Morgunblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ RagnheiðurIngibjörg Ás- mundsdóttir fæddist á Hvítárvöllum í Borgarfjarðarsýslu 23. ágúst 1920. Hún lést á Landspítala í Fossvogi hinn 21. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ás- mundur Jónsson, f. 27. apríl 1896, d. 4. desember 1967, og Jónína Kristín Ey- vindsdóttir, f. 26. janúar 1901, d. 13. september 1982. Ragnheiður giftist 1. nóvember 1941 Jóhanni Kr. Jóhannessyni, f. 10. nóvember 1914, d. 2. nóvember 1995. Börn þeirra eru: 1) Ásmund- ur, f. 17. apríl 1941, kvæntur Rúnu Diðriksen, hann á sex börn, 2) Dóttir, f. 13. maí 1942, d. 26. júní 1942, 3) Jóhannes Gylfi, f. 16. maí 1943, kvæntur Ásu Guðmunds- dóttur, hann á fimm börn, 4) Ragnar Björn, f. 13. október 1944, kvæntur Sæunni Jónsdóttur, þau eiga tvær dætur, 5) Jó- hann Már, f. 18. október 1946, kvæntur Guðrúnu Sigurbentsdóttur, þau eiga þrjú börn, 6) Gísli Margeir, f. 20. nóvember 1949, hann á fjögur börn, og 7) Tryggvi, f. 17. október 1952, kvæntur Sesselju Björnsdóttur, hann á fjögur börn. Ragnheiður og Jóhann bjuggu allan sinn búskap í Borgarnesi, fyrst í húsi sem nefnt er Klettur og síðan á Bröttugötu 4b. Ragnheiður ólst upp í Dal í Borgarnesi og var oft kennd við það hús, en síðar var hún kölluð Ragga í Klett eins og gerðist í þá daga. Afkomendur og makar þeirra eru 74, svo hópurinn er stór. Útför Ragnheiðar fer fram frá Borgarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Það var milt og fallegt vetrarveður þegar tengdamóðir mín kvaddi þenn- an heim og fjörðurinn okkar spegil- sléttur. Hún kvaddi eins og hún hafði sjálf óskað sér að fara, að þurfa ekki að vera lengi rúmföst, og alls ekki upp á aðra komin, það gat hún ekki hugsað sér. Það er svo ótal margs að minnast eftir 44 ára samveru og lengstan hluta þess tíma í sama húsi. Þú og Jói þinn á efri hæðinni og við niðri. Síðar þegar Jói veiktist skiptum við og þú fluttir þig niður. Það verður skrítin tilfinning að heyra engan umgang og það meira að segja fram eftir nóttu, því báðar vorum við óttalegir nátt- hrafnar. Þú lást í skáldsögum og ætt- fræðibókum, ég bara í skáldsögum og hafði ekki nokkurn áhuga á ættfræð- inni sem þú gast þulið afturábak og áfram án þess að líta í bók, þvílíkt minni. Við áttum fleira sameiginlegt en að vera nátthrafnar og liggja yfir bók- um, hög í höndum gat hvorug okkar talist og við flissuðum stundum að því að ekki yrði hægt fyrir barnabörnin okkar að minnast okkar í greinum fyrir að hafa prjónað svo og svo mörg sokkaplögg eða rósavettlinga. Eða allar pönnukökurnar, þú slettir þó oft í pönnsur, svo þú hafðir vinninginn mín kæra. En þú hafðir annað sem var svo miklu miklu meira virði. Þú varst sú besta amma sem hægt var að hugsa sér. Þó sagðir þú einhvern tímann að þú hefðir aldrei verið mikið fyrir börn, en samt gast þú endalaust leik- ið og sagt sögur. Þú hefðir orðið góð- ur barnabókahöfundur hefðirðu fengist til að skrifa niður sögurnar þínar. Þá var gamli kistillinn vinsæll með einföldum leikföngum fyrri tíma, leggjum, hornum og tvinnakefl- um. Ég veit fyrir víst að mínar dætur eiga eftir að sakna þess að geta sagst ætla að kíkja aðeins niður til ömmu, og gleymt sér svo þar, því þú gast sko talað mín kæra og barnabörnin mín öll fimm voru varla komin inn úr dyr- unum hjá okkur þegar þau vildu fara niður til löngu