Morgunblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 37 1998-2006 var hlutfallslega mest á höfuðborgarsvæðinu, utan Reykja- víkur, á Vesturlandi og Suðurnesj- um. Það var aðeins á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra sem leik- skólabörnum fækkaði. Fækkun þeirra var um 27% á Vestfjörðum og 14% á Norðurlandi vestra. Starfsfólki fjölgaði mikið Stöðugildum þeirra sem störfuðu í leikskólum fjölgaði um 1.828, eða 77%, frá árinu 1994 til 2006. Í fyrra voru alls 4.201 stöðugildi starfs- manna í leikskólum. Þar af voru stöðugildi leikskólakennara 1.340 talsins og hafði þeim fjölgað um 572 frá árinu 1994 eða um 74%. Þegar skoðað var hlutfall leikskólakenn- ara á leikskólum árið 2006 út frá stærð sveitarfélaga kom í ljós að þetta hlutfall var hæst í sveitar- félögum þar sem bjuggu meira en fimm þúsund íbúar. Þar var hlutfall leikskólakennara af starfsfólki 36%. voru starfræktir alls 267 leikskólar í 63 sveitarfélögum og hafði þeim þá fjölgað um 18 frá 1998. Leikskólum fjölgaði á höfuðborgarsvæðinu en fækkaði á Suðurlandi og Norður- landi vestra. Af 267 starfandi leik- skólum í fyrra var 31 leikskóli sjálf- stætt starfandi en 236 leikskólar voru reknir af opinberum aðilum. Um 60% leikskóla voru með 30-90 börn hver í fyrra en ellefu leikskól- ar voru með 121 barn og fleiri. Í fyrra voru 17.216 börn í öllum leikskólum landsins og samsvaraði það 16.226 heilsdagsígildum. Sjö klukkustunda viðvera barns á leik- skóla eða lengri á einum degi reikn- ast sem eitt heilsdagsígildi. Leik- skólabörnum hafði þá fjölgað um rúm tvö þúsund frá árinu 1998, eða um 14%, en fjöldi heilsdagsígilda hafði aukist um 4.540 á sama tíma, eða um 39%. Fjölgun leikskólabarna í leikskól- um á vegum sveitarfélaga á árunum Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is VIÐVERA barna á leikskólum jókst mjög mikið á tímabilinu frá 1998-2006. Hlutfall barna sem dvöldu fjórar til sex stundir á dag á leikskóla minnkaði um leið og hlut- fall barna sem dvöldu sjö stundir daglega á leikskólum eða lengur nær tvöfaldaðist. Árið 1998 dvöldu tæp 44% barna á leikskólum í sjö stundir eða meira hvern skóladag en í fyrra var þetta hlutfall komið í rúm 83%. Þetta kemur m.a. fram í Skólaskýrslu 2007, sem Samband íslenskra sveitarfélaga gaf nýlega út. Sambandið efndi til sérstaks skólaþings um málefni skólanna og skóla framtíðarinnar í gær. Hlutfall barna úr hverjum ár- gangi sem fóru í leikskóla hækkaði einnig frá 1998 til 2006. Árið 1998 voru innan við 70% barna eins til fimm ára í leikskóla en árið 2006 var hlutfall leikskólabarna í sama aldurhópi komið yfir 80%. Stærð byggðar skiptir máli Tengsl virðast vera á milli stærð- ar sveitarfélaga og dvalartíma barna á leikskóla. Af staðtölum má ráða að börn í minni sveitarfélögum dvelji skemur á leikskóla á hverjum skóladegi en stallsystkin þeirra í stærri sveitarfélögum. Þannig njóta 94% leikskólabarna í Reykjavík heilsdagsvistunar (sjö klukku- stundir eða meira) á leikskóla en um 60% barna í sveitarfélögum með færri en 2.000 íbúa. Í minnstu sveit- arfélögunum er hlutfall barna sem dvelja fjórar stundir á leikskóla á dag um 14%. Hlutfall barna sem eru hálfan daginn í leikskóla lækkar svo jafnt og þétt með stækkun sveitarfélaganna og var aðeins 2% í Reykjavík í fyrra. Leikskóli er starfræktur í 80% sveitarfélaga landsins. Árið 2006 Viðvera leikskóla- barna hefur lengst $ % &  '   ! ())*+",                    ! (   - (. ). *. #. ,. -. /. . ". (. . """"("()))())* "/ "- ",     /  -+,  #    & 0 '   !  ", 1  &   2   & (. ). *. #. ,. -. /. . ". (. .                 