Morgunblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 62
... gerðu öllum ljóst að þau hefðu áhuga á meiru en platónsku hana- stélshjali … 66 » reykjavíkreykjavík Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is BRESKA rokksveitin Whitesnake heldur tónleika í Laugardalshöllinni þriðjudagskvöldið 10. júní næstkom- andi. Þetta mun ekki vera í fyrsta skipti sem sveitin heldur tónleika hér á landi því hún hélt tvenna tónleika í Reiðhöllinni árið 1990. Söngvarinn David Coverdale stofn- aði Whitesnake árið 1977. Hann hafði áður verið söngvari Deep Purple um nokkurt skeið, í fjarveru Ians Gillans, en ákvað að stofna nýja sveit þegar Deep Purple hætti störfum. Í upphafi lék hljómsveitin blússkotið rokk og náði töluverðum vinsældum í heima- landinu, sem og víðar í Evrópu, í kjöl- far fyrstu tveggja platna sinna, Snakebite og Trouble. Mannabreyt- ingar voru gerðar á sveitinni í upphafi 9. áratugarins og stuttu síðar skrifaði hún undir plötusamning við Geffen- útgáfufyrirtækið. Platan Slide It In sem kom út árið 1984 kom Whites- nake á kortið í Bandaríkjunum, og náði hún síðar platínusölu þar í landi. Fleiri mannabreytingar voru gerðar áður en næsta plata, sem hét einfald- lega Whitesnake, kom út árið 1987. Platan sló í gegn í Evrópu og Banda- ríkjunum og komst til að mynda í annað sætið á vinsældalistanum vest- anhafs. Þá náði lagið „Here I Go Aga- in“ efsta sæti bandaríska Billboard- listans, en á þessum tíma var Whites- nake farin að spila það sem í dag er oftar en ekki kallað glysrokk. Árið 1991 lagði Coverdale White- snake niður og hóf að sinna öðrum verkefnum, og næsta áratuginn bar því fremur lítið á sveitinni. Coverdale tók hins vegar aftur upp þráðinn árið 2002 og hefur sveitin starfað óslitið síðan þá. Það er fyrirtækið 2BC sem stendur að komu Whitesnake hingað til lands en fyrirtækið stendur meðal annars að tónleikum Jet Black Joe í Höllinni í maí á næsta ári. Miðasala á tónleika Whitesnake hefst 18. desember og fer hún fram á midi.is og í verslunum BT. Hvíti snákurinn til Íslands Whitesnake á tónleikum Á síðasta ári sendi Whitesnake frá sér DVD disk sem inniheldur upptöku af nýlegum tónleikum sveitarinnar í Bretlandi. Hélt síðast tónleika hér á landi í Reiðhöllinni árið 1990 www.whitesnake.com  Hljómsveitin Ullarhattarnir bregst ekki aðdá- endum sínum þetta árið frekar en undanfarin ár. Sveitin kemur fram aðeins einu sinni á ári og yfirleitt á Þorláks- messu. Þrátt fyrir að bera eitt slak- asta hljómsveitarnafn tónlistarsög- unnar eru meðlimir hennar einhverjir færustu popparar lands- ins en það eru þeir Eyjólfur Krist- jánsson, Stefán Hilmarsson, Jón Ólafsson, Friðrik Sturluson og Jó- hann Hjörleifsson. Hattarnir hófu feril sinn árið 1998 og koma því fram í tíunda skiptið í ár. Tónleik- arnir í ár fara fram á Domo hinn 23. desember og líklegt má telja að nokkur jólalög verði klædd í al- íslenskan jólabúning af þeim kemp- um. Ullarhattarnir á Domo á Þorláksmessu  Það er útlit fyrir grjótharða keppni í kvöld þegar þungavigt- artónlistarmennirnir Dr. Gunni, Hafdís Huld og Magnús Þór Sig- mundsson keppa um hylli lands- manna í Laugardagslögunum. Í gær var sagt frá því að Dr. Gunni hefði leitað á náðir Dr. Spock og ef að líkum lætur verður sá flutningur með þeim sögulegri í íslenskri sjón- varpssögu. Hafdís Huld fær söng- stjörnurnar Birgittu Haukdal og Magna (Rockstar) Ásgeirsson til að flytja sitt lag en Magnús Þór leitar til vinkonu sinnar Ragnheiðar Gröndal. Samstarf þeirra hefur verið einkar farsælt en Ragnheiður söng, eins menn muna, eitt vinsæl- asta lag síðustu