sinnar, og þá voru oft- ar en ekki tekin niður talgleraugun og lesgleraugun sett á nefið, lesið fyr- ir þau, spilað, leikið og sungið. Já, þú varst mikið elskuð. Söngurinn var þitt yndi og starf- aðir þú í áratugi með kirkjukórnum og prófaðir líka að bregða fyrir þig leiklistinni hér fyrr á árum. Já, það var oft kátt í höllinni á kirkjuholtinu þegar strákarnir þínir og fjölskyldan öll var saman komin, þá var oftar en ekki sungið dátt og sagðar sögur. Frásagnargleði þín var í sérflokki og alla tíð varstu drifkraft- ur gleði og glaðværðar, og alltaf boð- in og búin að rétta hjálparhönd. Það vil ég þakka fyrir hönd okkar allra. En skaplausar vorum við ekki í þessu húsi, stundum hvessti og hrikti í en fyrirgefningin var yfirleitt ekki langt undan. Þín er sárt saknað elsku Ragga af okkur öllum en við munum ylja okkur við allar góðu minningarnar. Hvíl í friði og hafðu þökk fyrir allt og allt. Sæunn (Sæa) Elskuleg tengdamamma mín er fallin frá. Hún kvaddi aðfaranótt 21. nóv. eftir stutta legu á Landspítalan- um í Fossvogi. Ragga var afar skemmtileg kona og mjög lífsglöð. Að kvarta var ekki hennar „bolli af tei“, hún einblíndi á kosti fólks, dvaldi ekki við leiðindi og rak auðveldlega augun í skoplegar hliðar hluta eða viðburða. Ragga hafði mikinn áhuga á mat- reiðslu og bakstri. Hún hafði verið á húsmæðraskóla á yngri árum en þótt áhugi væri til frekara náms á þeim tíma leyfðu aðstæður það ekki. Hún hitti þá elsku Jóa sinn og saman hófu þau farsælt líf, eignuðust sjö börn. Tengdapabbi féll frá 2. nóv. 1995. Ragga var ótrúlega minnug á nöfn og ártöl enda ættfræðin hennar ær og kýr. Eitt sinn vantaði Ragnheiði, dóttur mína, upplýsingar um nöfn forfeðra Jóa afa, fyrir skólaverkefni. Þá lá beint við að hringja í ömmu. Amma setti í gírinn og símtalið tók hátt í klukkutíma. Ragnheiður sagði eftir það hálfhissa: „Ég ætlaði bara að vita hvað langömmur og langafar mínir hétu.“ Öll elskuðum við hana, barnabörn- in ekki síst, enda komu þau ekki að tómum kofunum hjá henni. Barna- dótið beið alltaf uppraðað í þvotta- húsinu og svo lék amma við þau, sagði þeim sögur og hafði alltaf tíma fyrir hvern og einn. Eitt sinn þegar kosningar voru í Nesinu bakaði Ragga mín pönnsur og fór með á allar kosningaskrifstof- urnar handa fólkinu sem þar vann. Á þeim tíma tengdust hún og hennar fólk flestum flokkum sem í framboði voru nema einum, en hann fékk auð- vitað líka, því ekki mátti skilja neinn útundan. Þetta var mín kona, alltaf heil og sönn. Þegar aldurinn færðist yfir kaus hún að vera heima. Hún var þakklát þeirri heimahlynningu sem hún fékk síðustu árin og hrósaði þeim af ein- lægni. Ragga bjó á neðri hæðinni hjá Birni syni sínum og Sæunni tengda- dóttur. Henni fannst það mikið lán og þau og dætur þeirra voru henni alltaf innan handar og kunnum við Ási þeim sérstakar þakkir fyrir. Að lokum þakka ég tengdamömmu minni dýrmæta samfylgd í 30 ár. Rúna Didriksen. Mikið er allt einkennilega tómlegt án þín elsku amma mín. Það kom ein- hver verkur hérna í hjartanu, sagði Alexandra litla langömmustelpan þín, og verkurinn í hjartanu mínu varð miklu meiri þegar hún sagði þessi orð. Ég á eftir að sakna þín svo mikið og það verður svo skrítið að geta ekki sagt við pabba og mömmu: „Ég ætla að kíkja niður til ömmu,“ og gleyma sér svo hjá þér í eldhúsinu við sögur frá því þegar þú varst