Morgunblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 41 ALÞJÓÐLEGI baráttudagurinn gegn HIV og alnæmi er 1. desember og kjörorð Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar í ár er: Tökum forystuna í eigin hendur! Hér er átt við alla þá sem koma að þessum mál- um, en forysta fólksins í landinu er ekki hvað síst nauðsynleg. Af hverju? Jú, í ljósi þess að 1% allra í heiminum á aldrinum 15-50 ára er smitað af HIV og að- eins einn til tveir af hverjum tíu vita af smitinu. Það liggur því í augum uppi hversu auðvelt er að fá sjúkdóminn og að flestir smita aðra óafvitandi. En hvernig er staðan hér á landi? Er hún ekki bara fín? HIV-smitun á Íslandi í dag? Aðstæður HIV-jákvæðra hér á landi hafa lagast mikið eftir að ný HIV-lyf komu á markaðinn árið 1996. Í kjölfar þess hefur inntaka lyfjanna einnig orðið einfaldari, töfluskammt- urinn minni og þægilegri í inntöku. Lyfin leggja HIV-veiruna í dvala þannig að hún stökkbreytist ekki né fjölgar sér og leggur því ekki ónæmiskerfið í rúst smám saman eins og hún ella myndi gera án lyfja- meðferðar. Það eru því færri í dag sem fá lokastig sjúkdómsins – al- næmi og deyja. Á hinn bóginn hafa á þessu ári nánast aldrei smitast fleiri af sjúkdómnum frá upphafi skrán- ingar hans, eða 12 manns. En er það ekki allt í lagi, maður fer þá bara á lyf? Afleiðingar HIV-greiningar? Flestum sem greinast með sjúk- dóminn finnst það síður en svo einfalt mál. Lyfjatakan er t.d. ekki bara tveggja vikna kúr eins og sumir halda, heldur varir hún alla ævi. Lyf- in geta líka hætt að virka, sé lyfj- unum sleppt tvisvar sinnum eða oftar í mánuði yfir einhvern tíma. Þá fer veiran aftur á kreik og sjúkdómurinn gengur sinn gang. Fordómar gegn HIV verða oft til þess að flækja málin enn frekar og fólki hættir til að ein- angrast með sjúkdóminn. Erfiðast af öllu finnst samt flestum kynlífið. Fólk óttast að smita aðra, því oftast smitaðist það sjálft með kynlífi. Það er því ekki óalgengt að fólk bíði í langan tíma, stundum einhver ár, áð- ur en það treystir sér til að stunda kynlíf aftur. Þegar það svo fer út á ,,kynlífsmarkaðinn“ get- ur reynst erfitt að segja hinum aðilanum frá greiningunni. Ekki er ólíklegt að upplifa höfn- un og það oftar en einu sinni. Slíkt getur valdið kvíða og ótta um að geta aldrei lifað eðlilegu fjöl- skyldulífi, en það þráir fólk mjög gjarnan að gera. Greiningin hefur líka áhrif á barneignir. Sé HIV-jákvæður í sambúð eða giftur ósmituðum ein- staklingi getur tæknifrjóvgun verið nauðsynleg. Hún kemur í veg fyrir smitun við það að reyna að eignast barn án smokks. Slíka þjónustu er ekki hægt að fá hérlendis, því verður að fara til annars lands eftir þannig þjónustu og greiða fyrir hana sjálfur. Ekki er heldur vitað um lang- tímavirkni lyfjanna. Þetta eru bara dæmi um það viðbótarálag sem gjarnan fylgir því að smitast af HIV. Hvað er til ráða? Það er fyrst og fremst í okkar eigin valdi að koma í veg fyrir að smitast af HIV. Enginn annar sér um það fyrir okkur. Hvað ber okkur þá að hafa í huga? Best er að fyrirbyggja smitun. Þá þarf að skoða hvort við stundum í raun öruggt kynlíf. Notum við smokkinn við skyndikynni og í upp- hafi sambanda (fyrstu sex mán- uðina)? Notum við smokkinn rétt, förum t.d. í þaula eftir leiðbeining- unum og notum við hann alltaf eða bara stundum? Bregðist forvarnirnar og við stundum óvarið kynlíf, förum við þá í kynsjúkdómaeftirlit? Kyn- sjúkdómaskoðun gegn öllum kyn- sjúkdómum getur verið skynsamlegt. Við erum svo lánsöm að hér á landi er ókeypis að fara í þannig eftirlit, og hið sama gildir um lyf og meðferð við kynsjúkdómum. Hægt er að láta skoða sig hjá heimilislækni eða á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans í Þverholti 18 í Reykjavík. Getur verið að við hlúum betur að bílnum okkar en að okkar eigin lík- ama? Við förum reglulega með bílinn í eftirlit og viðbótarskoðun og við- gerð teljum við eitthvað bjáta á. Hvernig umgöngumst við líkama okkar? Sýnum við honum og þar með sjálfum okkur tilskilda umhirðu og virðingu? Er kannski kominn tími breytinga í lífi okkar? Hvað finnst þér? Ég fer bara á lyf… Sigurlaug Hauksdóttir skrifar í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi gegn HIV » Getur verið að viðhlúum betur að bíln- um okkar en að okkar eigin líkama? Sigurlaug Hauksdóttir Höfundur er félagsráðgjafi á sóttvarnasviði á Landspítalanum og hjá Landlæknisembættinu. HVERAGERÐISBÆR verður fyrsta sveitarfélag landsins sem tek- ur upp samstarf við Blátt áfram um forvarnarverkefnið Verndari barna /Dark- ness to light. Ætlunin er að allt starfsfólk Hveragerðisbæjar sem vinnur með börnum sæki námskeiðið Verndari barna. Nám- skeiðið boðar byltingu í fræðslu, forvörnum og viðbrögðum við kyn- ferðislegu ofbeldi á börnum. Markmiðið er að veita fullorðnu fólki öfluga fræðslu og markvissa þjálfun í að fyrirbyggja, þekkja og bregðast við kynferð- islegu ofbeldi á börnum af hugrekki og ábyrgð. Námskeiðið byggist á sjö skrefum. 