3 - '4 -(   " "( + - 5 - '4 6 % '             /  -+,  #    & Rekstur grunnskóla og leikskóla er mjög stór liður í rekstri sveitarfélaganna. Á síðustu árum hefur leikskólabörnum fjölg- að og skólavist þeirra lengst mikið. þessi liður 3⁄4 af heildarkostnaði. Rekstrarkostnaður vegna leikskóla jókst um 30% eða fjóra milljarða milli áranna 2004 og 2006 og mest milli áranna 2005 og 2006. Þjónustu- tekjur drógust hins vegar saman um ríflega 400 milljónir eða 11%. Hlut- fall þjónustutekna af rekstrarkostn- aði var 19% árið 2006 og hafði þá lækkað úr 28% frá árinu 2004. Rekstrarkostnaður á hvert heils- dagsígildi leikskólabarns árið 2006 nam 1.089.000 krónum á landsvísu. Fremur lítill munur var á milli lands- hluta væri horft til vegins meðaltals. Kostnaðurinn var hæstur á Aust- urlandi og þar var munur innan landshluta líka mestur. Minnstur munur innan landshluta var á Norð- urlandi vestra. Sveitarfélögin vörðu mismiklu hlutfallslega af skatttekjum sínum til reksturs leikskólanna, eða allt frá 2% og upp í 21%. Vegið meðaltal allra sveitarfélaga var 13% og vörðu flest sveitarfélög, eða 37 þeirra, 10- 14% af skatttekjum sínum til rekst- urs leikskóla. um 16% frá árinu 2003. Í fyrra var kostnaður á hvern nemanda hæstur á Austurlandi þar sem hann var 37% hærri en á Suðurnesjum þar sem hann var lægstur á hvern nemanda. Mjög er misjafnt hvað einstök sveitarfélög verja hlutfallslega miklu af skatttekjum sínum til rekst- urs grunnskóla. Rekstur grunnskóla vegur hlutfallslega þyngra hjá litlum sveitarfélögum en stórum. Í fyrra fóru allt frá 13% skatttekna og upp í 73% til reksturs grunnskóla í ein- stökum sveitarfélögum. Meðaltal þessa kostnaðar sem hlutfall af skatttekjum var 40% hjá öllum sveit- arfélögum og vegið meðaltal á lands- vísu rúmlega 35%. Flest sveitarfélög vörðu 31-50% af skatttekjum sínum til reksturs grunnskóla eða 61 sveit- arfélag. Leikskólaplássið kostaði nærri 1.100 þúsund Sama gildir um leikskólana og grunnskóla að langstærsti kostnað- arliðurinn er laun og launatengd gjöld. Í rekstri leikskólanna nemur REKSTUR grunnskóla kostaði sveitarfélögin alls 40,8 milljarða króna í fyrra og rekstrarkostnaður þeirra vegna leikskóla nam tæpum 17,3 milljörðum eða samtals ríflega 58 milljörðum króna. Þjónustutekjur sveitarfélaganna vegna leikskóla námu 3,3 milljörðum króna árið 2006. Þetta kemur m.a. fram í Skólaskýrslu 2007 sem Sam- band íslenskra sveitarfélaga hefur gefið út. 925.000 kr. á ári vegna hvers grunnskólanema Stærsti kostnaðarliðurinn við rekstur grunnskóla er laun og launa- tengd gjöld sem nema um 2⁄3 af heild- arkostnaðinum. Kostnaður sveitar- félaganna vegna grunnskóla jókst um rúma fimm milljarða, eða 14%, á árunum 2003-2006. Milli áranna 2004 og 2005 jókst kostnaðurinn um tæp 12% vegna nýs kjarasamnings við kennara. Kostnaður á hvern nemanda grunnskóla árið 2006 nam 925.000 krónum. Kostnaðurinn hafði aukist Skólahald kostaði 58 milljarða í fyrra toga hvor í um fjórum n hækkað abanki rík- um til- öxtum ð að verk- lenskra því hversu heldur því að spá miðla og mjög tæki Seðla- tæki Seðla- a áhrif á lu fólks og erum með egar verð- ar íbúða- gerir allt na gegn s, þá erum unar að við ðtryggða stýritæki g ég held æntingar ð stýri- g lítinn þar að auki fitt að etra að yggða vexti að ef öll lán ru vextir ert lægri.“ m að stöð- m. Hún hef- a til hins nfluttur st úti í k áhrif hér að þetta en aðra nkarnir nskum 90% af ís- aði eru tæki. Í fyrsta skipti í sögunni hreyfist ís- lenski markaðurinn mjög í takt við erlenda markaði. Það eru nokkrir þættir sem valda þessum óróa úti í heimi. Útlánatap er meira hjá bönkum, sérstaklega hjá amerískum bönkum. Fjár- magnskostnaður bankanna hefur aukist og hlutabréf í þeim hafa lækkað í verði. Það sama hefur gerst á Íslandi. Það má ekki gleyma því að aðstæður á mörkuðum hafa verið óvenjulega góðar á und- anförnum árum og við höfum nýtt okkur það hjá Kaupþingi.“ Telur þú að þetta óvissutímabil verði langt? „Það er mjög erfitt að segja til um það. Óróinn hér heima byrjaði þeg- ar markaðir erlendis tóku að falla og ég held að aðstæður batni hér þegar þær batna á erlendum mörkuðum. Ég held að væntingar á markaði séu þær, að í kjölfar ársuppgjöra banka, og þegar fjárfestar fara að fjárfesta á nýju ári, þá muni aðstæður batna.