lítil eða liggja saman uppi í rúmi og stúdera daginn og veginn og gefa mér góð ráð. Ég kveið einhvern tíman fyrir því að hún Viktoría okkar væri að verða unglingur, þá gastu nú ráðlagt mér sitt af hverju enda áttuð þið afi sex stráka og þú vissir sko aldeilis hvernig ætti að ala upp börn. Nú veit ég ekki hvernig við Viktoría eigum að takast á við sorgina. Mér fannst alltaf best að kúra inni í svefnherbergi því að þar var alltaf svo hlýtt og notalegt, þar fóru um- ræðurnar alltaf á flug, meira að segja þegar ég var lítil þá lágum við oft saman uppi í rúmi og sögðum hvor annarri sögur. Skemmtilegustu sög- urnar voru um Kalla kisu. Svo þegar frændsystkinin frá Reykjavík komu í heimsókn í Nesið vildi ég endilega að þú segðir þeim Kalla kisu-sögurnar sem þú sagðir mér en þá urðu þær aldrei eins þannig að alltaf fékk ég að heyra nýja og nýja sögu. Oft langaði þig til að skrifa niður sögurnar sem þú sagðir okkur krökkunum en því miður varð ekkert af því. Þú hefðir orðið frábær barnabókahöfundur. Nú eftir að ég varð fullorðin þá komst þú til mín á Selfoss í nokkra daga í senn, þá skemmtum við okkur vel, t.d. tókum við okkur góða bíltúra um Gull-hreppana og þér fannst svo gaman að því hvað Björgvin vissi mikið um sveitina sína. Ég veit ekki hvernig ég á að vera án þín, ég hef alltaf verið með þér, fæddist meira að segja í svefnher- berginu þínu. Ég á eftir að sakna þín svo ofsalega mikið og hvernig á ég að segja Birni Jóel, 3 ára langömmust- ráknum þínum, að þú sért ekki leng- ur niðri hjá ömmu og afa þegar við förum í Borgó? Það fyrsta sem börn- in mín segja alltaf þegar þau koma í Nesið er: „Megum við fara niður til löngu?“ Elsku besta amma mín, þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og börnin mín, þú hefur alltaf verið mér fyrirmynd, trúnaðarvinur, stoð og stytta. Elsku amma, ég veit að þér líður Ragnheiður Ingibjörg Ásmundsdóttir ✝ Óskar Hálf-dánsson fæddist í Bolungarvík 2. febrúar 1942. Hann varð bráðkvaddur í Bolungarvík 24. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans eru hjónin Petrína Halldóra Jónsdóttir frá Bolungarvík, f. 25. september 1918 og Hálfdán Ein- arsson skipstjóri frá Bolungarvík, f. 25. febrúar 1917. Systk- ini Óskars eru Einar, f. 1939, Anna Jóna, f. 1940, Sigríður Lovísa, f. 1944, d. 1948, Sigríður Jónína, f. 1947 og Jóhanna, f. 1951. Óskar kvæntist 21. maí 1966 Karitas Hafliða frá Hnífsdal, f. 5.3. 1945. Foreldrar hennar eru Níels- ína Þorvaldsdóttir frá Hnífsdal, f. 18.8. 1927, og stjúpfaðir Benedikt Valgeir Jakobsson vélstjóri, frá Reykjafirði, f. 23.9. 1925, d. 21.1. 1990. Börn Óskars og Karitasar eru: 1) Benedikt Níels tölvunar- fræðingur, f. 5.2. 1965, sambýlis- kona Heiðrún Helgadóttir við- 6.5. 1973, sambýlismaður Guð- mundur Bjarni Björgvinsson rekstrarstjóri, f. 17.10. 1972, son- ur þeirra er Einar Freyr, f. 27.3. 