Morgunblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 4
4 SATURDAY 1. DECEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Soffíu Haraldsdóttur soffia@mbl.is NOVA, nýtt íslenskt samskiptafyr- irtæki í eigu Novators, opnar form- lega verslun og þriðju kynslóðar far- símaþjónustu sína í dag, 1. desember. Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova, segir fyr- irtækið boða breytta tíma í notkun farsímans. „Okkar áhersla liggur í notkun netsins í gegnum símann og þær breytingar sem eru að verða á far- símanum. Þetta er svo mikið meira en bara sími.“ Liv segir Nova opna nýjar dyr að stærsta skemmtistað í heimi, sem sé netið. Fjölmargt verði í boði fyrir viðskiptavini. Má þar nefna að hægt er að spjalla við aðra á MSN, blogga, höndla tölvupóst, skoða myndskeið og hafa aðgang að öðru því sem netið hefur upp á að bjóða. Allt í gegnum símann. Ein nýjungin eru svokallaðir Vina- tónar, í staðinn fyrir hefðbundinn biðsón í símanum er spiluð tónlist sem sá sem hringt er í hefur valið. Og hægt er að spila mismunandi tón- list eftir því hver hringir. Þriðju kynslóðar (3G) farsíma- tæknin hefur í för með sér aukinn gagnaflutningshraða auk sítenging- ar við háhraðanet, líkt og er með ADSL-nettengingar. Til að nýta tæknina þarf farsíma sem styður hana. Í nýrri verslun Nova í Lág- múla 9 eru slíkir símar seldir og boð- ið upp á þjónustu við notkun þeirra. Að auki hefur vefurinn nova.is verið opnaður en þar er DJ Nova talsmað- ur fyrirtækisins. „Nova er nýtt sam- skiptafyrirtæki og miklu betra en gömlu símafyrirtækin,“ sagði DJ Nova í léttum tón á blaðamanna- fundi Nova í gær og bauð fundar- menn velkomna til framtíðarinnar. Myndsímtöl hjá Nova munu kosta það sama og önnur símtöl en greitt er fyrir netnotkun í símanum eftir gagnamagni, eins og er með netnotk- un í tölvum. Nova er í eigu fjárfestingarfélags- ins Novators, sem hefur m.a. sér- hæft sig í fjárfestingum á sviði fjar- skipta. Novator er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. Félagið fékk tilraunaleyfi fyrir þriðju kynslóðar farsímakerfi árið 2006 og formlegt rekstrarleyfi, ásamt Símanum og Vodafone, í mars síðastliðnum. Nova boðar breytta tíma – öll netnotkun í farsímann MSN í farsímann, myndskeið, blogg og valin biðtónlist Morgunblaðið/Brynjar Gauti Netið í símann Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova, varpar upp á vegg viðmótinu sem mætir símanotendum þegar farið er á fréttavef mbl.is. HRAFN Jökulsson rithöfundur og Guðni Ágústsson al- þingismaður hittust í Alþingishúsinu í gær. Sá fundur varð tilefni til þess að þeir skiptust á bókum sem þeim tengjast og koma út nú fyrir jólin. Eftir Hrafn kemur út bókin Þar sem vegurinn endar og Sigmundur Ernir Rún- arsson hefur ritað ævisögu Guðna, Guðni – Af lífi og sál. Skiptibókamarkaður á Alþingi? Morgunblaðið/Ómar SALA á kjöti hefur aukist um 7% á innanlandsmarkaði á síðustu 12 mánuðum. Þetta er mun meiri aukn- ing en á síðasta ári. Mest er aukn- ingin í sölu á kjúklingum, eða 16,6%, en einnig hefur sala á nautakjöti aukist umtalsvert eða um 12%. Sala á lambakjöti hefur hins vegar dreg- ist saman um 3,6%. Þrátt fyrir mikla sölu á kjúkling- um að undanförnu hefur framleiðsl- an aukist enn meira. Þannig var birgðasöfnun á kjúklingakjöti í októ- bermánuði. Sigmundur Ófeigsson, fram- kvæmdastjóri Norðlenska, segir að ýmislegt hafi orðið til að auka sölu á kjöti. Lækkun virðisaukaskatts á matvælum hafi aukið söluna. Þá hafi fiskur hækkað mikið í verði sem stuðlað hafi að því að fleiri velji kjöt. Einnig skipti fjölgun landsmanna máli, ekki síst innflutningur fólks er- lendis frá. Kjötsala eykst enn Lækkun virðisauka- skattsins jók sölu HÓPUR tvítugra manna réðst á tvo 14 ára unglinga, pilt og stúlku, í Vogahverfi í Reykjavík sl. laugar- dagskvöld. Að sögn Guðrúnar Sverr- isdóttur, móður stúlkunnar, voru ungmennin á heimleið fótgangandi eftir Skeiðarvoginum á tólfta tíman- um um kvöldið þegar bíll kom þar að og tveir menn stukku út úr honum og reyndu að draga stúlkuna með sér upp í bílinn. Þegar bekkjarbróðir stúlkunnar reyndi að koma henni til bjargar börðu árásarmennirnir hann í andlitið. „Sem betur fer kom kona þarna aðvífandi, sem ég veit ekki hver er, sem gat fælt árásarmennina í burtu, þannig að þeir stukku inn í bílinn og hurfu á braut,“ segir Guðrún í sam- tali við Morgunblaðið og vill koma á framfæri þakklæti til konunnar fyrir að hafa bjargað unglingunum. „Mað- ur veit ekki hvernig þetta hefði end- að ef þessi kona hefði ekki átt leið hjá, því þessir krakkar hefðu ekki haft neitt í þessa drengi. Mér finnst það kraftaverk að hún skyldi eiga leið hjá og takast að stugga þeim í burtu.