ára – og Magnúsar Þórs – „Ást“. Þá er bara að safna fyrir símakosningunni. Hörð keppni í kvöld Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Kveikjan að þessari persónu er hræðilegur maður sem býr fyrir norðan Assistentens kir- kegård í Kaupmannahöfn,“ segir Þórarinn Leifsson, teiknari og barnabókahöfundur, um mannætupabbann sem er aðalpersóna barna- sögu hans, Leyndarmálið hans pabba. „Við ætl- uðum að leigja þarna við hjónin og hittum þá þennan hræðilega mann. Það varð kveikjan að bloggfærslu sem seinna þróaðist út í það að verða barnabók.“ Þórarinn segir að um svipað leyti hafi „stóra mannætumálið“ verið í algleymingi í Þýskalandi (mannætan Armin Miewes var dæmdur í upphafi árs 2004 fyrir að myrða mann og leggja sér til munns). Aðrar smáfréttir hafi einnig veitt inn- blástur, m.a. af manni sem datt ofan í kjöthökk- unarvél í Svíþjóð. Skítugur á nærbuxunum En aftur að hræðilega manninum í Kaup- mannahöfn. „Hann bjó s.s. í innflytjenda-Mekka en var mikill rasisti sjálfur,“ segir Þórarinn og hlær. Það hafi verið dálítið merkilegt. Hann hafi sýnt þeim hjónum húsnæði sem þeim leist ekkert á og fylgdi því subbulegur garður, líkur þeim sem lýst er í bókinni sem „iðandi frumskógi sem foreldrarnir kalli garð en aðrir íbúar í hverfinu ruslahaug“. Þar dvelur pabbinn langdvölum, skítugur með sítt hár og skegg, í bláröndóttum nærbuxum einum fata. Leigusalinn í Kaup- mannahöfn var víst hálfnakinn og skítugur líkt og pabbinn. „Hann er svona þessi skandinavíski karlmaður í kringum 1970. Þetta er svolítil vísun í hippa- tímabilið. Þetta er ákveðin týpa, algeng í Dan- mörku reyndar,“ segir Þórarinn. Fólk sem hafi fest í borginni líti enn út eins og það gerði á hippatímanum en hafi þó breyst hugmynda- fræðilega, úr frjálslyndu fólki í mikla rasista oft á tíðum. Þórarinn segir að eftir því sem leið á skrif bókarinnar og hann farinn að leika sér að þeirri myndlíkingu sem mannátið er hafi hann áttað sig á því að hún hafi átt vel við hugmyndina um brotnar fjölskyldur. Til dæmis fjölskyldur þar sem heimilisfaðirinn sé glæpamaður, eins og í Leyndarmálinu hans pabba. Gagnrýni á ofbeldi Eins og sjá má er bókin ekki fyrir yngstu les- endur, fyrir um níu ára og eldri. Hryllingssagan er sögð í gamansömum dúr, af vandræðum systkinanna Hákons og Siddu sem reyna að halda því leyndu með öllum ráðum að pabbi þeirra sé mannæta. Á einum stað í bókinni reyn- ir Hákon að sætta sig við mannát föður síns með því að hlutgera fórnarlömbin, réttlæta mannátið líkt og atvinnuhermenn reyna að réttlæta fyrir sér að þurfa að drepa fólk í stríði. Mannát föð- urins reynist honum á endanum ofviða. „Jafnvel brjáluðustu glæpamenn eiga fjöl- skyldur sem trúa á þá. Þannig að það má lesa úr bókinni gagnrýni á ofbeldi í breiðu sam- hengi. Annars vegar það ofbeldi sem við sýn- um fólki með því að dæma það miskunnarlaust án þess að rýna í það áður og svo það ofbeldi sem okkur þykir sjálfsagt á Vesturlöndum, eins og að senda fólk í stríð eða dæma það til dauða.“ Þórarinn ætlar að halda áfram að skrifa bæk- ur og er með nokkrar hugmyndir í vinnslu. „Eft- ir áramót ætla ég í lestarferð til Galisíu með kon- unni minni og vinna í nokkrum hugmyndum sem eru á borðinu sem gætu orðið að bókum. Ég er með fullan poka af hugmyndum.“ Leigusali varð mannæta Myndlistarmaðurinn og barnabókahöfundurinn Þórarinn Leifsson er með fullan poka af hugmyndum og stefnir á að gefa út fleiri bækur í framtíðinni Morgunblaðið/Golli Hrollur Þórarinn Leifsson með sköpunarverk sitt, Leyndarmálið hans pabba.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.