1. skref: Gerðu þér grein fyrir stað- reyndunum og áhættuþáttunum. Staðreyndir – ekki traust – eiga að hafa áhrif á ákvarðanir þínar varðandi barn- ið þitt. 2. skref: Fækkaðu tækifærunum. Ef þú kemur í veg fyrir eða fækkar þeim tilfellum þar sem barn er eitt með einum full- orðnum – þá dregur þú verulega úr hættunni á að það verði fyrir kyn- ferðislegu ofbeldi. 3. skref: Talaðu um það. Börn halda oft ofbeldinu leyndu – en hægt er að fá þau til að rjúfa þögnina með því að tala opinskátt um þessi mál- efni. 4. skref: Vertu vakandi. Ekki búast við að merkin séu augljós hjá barni sem sætir kynferðislegu ofbeldi. Merkin eru oft til staðar en þú þarft að koma auga á þau. 5. skref: Búðu þér til áætlun. Kynntu þér hvert þú átt að leita, í hvern þú átt að hringja og hvernig þú átt að bregðast við. 6. skref: Fylgdu grun- semdum eftir. Fram- tíðarvelferð barns er í húfi. 7. skref: Gerðu eitthvað í málinu. Leggðu þitt af mörkum með því að bjóða fram krafta þína og veita þeim fé- lögum fjárhagslegan stuðning sem berjast gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum. Með þessu vilja for- svarsmenn sveitarfé- lagsins leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að reyna að koma í veg fyr- ir slíka misbeitingu. Mikilvægt er að halda umræðunni á lofti svo hún nái til sem flestra, þannig verður þeim sem slíkt athæfi stunda gert erfiðara um vik. http://www.blattafram.is/ forvarnaratak Hveragerðisbær í samvinnu við Blátt áfram Unnur Þormóðsdóttir fjallar um fræðslu, forvarnir og viðbrögð við kynferðislegu ofbeldi á börnum »Hveragerð-isbær verður fyrsta sveitarfé- lagið á landinu til að taka upp samstarf við Blátt áfram um forvarnaverk- efnið Verndari barna. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, bæjarfulltrúi og formaður félags- málanefndar í Hveragerði. Unnur Þormóðsdóttir HEILBRIGÐISRÁÐHERRA hefur borist fyrirspurn á Alþingi frá þingmanni Vinstri grænna, Kol- brúnu Halldórsdóttur. Þar spyr þingmaðurinn hvernig sú hefð hafi skapast á fæðingardeildum hins op- inbera að klæða nýfædd stúlkubörn í bleikan galla og ný- fædda drengi í bláan galla. Ennfremur spyr þingmaðurinn hvort ráðherra ætli sér að beita sér fyrir því að þessu verði breytt og blessuð börnin klædd í „kynhlutlausari“ liti, eins og þingmaðurinn orðar það. Ja hérna hér. Ég verð að viðurkenna að nú er mér einfaldlega nóg boðið. Hvað verð- ur það næst? Verður næsta fyrirspurn þing- mannsins til dómsmálaráðherra um það hvernig sú hefð hafi skapast að konur beri kvenmannsnöfn og karl- ar beri karlmannsnöfn og hvort ráð- herra hyggist beita sér fyrir því að nöfnin verði gerð „kynhlutlausari“? Það hlýtur að vera næsta skref vegna þess að sú hefð að kalla drengi karllægum nöfnum frá fyrstu tíð hlýtur, samkvæmt þessari hug- myndafræði, að gefa drengjum því- líkt forskot á stúlkurnar að þeim verði aldrei mögulegt að ná þeim. Börnin vaxa jú upp úr bleika og bláa gallanum, en nöfnin fylgja þeim alla tíð. Nei, eigum við ekki að hætta þessu og ein- beita okkur frekar að þeim þáttum sem máli skipta? Leyfum kynj- unum að vera ólík og leggjum af þennan yf- irþyrmandi rétttrúnað sem gerir ekkert annað en skaða jafnréttisbar- áttuna. Sköpum börn- unum okkar jöfn tækifæri, kennum þeim að bera virðingu hvert fyrir öðru og verum þeim góð fyrirmynd. Við konur sem kjörnar hafa verið til setu á Alþingi berum sérstaklega mikla ábyrgð sem fyrirmyndir ungra stúlkna sem hyggja á stjórn- málaþátttöku. Sýnum þeim að þetta snúist um málefni – ekki bleikar um- búðir. Hvað næst, Kolbrún? Ragnheiður Elín Árnadóttir skrifar um kynhlutleysi Ragnheiður Elín Árnadóttir » Leyfum kynjunumað vera ólík og leggjum af þennan yfirþyrmandi rétttrúnað sem gerir ekkert annað en skaða jafnréttis- baráttuna. Höfundur er alþingismaður. WWW.EBK.DK Danskir gæðasumarbústaðir (heilsársbústaðir) Hafðu samband við okkur fyrir frekari upplýsingar: Anders Ingemann Jensen farsími nr. +45 40 20 32 38 netfang: aj@ebk.dk Ert þú í byggingarhugleiðingum? USB minnislyklar með rispufríu lógói. Frábærir undir myndir og gögn. Ódýr auglýsing sem lifir lengi. www.alltmerkt.is sala@alltmerkt.is S: 511 1080 / 861 2510 (512 MB, 1 GB, 2 GB og 4 GB)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.