“ Það getur greinilega allt gerst Að sögn Guðrúnar segja ungling- arnir atburðarásina hafa verið það hraða að þau hafi hvorki náð bílnúm- erinu né tekið almennilega eftir því hvernig bíllinn eða árásarmennirnir litu út, nema hvað þau hafi veitt því athygli að mennirnir voru miklir töffarar, ljósabekkjabrúnir og með hvítt hár. Að sögn Guðrúnar hefur árásin ekki verið kærð til lögregl- unnar, þar sem unglingarnir báðust undan því. Guðrún telur þó fyllstu ástæðu til að vekja máls á henni. „Mér finnst þetta svo grafalvarlegt mál að þetta þarf að vera víti til varn- aðar. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur geri svona nema í annarlegu ástandi. Það er örugglega ekki góður tilgangur sem liggur þarna að baki.“ Guðrún hafði samband við skóla- stjóra Vogaskóla sem í framhaldinu greindi foreldrum nemenda skólans frá atvikinu, svo þeir brýni fyrir börnum sínum að vera ekki ein á ferli og gæta sín á ókunnugum. „Það er ljóst að fólk þarf að passa börnin sín vel. Það getur greinilega allt gerst, hvar og hvenær sem er, þannig að maður er skíthræddur um börnin.“ Reyndu að draga unglingsstúlku inn í bíl Í HNOTSKURN »Ráðist var á tvo 14 áraunglinga sl. laugardag. »Árásarmennirnir reynduað draga unglingsstúlku inn í bíl til sín. »Árásin hefur ekki enn ver-ið kærð til lögreglu. 200 TONN af frystri síld reyndust hafa skemmst í lestum flutninga- skipsins Axels eftir að það steytti á Borgeyjarboða úti fyrir Horna- fjarðarósi á þriðjudagsmorgun. Alls voru um 1.700 tonn af fiski í skipinu og tókst að bjarga 1.500 tonnum í land á Akureyri þar sem skipið fer í slipp. Unnið var að því í gær að tæma skipið og þegar sjó var dælt úr lestunum tók olía að þrýstast út og kom í raun ekki á óvart, að sögn Ara Axels Jónssonar, eiganda skipsins. Var fengin aðstoð Slökkviliðsins á Akureyri til að koma olíunni upp með öruggum hætti og gekk almennt vel að tæma skipið að sögn Ara Axels. „Það eru skemmdir undir lest- inni og jafnvel á tanktoppnum líka,“ segir Ari Axel. „Það eina sem skemmdist var neðst í forlestinni, um 200 tonn. En nú þarf að drífa skipið upp í kví um leið og veð- urskilyrði leyfa og þar er unnið við skipið allan sólarhringinn.“ 200 tonn af fiski skemmd Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Axel Skipið er nú komið í slipp. LANDSVIRKJUN gaf í síðustu viku út skuldabréf að fjárhæð 75 milljónir bandaríkjadala, sem svara til um 4,5 milljarða króna. Lánstím- inn er 7 ár og eru kjör skuldabréfsins 0,07 prósentustig yfir Libor-vöxtum. Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að þar með sé fjármögnun ársins 2007 lokið. Þrátt fyrir að lánakjörin séu mikl- um mun betri en lánakjör viðskipta- bankanna segir Davíð Ólafur Ingi- marsson, yfirmaður lánamála hjá Landsvirkjun, að kjörin séu þó að- eins verri en buðust fyrir rúmu hálfu ári. „Þá hefðum við fengið lánið á 0,02 prósentustigum yfir Libor, en kjörin eru þrátt fyrir það afar góð,“ segir Davíð. Landsvirkjun hefur lokið fjármögnun ♦♦♦ Enn betra golf 3 Enn betra golf Eftir Arnar Má Ólafsson landsliðsþjálfara og Úlfar Jónsson margfaldan Íslandsmeistara og golfkennara Eftir Arnar Má Ólafsson landsliðsþjálfara og Úlfar Jónsson margfaldan Íslandsmeistar a GOLF ENN BETRABETRA G O LF A rnar M ár Ó lafsson og Ú lfar Jónsson 11/20/07 11:46:42 PM Jólabók golfarans! Borgartúni 23 · 105 Reykjavík · Sími: 512 7575 - www.heimur.is eftir Arnar Má Ólafsson og Úlfar Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.