nýjum og ókeypis nálum,“ segir Guðmundur. „Þá er hlutfall inn- flytjenda hátt í hópi þeirra sem grein- ast með HIV. Þarf að huga að fræðslu og stuðningi við þennan hóp, og tryggja þeim sem allra besta heil- brigðisþjónustu.“ Dagskrá Alnæmissamtakanna hefst kl. 15, með opnu húsi í miðstöð sam- takanna á Hverfisgötu 69. Þar ætlar Margrét Pálmadóttir að syngja fyrir gesti ásamt Maríusi og Gosp- elsystrum. Edda Andrésdóttir og Ótt- ar M. Norðfjörð lesa úr bókum sínum og boðið verður upp á léttar kaffiveit- ingar. „Lagt verður af stað í blysför kl. 18.30 frá Laugavegi 3 og gengið að Fríkirkjunni þar sem tendruð verða kerti í minningu þeirra sem látist hafa úr alnæmi,“ segir Guðmundur. „Í Frí- kirkjunni höldum við stutta athöfn þar sem flutt verður hugvekja, flutt stutt erindi og leikin og sungin falleg tón- list.“ Nánari upplýsingar á www.aids.is. Heilsa | Látinna minnst og vakið til vitundar á alnæmisdeginum Alnæmi er dauðans alvara  Guðmundur Arnarson fæddist á Akureyri 1982. Hann stundaði nám við fram- leiðslubraut MK og starfaði sem þjónn á Fiðlaranum og Humarhúsinu. Hann er nú aðstoð- arverslunarstjóri Dressmann í Smára- lind. Guðmundur var formaður FSS – félags hinsegin stúdenta, en er nú stjórnarmeðlimur í Alnæmissamtök- unum. Foreldrar Guðmundar eru Jó- hanna Guðmundsdóttir húsmóðir og Örn Viðar Birgisson sölumaður. FRÉTTIR árnað heilla ritstjorn@mbl.is 80ára afmæli. Á morgun,sunnudaginn 2. desember, verður Málfríður Þorbergsdóttir, Hamraborg 26 (áður Fífuhvammi 37), áttræð. Hún tekur á móti gest- um eftir kl. 17 á afmælisdaginn á heimili systur sinnar í Lækjarbergi 48, Hafnarfirði. dagbók Í dag er laugardagur 1. desember, 335. dagur ársins 2007 Tónlist Háteigskirkja | Kór Háteigskirkju stendur fyrir árlegum aðventu- tónleikum 2. desember kl. 17. Aðgangur að kórtónleikunum er ókeypis. Kjarni Mosfellsbæ | Jólasöngur og vöfflusala Kammerkórs Mos- fellsbæjar verður kl. 16.20. Einnig koma fram Barnakór Varmárs- kóla, Grýla og hennar fjölskylda og veitingar seldar. Stjórnandi Kammerkórs Mosfellsbæjar er Símon H. Ívarsson. Kvennakór Reykjavíkur | Árlegir aðventutónleikar verða í Grens- áskirkju kl. 17. Stjórnandi kórsins er Sigrún Þorgeirsdóttir og pí- anóleikari Vignir Þór Stefánsson. Neskirkja | Jólatónleikar Lúðrasveitarinnar Svans verða kl. 17. Á efnisskránni eru m.a. Cold Shower eftir Tryggva M. Baldvinsson ásamt jólalögum og léttum lúðrasveitaverkum. Stjórnandi sveit- arinnar er Rúnar Óskarsson. Aðgangseyrir er 1.000 kr. en 500 kr. fyrir námsmenn. Organ | DJ Cheeba er plötusnúður kvöldsins. Myndlist ART 11 | Berglind H. Hilmarsdóttir og Kristín Tryggvadóttir sýna nýjustu málverk sín á vinnustofu ART 11, Auðbrekku 4, Kópavogi. Opið á laugardögum og sunnudögum kl. 13-17. Gallerí Ágúst | Einkasýning Magneu Ásmundsdóttur, Á ferð stend- ur yfir til 29. des. Magnea sýnir ljósmyndir, myndbandsverk og inn- setningar með blandaðri tækni. Opið miðvikudaga – laugardaga kl. 12-17 og eftir samkomulagi. Hallgrímskirkja | Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju 2007. Land ég sá, opnun sýningar Arngunnar Ýrar í forkirkju Hallgrímskirkju í dag kl. 14. Við opnunina syngur Berglind Björgúlfsdóttir forna að- ventusöngva. Sýningin markar upphaf 26. starfsárs Listvinafélags Hallgrímskirkju. listvinafelag.is Korpúlfsstaðir, vinnustofur | Sýningin Metir er samsýning 22 listamanna í stóra sal á efri hæð, ásamt opnum vinnustofum kl. 13- 17. Sýningin stendur aðeins þessa einu helgi, laugardag og sunnu- dag. Á Korpúlfsstöðum starfa um fjörutíu myndlistarmenn og hönnuðir. Rithöfundar lesa úr bókum sýnum og kaffisala er á staðnum. Leiklist Leikfélagið Peðið | Frumsýnir jólaleikritið Tröllaperu á Grand Rokk eftir Jón Benjamín Einarsson. Leikstjóri er Guðjón Sigvaldason. Leikritið beinir sjónum að Grýlu og Leppalúða, börnum þeirra jóla- sveinunum og gestum og er með lögum eftir Björgúlf Egilsson. Uppákomur Norræna húsið | Hönnunar- og handverksmarkaður verður í sýn- ingarsal í kjallara hússins kl. 