Morgunblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LJÓSIN verða tendruð á Ósló- artrénu á Aust- urvelli á morgun, sunnudag, klukk- an 16. Rúm hálf öld er síðan Norðmenn færðu Íslendingum í fyrsta sinn jólatré að gjöf og að venju haldið upp á það. Lúðrasveit Reykjavíkur hefur dagskrána kl. 15.30 með því að spila jólalög. Dómkórinn og norski kórinn Majorstuen taka svo lagið. Því næst mun Knut Even Lindsjörn, formaður borgarstjórn- arflokks Vinstri grænna í Ósló, færa borgarstjóra, Degi B. Egg- ertssyni og öðrum Reykvíkingum tréð að gjöf og fær hinn 10 ára gamli norsk-íslenski Árni Óttar Halldórsson þann heiður að kveikja ljósin á trénu. Að því loknu verða skemmtiatriði og jólasveinar mæta á svæðið að venju. Athygli skal vakin á því að dag- skráin verður túlkuð á táknmáli. Ljósin kveikt á Óslóartrénu Í TILEFNI af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi, sem nú er hald- ið í fjórða sinn á Íslandi, stendur Kvenréttindafélag Íslands fyrir há- degisfundi á Kaffi Cúltúra í sam- vinnu við Alþjóðahúsið næstkom- anir mánudag, 3. desember, kl. 12. Efni fundarins er mansal á Íslandi. Flutt verða þrjú erindi: Margrét Steinarsdóttir, lögfræðingur Al- þjóðahúss, flytur erindið: Er man- sal á Íslandi? Þorbjörg I. Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður ræðir tengsl vændis og mansals. Sigríður Frið- jónsdóttir saksóknari fjallar um nýja löggjöf varðandi mansal. Fundurinn er öllum opinn. Ræða mansal MENNTARÁÐ Reykjavíkur hefur ákveðið að skipa starfshóp til að skoða heimanám grunnskólabarna, sérstaklega í samhengi við viðbót- astund í 2.-4. bekk. Viðbótastund- inni var ætlað að gefa nemendum kost á heimanámi í skólanum og að brúa bilið milli skóla- og frístunda- vistar. Meðal foreldra og kennara eru skiptar skoðanir um hvort skóladagurinn sé of langur fyrir yngstu börnin. Starfshópurinn mun efna til opinna funda með for- eldrum og kalla fram öll sjónarmið. Heimanám skoðað LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur heimilað innflutning á not- uðum fjósbúnaði, innréttingum og mjaltakerfi, frá Danmörku til nota í fjósi sem er í byggingu hér á landi. Fram kemur á heimasíðu Lands- sambands kúabænda að í stuttu máli sé ferillinn þannig að umsókn er send til ráðuneytis landbúnaðarmála sem biður LBS um umsögn. Krafist er sótthreinsunar búnaðarins í upp- runalandi, sem tekin er út og vottuð af dýralækni þar í landi. Dýralæknir sem vottar hreinsun sendir ljós- myndir til LBS af búnaðinum. Sé stofnunin sátt við verkið gefur hún grænt ljós á innflutninginn af sinni hálfu. Ráðuneytið gefur þá heimild til innflutnings. Tollskýrsla er ekki stimpluð fyrr en viðkomandi héraðs- dýralæknir hefur tekið búnaðinn út og er sáttur við hreinsun. Morgunblaðið/Þorkell Fjósbúnaður frá Danmörku Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is RJÚPNAVEIÐIN var almennt dræm á nýliðnu rjúpnaveiðitímabili, en því lauk í gær. Leyfðar voru veið- ar í 18 daga í nóvember en bannað var að veiða frá mánudegi til mið- vikudags í viku hverri. Náttúru- fræðistofnun Íslands hvetur rjúpna- veiðimenn til að skila þangað vængjum af veiddum rjúpum í þágu rannsókna. Undir lok veiðitímans höfðu fáir vængir skilað sér. Sölubannið virkar vel Áki Ármann Jónsson, forstöðu- maður veiðistjórnunarsviðs Um- hverfisstofnunar (UST), sagði að sér sýndist rjúpnaveiðin hafa verið treg og heldur minni en í fyrra. Það markaði hann af færslum í rafræna veiðidagbók UST og eins af orðum veiðimanna. Þetta er þriðja árið sem rjúpna- veiðimönnum býðst að færa veiði sína í rafrænu veiðidagbókina. Áki sagði færslurnar sýna að laugardag- ar væru tvöfalt vinsælli til