Morgunblaðið - 05.03.2008, Side 16

Morgunblaðið - 05.03.2008, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ HANN var ánægður litli snáðinn Kristófer Máni Sveinsson þegar hann fékk spennandi gjafir úr hendi Lúðvíks Geirssonar, bæjar- stjóra Hafnarfjarðar, í gær, í viðurkenning- arskyni fyrir að vera Hafnfirðingur númer tuttugu og fimm þúsund. Til að halda upp á tímamótin bauð bæj- arstjórn Hafnarfjarðar gestum og gangandi upp á kaffiveitingar í þjónustuveri bæjarins í ráðhúsinu við Strandgötu í gær. Hafnfirðingar náðu þessum áfanga 29. febrúar sl. þegar Kristófer Máni, sem er eins og hálfs árs gamall, flutti úr nágranna- sveitarfélaginu Garðabæ í Hafnarfjörð. Bæjarbúum hefur fjölgað hratt, árið 2000 voru Hafnfirðingar 19.640 og hefur því fjölgað um rúmlega 27% á sl. 8 árum. Fjölgunin mest síðustu tvö árin Að sögn bæjarskrifstofu Hafnarfjarðar hefur fjölgunin verið mest tvö síðustu árin, eða á milli 5 og 6% sem samsvarar því að íbúum fjölgi um liðlega 100 í hverjum mán- uði. Til samanburðar kemur fram í tilkynn- ingu bæjarskrifstofunnar að íbúum á höf- uðborgarsvæðinu öllu hafi fjölgað um 12% á árunum 2000 til 2007 og í Kópavogi um 21%. Hafnfirðing- ar nú 25.000 Morgunblaðið/Kristinn Tímamót Kristófer ásamt föður sínum, Sveini Jónassyni, og Lúðvík Geirssyni. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is LAUN lífeyrisþega ættu að taka mið af neyslukönnun Hagstofu Ís- lands sem birt var 18. desember sl. og vera 226.000 krónur á mánuði fyrir skatta. Jafnframt ættu skatt- leysismörk að hækka í 150.000 kr. og frítekjumark að vera að lágmarki 100.000 krónur á mánuði. Svona hljómar hluti áskorunar Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, FEB, til stjórnvalda um kjaramál aldraðra, en þrýst er á um að þessar breytingar verði komnar að fullu til framkvæmda þegar á næsta ári. Stjórn FEB gerði þessar og aðr- ar kröfur um aðbúnað aldraðra að umtalsefni á blaðamannafundi í höf- uðstöðvum félagsins í gær. Fundarmenn voru sammála um að fjölmennur hópur félagsmanna hefði ekki nægar tekjur til grund- vallar framfærslu og að binda þyrfti enda á skerðingu tryggingabóta vegna tekna úr lífeyrissjóði. Einnig þyrfti að einfalda kerfi lífeyr- istrygginga og tryggja að öryrkjar sem næðu ellilífeyrisaldri héldu áfram aldurstengdum, óskertum ör- orkubótum. Fundarmenn tóku hins vegar fram að þeir væru ánægðir með þau skref sem að undanförnu hefðu ver- ið stigin í þá átt að leiðrétta kjör aldraðra. Flutningur málaflokksins til félags- og tryggingamálaráðu- neytisins væri fagnaðarefni, sem og flutningur á lífeyrisþætti almanna- trygginga til sama ráðuneytis. Fagna tilfærslunni yfir til félagsmálaráðuneytisins Margrét Margeirsdóttir, formað- ur FEB, fagnar tilfærslunni. „Við teljum að málefni aldraðra séu félagsleg viðfangsefni en ekki heilbrigðismál,“ segir Margrét. „Með því að flytja þau til félags- málaráðuneytisins eru stjórnvöld búin að viðurkenna að þetta var rétt mat hjá okkur. Nú er nefnd á veg- um félagsmálaráðherra að störfum til að skoða frá grunni lífeyr- istekjukafla almannatryggingalag- anna, þannig að við hljótum að fagna því að þetta er komið til fé- lagsmálaráðherra sem núna ber ábyrgð á málefnum aldraðra eftir flutninginn frá heilbrigðisráðuneyt- inu 1. janúar sl. Félag eldri borgara hefur lengi barist fyrir heildarend- urskoðun á almannatryggingalög- unum.