2003. Óskar ólst upp ásamt systkinum hjá foreldrum sínum í Bolung- arvík . Um 8 ára aldur fór Óskar fyrst í sveit á Hóli í Bolungarvík, og átti þar mörg yndisleg sumur. Hann byrjaði ungur að fara til sjós með föður sínum, fyrst 1953 og var svo með honum samfellt í 6 ár frá 1957-1963. Síðar hóf hann störf við smíðar hjá Jóni Fr. Ein- arssyni byggingaverktaka í Bol- ungarvík. Hjá honum starfaði hann þar til Jón hætti rekstri, en þó með hléum því hann sagði aldr- ei alveg skilið við sjómennskuna. Hann var nokkur ár á sjó með Magnúsi Snorrasyni á Arnþóri ÍS og með Vagni M. Hrólfssyni á Hauki ÍS. Síðustu árin vann hann við verslunarstörf hjá Vélvirkj- anum sf. í Bolungarvík. Óskar var mjög virkur í ýmiskonar fé- lagsstörfum, einna helst í björg- unarsveitinni Erni í Bolungarvík en einnig í Ungmennafélagi Bol- ungarvíkur og Verkalýðsfélagi Bolungarvíkur. Útför Óskars verður gerð frá Hólskirkju í Bolungarvík í dag og hefst athöfnin klukkan 14. skiptafræðingur, f. 17.2. 1970. Dóttir þeirra óskírð, f. 17.10. 2007. Fyrrver- andi eiginkona Ragn- heiður H. Jónsdóttir, börn hennar: Jón Skúli Traustason og Helga Guðmunds- dóttir. 2) Hálfdán stýrimaður, f. 31.3. 1966, unnusta Rósa Sigríður Ásgeirs- dóttir, f. 27.2. 1968, börn Hálfdáns eru: a) Áslaug Katrín, f. 16.11. 1989, móðir Guðrún Benný Finnbogadóttir, b) Magnús Óskar, f. 15.1. 1997, móðir Guðný Magn- úsdóttir, c) Anna Kristín, f. 22.1. 1997, móðir Drífa Birgitta Gunn- laugsdóttir. 3) Ingibjörg klæðskeri og fatahönnuður, hún á tvær dæt- ur með fv. sambýlismanni sínum, Páli Vigni Magnússyni, þær eru: a) Karitas Guðrúnu, f. 9.3. 2000, og b) Írisi Mjöll, f. 8.6. 2001. Sam- býlismaður Guðmundur S. Brynj- ólfsson bókmennta- og leik- húsfræðingur, f. 20.11. 1964. 4) Halldóra viðskiptafræðingur, f. Ég kveð í dag ástkæran föður minn. Elsku pabbi, kallið kom heldur snöggt hjá þér og fyrirvaralaust. Ég held við séum fæst búin að átta okkur á því að þú ert farinn, að minnsta kosti ekki ég. Ég bíð þess enn að þú birtist, finnst þú bara vera rétt ókom- inn úr einhverri gönguferðinni. Það var alla jafna viðkvæðið er maður spurði eftir þér, þá var svar mömmu ætíð á þá leið að pabbi hefði farið út í göngutúr eða á gönguskíði upp á heiði, eða á snjósleða út í Skálavík til að líta til eftir sumarbústaðnum. Huggun harmi gegn, þá varstu þó staddur þar sem þú undir þér vel og að gera það sem þér þótti mjög skemmtilegt. Þú varst fyrirmyndar faðir og lifðir samkvæmt formúlunni um heilbrigt og heilsusamlegt líf, bæði í mataræði og hreyfingu. Það er því óskiljanlegt að þér hafi ekki verið gefinn lengri tími hér á jörðu, en kannski er þér umbunað með því að njóta þeirra for- réttinda að fara svo snögglega. Þetta er samt ansi erfitt fyrir okkur sem eftir sitjum, að hafa ekki fengið að kveðja þig hinsta sinn. Þetta var líka alltof snemmt, efri árin voru rétt að byrja hjá þér og brátt hefðir þú getað eytt öllum þínum tíma í útivistina sem gaf þér svo mikið. Í uppeldinu lagðir þú meðal ann- ars mikla áherslu á vinnusemi, reglu- semi og stundvísi sem hefur verið mér gott veganesti út í lífið. Einnig smitaði mig áhugi þinn á íþróttum og útivist. Ég á margar ljúfar minning- ar um okkur á skautum fram á Syðri- dalsvatni, á skíðum upp í Tröð, fram í Hvolum eða upp á heiði, á snjósleða, í fótbolta úti á túni, í berjamó út í Skálavík, að veiða í ánni og svo voru nú ófáar fjallgöngurnar sem við fór- um í, bæði lengri og skemmri. Ég vil þakka þér fyrir allar þær stundir sem þú hefur gefið mér og fjölskyldu minni. Þú varst barngóður með meiru og vildir allt fyrir barna- börnin þín gera. Það er sárt að vita til þess að Einar minn eigi ekki eftir að njóta nærveru þinnar meir, hann naut þess sérstaklega vel að heim- sækja ykkur mömmu út í Skálavík. Mér fannst þú oft vera sérvitur og mikill sveitamaður í þér að vilja hvorki