12-17. Íslenskir hönnuðir og hand- verksmenn selja handverk. Jólaglögg og veitingar verða seldar á staðnum. Heimilisiðnaðarfél Íslands | Nethyl 2E. Jólamarkaður 2. des. kl. 14-18, með handgerðum munum til sölu. Heitt súkkulaði og pip- arkökur. Mannfagnaður SÁÁ félagsstarf | Bingó í Von Efstaleiti 7, 2. des. kl. 16. Fyrirlestrar og fundir Alnæmissamtökunum á Íslandi | Opið hús á hjá Alnæmissamtök- unum á Íslandi í tilefni alþjóðlega alnæmisdagsins kl. 15-18. Kaffi og meðlæti. Framsókn í Reykjavík | Opið hús verður kl. 11-13, á Hverfisgötu 33. Björn Ingi Hrafnsson ræðir um borgarmálin. Guðni Ágústsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson fjalla um nýútkomna bók. Kaffi og meðlæti í boði. Kringlan | Alþjóðlegi alnæmisdagurinn – 16 daga átak. Alnæm- isbörn: Gefðu skjól, fjársöfnun verður í Kringlunni kl. 10-18, til að aðstoða ungar mæður og börn þeirra á stríðshrjáðu svæði í Norð- ur-Úganda. Kvenfélagið Fjallkonurnar | Jólafundur verður í safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju 4. desember kl. 19.30. Jólamatur og jóla- sveinninn kemur. Munið eftir pökkunum. Uppl. hjá Hildigunni s. 557-2002 og Binnu s. 557-3240. Fréttir og tilkynningar AA-samtökin | Neyðarsími AA-samtakanna er 895-1050. Kringlukráin | París félag þeirra sem eru einir heldur desem- berfundinn kl. 11.30. Nýir félagar vélkomnir. Börn Dimmuborgir | Jólasveinarnir taka vel á móti gestum á Hallarflöt í Dimmuborgum í Mývatnssveit alla daga í desember kl. 13-15. Norræna húsið | Aðventudagskrá verður haldin fyrir börn í bóka- safni hússins kl. 13. Lesin verða norræn jólaævintýri sem þýdd hafa verið á íslensku og sungin verða jólalög. Auk þess kemur í heim- sókn norskur stúlknakór sem syngur fyrir gestina. Hlutavelta | Þessir duglegu bræður og vinir úr Lundarreykjadalnum og Borgarnesi héldu tvær tombólur í Borgarnesi í sumar og söfnuðu 23.000 kr. og færðu Rauða krossinum ágóðann. Þeir eru: Arnar Þórs- son, Egill Þórsson, Friðrik Þórsson, Kári Gíslason og Rúnar Gíslason. RAUÐI kross Íslands minnir á þann mikla vanda sem alnæmi hef- ur skapað í fátækustu samfélögum heims. Nú er talið að milli 30 og 40 milljónir manna séu smitaðar af al- næmisveirunni og mun fleiri líði vegna alnæmis, til dæmis um 4,6 milljónir barna í sunnanverðri Afr- íku sem orðið hafa munaðarlaus. Í dag, laugardaginn 1. desem- ber, frá kl. 14 til 16 mun Ung- mennahreyfing Rauða krossins selja rauð alnæmismerki í Smára- lind sem búin eru til af fólki sem tekur þátt í sjálfshjálparhópi smit- aðra á vegum Rauða krossins í Malaví og rennur allur ágóði af sölunni til hópsins. Stjórn félagsins samþykkti ályktun á fundi sínum 16. nóvem- ber sl. þar sem segir meðal annars: „Athygli er vakin á því starfi sem unnið er innan Rauða kross hreyf- ingarinnar til að aðstoða fólk vegna alnæmis og koma í veg fyrir frekara smit. Rauði kross Íslands styður starf sjálfboðaliða og starfs- fólks Rauða krossins í Malaví, Mósambík og Suður-Afríku þar sem heimamenn aðstoða þá sem líða vegna alnæmis. Rauði kross Íslands hvetur ís- lensk stjórnvöld til vinna að fram- gangi þúsaldarmarkmiða Samein- uðu þjóðanna um að bæta heilsufar fólks í fátækustu ríkjum heims. Sérstaklega er bent á markmiðin um að snúa við útbreiðslu alnæmis fyrir árið 2015 og að vinna að því að veita fátækum þjóðum aðgang að mikilvægum lyfjum.“ Rauð merki til að minna á Alþjóðlega alnæmisdaginn GEÐHJÁLP mun halda fræðslu- fund um félagsfælni á laugardag, 1. desember, í húsnæði sínu á Tún- götu 7 í Reykjavík, kl. 14. Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir mun flytja erindi um sjúkdóminn og auk þess munu fulltrúar úr sjálfs- hjálparhóp Geðhjálpar um fé- lagsfælni segja frá reynslu sinni og leiðum til þess að ná bata. Fræðslufundur um félagsfælni ♦♦♦ OPIÐ HÚS FLJÓTSMÖRK 6-12, HVERAGERÐI ÓKEYPIS ÍS FRÁ TOPP-ÍS Í HVERAG. FYLGIR EFTIR SKOÐUN Stórglæsileg nýleg 4. herbergja íbúð, nr. 305 Upplýsingar í 694 3401 í dag laugardag kl. 15 - 16:30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.