“ Eitt af því sem hefur valdið bönk- um erfiðleikum eru svokölluð undir- málslán. Kaupþing hefur keypt skuldavafninga sem byggja á þess- um lánum og það kemur fram í til- kynningu sem þið gáfuð út í vikunni að þið hafið tapað 7,5 milljörðum á þessum bréfum. „Jú, það er rétt. Við erum með starfsemi í London sem heitir NBSAM. Þar er teymi starfsfólks sem stýrir þessari starfsemi. Það hefur gengið mjög vel síðan 2004, en ekki eins vel í ár. Stór hluti af þessu tapi er vegna nýrrar verðlagningar. Þetta er ekki útlánatap heldur gengistap líkt og hefur orðið á hlutabréfum. Það er áhættufælni og endurverðlagning sem á sér stað á markaðinum.“ Áttu von á því að þetta tap verði meira? „Ég á ekki von á því. Það er hins vegar mjög erfitt að segja til um hvenær botninum er náð, en við reiknum hins vegar ekki með meira tapi.“ Ekki margir að fara út í hlutafjárútboð í dag Á sama tíma og staðan er þessi á fjármálamörkuðum er Kaupþing að fara út í útboð á nýju hlutafé til að fjármagna kaup á hol- lenskum banka. Er ekki erfitt að fara út í slíkt við þessar að- stæður? „Jú, það eru ekki margir bank- ar að sækja hlutafé við þessar að- stæður. Þess vegna var mik- ilvægt að geta komið út með tilkynningu í síðustu viku um að tveir stærstu hluthafar bankans muni skrifa sig fyrir öllu útboð- inu, þ.e.a.s. þeim hlutum sem aðrir hluthafar okkar munu ekki taka. Við eigum hins vegar von á góðri þátttöku hjá okkar hlut- höfum.“ Það er ljóst að mörg íslensk fyrirtæki hafa tekið áhættu með fjárfestingum heima og erlendis á undanförnum árum. Áttu von á að þetta óvissuástand og lækkun markaða verði til þess að það verði uppstokkun á markaðinum, t.d. með sameiningu fyrirtækja? „Við höfum séð slíkt gerast áð- ur. Í kjölfar lækkandi markaða og þess að fjárfestar hafa skuld- sett sig of mikið í fjárfestingum hefur orðið uppstokkun. Hvort sú verður raunin nú er of snemmt að segja fyrir um. Ég held að það væri í sjálfu sér ekk- ert óeðlilegt að slíkt gerðist og að það myndi einfaldlega sýna fram á að fjármagnsmarkaðirnir væru að virka.“ Hefur verið mikið um veðköll hjá Kaupþingi? „Við teljum að við séum með talsvert minni lánveitingar til verðbréfakaupa á Íslandi en stærð okkar gefur til kynna. Við höfum verið á þessum markaði frá því að verðbréfamarkaður varð til hér á landi og höfum gert okkur grein fyrir þeirri áhættu sem getur fylgt því að lána til hlutabréfakaupa.“ Sérðu fram á að bankinn þurfi að taka á sig tap vegna þessarar starfsemi? „Nei, ekki eins og staðan er í dag. Þeir aðilar sem við höfum veitt lán til slíkra kaupa eru allir fjárhagslega sterkir. Staðan á þessum lánum er í mjög góðu lagi.“ Kaupþing hefur skilað mjög góðum hagnaði undanfarin ár. Verða afkomutölur bankans með allt öðrum hætti á þessu ári? „Nei, ég held að 2007 verði ágætt ár þegar það verður gert upp. Það eru hins vegar sveiflur milli ársfjórðunga. Kaupþing hefur eflst mikið á árinu 2007. Við höfum breytt Kaupþingi úr því að vera lítill evrópskur banki í að verða meðalstór evr- ópskur banki. Bankinn er í dag í hópi hundrað stærstu banka heims.“ Þú kvíðir þá ekki næsta ári? „Nei, svona hræringar skapa líka tækifæri. Við höfum lagt áherslu á það á undanförnum ár- um að vera viðbúnir sveiflum eins og núna eru. Það er ástæðan fyrir því að við gátum keypt NIBC. Við sóttum nýtt hlutafé til erlendra fjárfesta árið 2006. Við erum með mjög sterka lausa- fjárstöðu og erum að auka við innlán í bankanum mun hraðar en aðrir evrópskir bankar. Við þurfum að huga að innviðum og rekstrarkostnaði, en við erum komnir í mjög sterka stöðu á mörgum mörkuðum. Við hlökk- um því til nýs árs.“ ar verðbólga er aðilar spáðu Morgunblaðið/Sverrir Sigurðsson er bjartsýnn á komandi rekstrarár. »Ég er ekki viss umað ástæða þess að aðrar þjóðir hafa ekki tekið upp verðtrygg- ingu sé sú að þær hafi bara ekki fattað hvað þetta er frábært fyr- irkomulag!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.