né hafa þörf fyrir að fara eitt- hvað annað en út í Skálavík. Hin seinni ár tel ég mig samt hafa náð þeim þroska að skilja hvers vegna. Aðalatriðið er auðvitað að vera þar sem manni líður vel, á stað sem er fallegur og nærir mann bæði andlega og líkamlega og auðvitað með þeim sem manni er annt um. Þetta allt uppfyllti Skálavíkin í þínum augum, þú þurftir ekki að leita langt yfir skammt eins og mörg okkar í dag sem halda að grasið sé grænna hin- um megin. Ég veit þú ert á góðum stað núna og í góðum félagsskap og það allt hjálpar mér að takast á við sorgina sem þessu fylgir. Það verður öðruvísi að koma heim þegar þú ert ekki leng- ur til staðar, en minningin um þig er ljós í lífi okkar. Elsku mamma, ég bið góðan Guð að veita þér þann styrk sem þú þarft á að halda til að komast yfir þetta áfall. Guð veri með okkur öllum og leiði okkur erfið spor. Hvíl í friði, elsku pabbi. Þín dóttir, Halldóra. Elsku pabbi. Það var sárt að frétta að þú hefðir þurft að kveðja okkur svona skyndilega. Þú varst á leið í enn eina gönguferðina en í þetta skiptið varð ekkert af henni. Ég er viss um að tilgangurinn er einhver og að hann eigi eftir að koma í ljós. Þú varst góður faðir, þú ert fyr- irmynd mín í að vinna verkefni skipulega, vandlega og af heilindum. Uppeldi þitt á mér einkenndist af hæversku og umhyggju, þú sagðir ekki mikið en stundum kom það fyrir að þér líkaði alls ekki það sem ég ætl- aði mér, t.d. að ganga yfir nokkur snjóflóð í Óshlíð til að komast á ball á Ísafirði. Ég lét mér ekki segjast í það skiptið en gerði það þó oftast. Þú tókst okkur bræðurna 6 og 7 ára með þér í rækjutúr á spegilslétt Ísafjarðardjúpið á bátnum Arnþóri. Tólf og þrettán ára fórum við með þér á handfæri þegar þú fékkst trill- una Tíma lánaða hjá afa á Bökk. Það voru stoltir feðgar sem sigldu inn fyrir brimbrjótinn að loknum veiði- ferðunum dag eftir dag, gott fiskirí og vænn þorskur. Þú fékkst greinilega eitthvað af berjamós- og kartöflugenum for- eldra þinna. Minnisstæðar eru berja- mósferðirnar sem við fjölskyldan fórum með þér í ásamt ömmum og öfum og/eða fjölskyldum systkina þinna. Fjölskyldan kom stolt heim með fullar fötur af aðalbláberjum. Bolvísk börn og unglingar nutu mjög góðs af kröftum þínum við störf í gegnum UMFB við skíðalyftuna sem færð var á milli Traðar, Hvols og Skálavíkurheiðar eftir snjóalög- um og árstíma. Þessi dugnaður og þrautseigja ykkar UMFB-manna þessi ár, m.a. við öll skíðamótin sem þið hélduð, lagði grunninn að mörg- um góðum skíðamanninum. Björgunarsveitin Ernir naut krafta þinna og útsjónarsemi. Þú lagðir þig mikið fram við björgunar- sveitarstörfin, menn gátu treyst því að þú mættir á fundi, æfingar, í út- köll, gæslu- og fjáröflunarstörf. Það var mér mikils virði og góð reynsla að þú leyfðir mér að koma með ykkur á æfingar, sérstaklega í snjósleða- og snjóbílaferðir, t.d. páskaferðina á Drangajökul. Mér er sérstaklega minnisstæð stórslysaæfingin í Hól- unum, þar lék ég lík og reyndi mikið á þolinmæði björgunarmanna hversu þögull ég var yfir því hvar ég væri slasaður. Öllum þeim sem kynntust þér varð ljóst að Skálavík var þér mjög kær, það kæmi þér ekki á óvart ef hún yrði valin fallegasti staður á jörðinni. Það var gaman að hjálpa ykkur Tryggva við uppbyggingu Breiðabóls, sem þú Óskar Hálfdánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.