Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 64. TBL. 96. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is ARSENAL SIGRAÐI FYRST ENSKRA LIÐA TIL AÐ VINNA AC MILAN Á SAN SIRO Á ÍTALÍU >> ÍÞRÓTTIR Óþelló, Desdemóna og jagó >> 37 Allir í leikhús Leikhúsin í landinu Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is FYRSTI viðskiptadagur með bréf Skipta hf., móðurfélags Símans og fleiri fjarskiptafyrirtækja, verður 27. mars nk. Útboð á 30% af hlutafé Skipta hefst næsta mánudag, 10. mars, og stendur yfir til 13. mars. Ekki verður gefið út nýtt hlutafé, heldur eru 27,8% núverandi heildar- eign Kaupþings en 2,2% koma frá stærsta hluthafa Skipta, Exista. Hver hlutur verður seldur á 6,64- 8,10 kr. Gengið er ekki endanlega ákveðið en heildarmarkaðsvirði er skv. þessu 49-60 ma.kr. Lágmarks- kaup í útboðinu eru fyrir 100.000 kr. en 25 milljónir kr. fyrir erlenda fjár- festa. Skráningin eykur vægi fjar- skiptageirans á íslenskum markaði og kveðst talsmaður Skipta eiga von á já- kvæðum viðbrögðum fjárfesta. Samkvæmt samningnum við ríkið frá 2005 átti skráningunni að vera lok- ið fyrir árslok 2007, en fjármálaráð- herra veitti Skiptum frest til mars- loka vegna viðræðna við Telekom Slovenije. Á mánudag varð ljóst að ekki verður af þeim viðskiptum. | 16 Skráð á markað 27. mars Áætlað virði 49-60 milljarðar króna Í Kauphöllina Nær allt hlutaféð í útboði Skipta kemur frá Kaupþingi. ÞRÍR af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa fest stóran hluta þess fjár sem þeir verja til fjár- festingar í skráðum innlendum hlutabréfum í þremur félögum sem öll tengjast fyrirtækjum sem eru að hluta í eigu bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona, þ.e. Ex- ista, Bakkavör og Kaupþingi. Samanlagt vægi þessara félaga í innlendu hlutabréfasafni sjóðanna, sem eru Gildi, Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 og Lífeyrissjóður verslunarmanna, er á bilinu 62- 63% en samanlagt vægi þeirra í úr- valsvísitölu kauphallarinnar er 44,3%. Exista er, sem kunnugt er, stærsti hluthafi í bæði Kaupþingi og Bakkavör en þeir Ágúst og Lýður fara með töglin og hagld- irnar í Exista þar sem félag þeirra, Bakkabræður Holding, fer með meira en 45% hlut. Meira en í úrvalsvísitölu Samkvæmt hlutahafalistum frá 21. febrúar voru 42-45% innlendr- ar hlutabréfaeignar sjóðanna þriggja bundin í Kaupþingi, sem vegur ríflega 32% í úrvalsvísitöl- unni, og 12-14% bundin í Bakka- vör, sem vegur um 5% í úrvals- vísitölunni. Vægi Exista í safni Gildis var lítillega yfir vægi í vísi- tölunni en undir því í söfnum hinna sjóðanna tveggja. Þess má geta að gengisþróun Exista og Bakkavarar á hlutabréfamarkaði hefur verið afar óhagstæð það sem af er ári og eru félögin meðal þeirra fjögurra sem lækkað hafa mest á árinu. Fjárfesta aðallega í Kaup- þingi, Exista og Bakkavör Hafa mikið vægi í innlendu hlutabréfasafni þriggja af stærstu lífeyrissjóðunum                    !            MIKIL rigning eða slydda var víða um land í gær en dálítil snjó- koma norðaustan til. Veðurstofan spáði norðan- og norðaustanvindi með éljagangi um norðanvert landið seint í nótt, en í dag á að draga úr vindi og ofankomu. Gert er ráð fyrir að það þykkni upp í kvöld og frysti víða á landinu. Í Vestmannaeyjum var úrhelli í gær og mikið vatn á götum, en lögreglan hafði ekki fengið nein- ar tilkynningar um að það flæddi inn í hús. Sömu sögu var að segja í Vík í Mýrdal. Þar var unnið hörð- um höndum að því að ryðja götur og sjá til þess að vatnsflaumurinn kæmist í niðurföllin. Í Reykjavík rigndi sem víða annars staðar en skokkarar létu það ekki á sig fá frekar en fyrri daginn.Morgunblaðið/Frikki Hlaupið sem fyrr Umhleypingar og mikil úrkoma víða um land áður en frystir á ný FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is SALA á bílum og sólarlandaferð- um hefur sjaldan gengið betur þrátt fyrir tal um niðursveiflu í efnahags- lífinu, lánsfjárkreppu og lækkandi verð hlutabréfa. Haraldur Þór Stef- ánsson, framkvæmdastjóri Toyota í Kópavogi, segir að sviptingar í fjár- málalífi þjóðarinnar breyti litlu fyrir stærstan hluta almennings. Hann gerir því ráð fyrir að áfram verði góð sala í bifreiðum. „Almenningur er ekki að upplifa á eigin skinni þá kreppu sem blöðin eru að fjalla um. Þorri almennings er ekki í hlutabréfakaupum og gengis- áhættupælingum. Sala í bílum, fjór- hjólum og vélsleðum er því góð og ég sé ekki nein merki um að það sé að breytast,“ segir Haraldur. Á fyrstu tveimur mánuðum ársins jókst sala á fólksbílum um 43%. Sala á utanlandsferðum hefur einnig ver- ið mjög góð. „Við erum með tvær vél- ar á Tenerife og tvær vélar á Las Palmas í hverri einustu viku og það er uppselt í þær allar langt fram á vorið. Það er ekkert lát á sölu fyrir sumarið,“ segir Guðrún Sigurgeirs- dóttir, markaðsstjóri hjá Úrvali-Út- sýn. Skuldir heimilanna jukust um 38% á einu ári Einkaneysla dróst saman á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs, en það var í fyrsta skipti í fimm ár sem Hagstof- an mældi samdrátt í einkaneyslu. Þessi samdráttur reyndist hins veg- ar aðeins vera tímabundinn því að einkaneysla hefur aukist hröðum skrefum síðan. Samkvæmt tölum Seðlabankans jókst greiðslukorta- velta einstaklinga í janúar um 7,5% að raungildi frá sama mánuði í fyrra. Þetta er þó aðeins minni vöxtur en á fjórða ársfjórðungi í fyrra þegar greiðslukortavelta jókst um 11,5%. Aukin einkaneysla er að nokkru leyti knúin áfram af lántökum. Heimilin skulduðu í lok janúar sl. tæplega 868 milljarða króna sem er aukning um 38% á einu ári. Erlendar skuldir heimilanna jukust þó miklu hraðar eða um 119%. Sala á bílum og utanlandsferðum sjaldan meiri þrátt fyrir niðursveiflu Í HNOTSKURN » Ársvöxtur dagvöruveltuvar 12,5% í janúar og greiðslukortavelta jókst um 7,5% að raungildi í janúar í samanburði við janúar 2007, samkvæmt Hagvísum Seðla- bankans. » Flest bendir til að einka-neysla á árinu 2007 hafi ver- ið meiri en árið 2006, en í jan- úar sl. höfðu skuldir heimilanna aukist um 38% á einu ári. Almenningur | Miðopna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.