veiða en sunnudagar og svo hefði verið öll ár- in. Bann við sölu á rjúpum og rjúpna- afurðum hefur skilað ótrúlega góð- um árangri, að mati Áka. Hann sagði að á skilavef veiðiskýrslna byðist skotveiðimönnum að taka þátt í skoðanakönnun. Eftir síðasta veiðiár bauðst mönnum að merkja við hvort þeir neyttu sjálfir rjúpna sem þeir veiddu, gáfu þær eða seldu. Menn sem veiddu samtals um 42 þúsund rjúpur árið 2006 svöruðu könnun- inni. Þar af höfðu um 33.500 rjúpur farið til eigin neyslu veiði manna, um 7.800 rjúpur höfðu verið gefnar en aðeins 726 rjúpur verið seldar. Ólafur Karl Nielsen, fuglafræð- ingur og rjúpnasérfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sagði að almennt hefði rjúpnaveiðin verið mjög treg í haust. Menn segðu sömu sögu hringinn í kringum landið, þeir hefðu séð mjög lítið af rjúpu og náð fáum. Veiðar byrjuðu seinna nú Ólafur taldi þetta að einhverju leyti helgast af því að veiðar byrjuðu seinna nú en venjulega. Dagur orð- inn styttri og búið að snjóa í fjöll þegar veiðin hæfist. Því var viðbúið að fuglinn væri eitthvað dreifðari. Einnig hefði viðrað illa til veiða suma daga sem veiðar voru leyfðar. „Við erum í mesta basli varðandi vængjasöfnunina,“ sagði Ólafur, en hann hefur lesið úr rjúpnavængjum í þágu rannsókna sinna. Hann sagði stefnt að því að ná a.m.k. 400-500 vængjum úr hverjum landshluta, eða vængjum af 2-3 þúsund rjúpum alls. Nú hefðu aðeins borist vængir af 361 fugli. Ólafur sagði vitað að bú- ið væri að veiða mun fleiri rjúpur og vildi hann skora á veiðimenn að senda annan væng rjúpna sem þeir hefðu veitt til Náttúrufræðistofnun- ar Íslands í Reykjavík. Af þeim fáu vængjum sem skoðaðir hafa verið í haust má ráða að ungahlutfall hafi verið heldur hagstæðara en það var í fyrra. Þá var greinilegt að viðkoman hjá rjúpunni hafði verið afleit um vestanvert landið. Rjúpnaveiði í ár var dræmari en í fyrra Morgunblaðið/Sverrir Rjúpur Vængjatak í skóginum þegar rjúpurnar taka flugið. Veiðimenn hvattir til að skila rjúpnavængjum HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt rúm- lega þrítugan karlmann í 18 mánaða fangelsi fyrir heiftúðuga og hættu- lega líkamsárás á fyrrverandi unn- ustu sína. Vafði maðurinn sæng um höfuð hennar og þrýsti að andlitinu þannig að konunni lá við köfnun. Hæstiréttur tók m.a. mið af skýrslu sálfræðings þar sem kemur fram að konan þjáist af svokallaðri áfallastreituröskun og auknu þung- lyndi í kjölfar líkamsárásarinnar og að þetta hafi háð henni mjög mikið. Árásin var gerð í íbúð í Reykjavík í nóvember á síðasta ári. Konunni tókst að komast út úr íbúðinni hringja á lögreglu og sérsveitar- menn sem handtóku manninn í íbúð- inni eftir að lásasmiður hafði opnað fyrir þeim. Með dómi sínum staðfesti Hæsti- réttur refsingu héraðsdóms og dæmdi konunni jafnframt hærri bætur, eða 1,2 milljónir króna í stað 800 þúsund kr. sem héraðsdómur taldi nægilegt. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Páll Hreinsson. Dæmdur fyrir árás á konu ÞRIÐJA árið í röð dregur úr ánægju viðskiptavina íslenskra tryggingar- félaga. Ánægðastir eru viðskiptavin- ir TM eða 69%. Næstánægðastir eru viðskiptavinir VÍS (66,7%), Varðar (66,6%) og Sjóvár (64,4%). Ánægja íslenskra viðskiptavina er minni en ánægja viðskiptavina trygginga- félaga hjá öðrum Norðurlandaþjóð- um. Ánægja er mest í Danmörku en þar eru 77,7% ánægð. Næst koma Finnland (75,4%), Noregur (68,9%), Svíþjóð (67,6%) og síðast Ísland (66,5%). Þetta er samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði í sam- starfi við Samtök iðnaðarins og Stjórnvís. Ánægja viðskiptavina minnkar ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.