“ Þá er skorað á borgarstjórn að fjölga búsetuúrræðum fyrir eldri borgara, m.a. með afgreiðslu um- sóknar um lóð við Árskóga. Sökum þess að verðlag, s.s. á húsaleigu, hafi farið hækkandi sé brýnt að bæta kjör þeirra eldri borgara sem minnstar hafi tekj- urnar. Það sé mannréttindamál. Laun lífeyrisþega verði 226.000 kr. fyrir skatta Stjórn FEB krefst bættra kjara fyrir eldri borgara Í HNOTSKURN »Félag eldri borgara í Reykja-vík skorar á stjórnvöld að lækka skatta á lífeyrissjóðs- greiðslum úr 35,72% í 10% og að útfærslan verði ákveðin í sam- ráði við aðila vinnumarkaðarins og samtök lífeyrisþega. »Skorað er á stjórnvöld aðstofna embætti umboðs- manns aldraðra. »Skorað er á stjórn hjúkr-unarheimila að ófaglært starfsfólk verði hvatt til að sækja námskeið fyrir fólk sem starfar við umönnun aldraðra. Morgunblaðið/RAX Baráttumál Margrét Margeirsdóttir og félagar hennar í stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni fara yfir stöðuna á fundinum í gær. Töldu fundarmenn mjög brýnt að hækka tekjur þeirra sem minnst hafa. AKUREYRI Í FORSENDUM þriggja ára áætl- unar Akureyrarbæjar, sem lögð var fram í bæjarstjórn í gær, er gert ráð fyrir að íbúum fjölgi um 200 á ári. Fólki í bænum hefur fjölgað meira en það að meðaltali síðustu 10 ár en aldrei eins og í fyrra, þegar bæjarbú- um fjölgaði um ríflega 400 manns. Framkvæmdaáætlun áranna 2009 til 2011 gerir áfram ráð fyrir miklum fjárfestingum í grunngerð sam- félagsins framan af þessu tímabili, eins og það er orðað í tilkynningu frá bænum. „Helst ber þar að nefna að bygg- ingu Hofs menningarhúss, fyrri áfanga Naustaskóla og fimleikahúss verður lokið á árinu 2009. Unnið verður áfram að uppbyggingu íþróttasvæða í tengslum við væntan- legt landsmót UMFÍ.“ Auk framangreindra verkefna verður unnið að hefðbundinni upp- byggingu á gatna- og fráveitukerfi bæjarins en framkvæmt verður fyrir rúma tvo milljarða króna á tíma- bilinu í þessum málaflokkum. „Inni- falið í því er bygging hreinsivirkis í Sandgerðisbót sem kosta mun nær 700 milljónir króna en þar af falla til tæpar 500 milljónir kr. á árunum 2009-2011.“ Fram kemur að framkvæmdir Norðurorku munu halda áfram og miðast þær að því að tryggja fyr- irtækjum, bæjarfélaginu og ná- grannasveitarfélögum nægjanlega orku til upphitunar húsnæðis og efl- ingar atvinnulífs. Velta sveitarfélagsins og fyrir- tækja þess er um 14 milljarðar króna á ári þessi ár en þar af eru skatt- tekjur tæpir sex milljarðar króna á ári. „Mikil uppbygging í stoðþjón- ustu bæjarfélagsins undanfarin ár hefur leitt til vaxandi rekstrarút- gjalda en tekjuþróun sveitarfé- lagsins brúar bilið að mestu leyti. Tekið er á þessari þróun með 50-150 milljóna kr. árlegri hagræðingar- kröfu í rekstri málaflokka,“ segir í fréttinni frá bænum. Þar segir að í heildaráætlun bæj- arfélagsins og fyrirtækja þess sé gert ráð fyrir „góðum rekstraraf- gangi á tímabilinu, þrátt fyrir aukna þjónustu við bæjarbúa á flestum sviðum“. Fjárhagurinn sagður traustur Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hof Bygging menningarhússins er stræsta framkvæmdin í bænum. Í HNOTSKURN »Útsvarsprósenta verðuróbreytt á Akureyri á milli ára eða 13,03%. »Fjárhagsleg staða Akureyr-arbæjar er traust, segir í frétt frá bææjarfélaginu, „og þrátt fyrir miklar framkvæmdir aukast skuldir A- og B-hluta lítið á tímabilinu en verða þó nokkuð lægri á hvern íbúa árið 2011 en var í árslok 2006“. ÞAÐ var kuldalegt í gærmorgun þar sem Hilmar Stef- ánsson og Baldur Vilhjálmsson frá ÞJ verktökum unnu við lagfæringar á gömlu Torfunefsbryggjunni í mið- bænum ásamt starfsmönnum Hafnasamlags Norður- lands. Bryggjukanturinn er orðinn gamall og lúinn og skemmdist líka töluvert í óveðri á dögunum og því er verið að laga hann fyrir sumarið. Aftur á móti er óvíst hvort bryggjan verður þarna til frambúðar; skv. skipu- lagi verður nefnilega a.m.k. að hluta til fyllt upp í dokk- ina þar sem trébáturinn Húni II liggur alla jafna. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Tjaslað í Torfunefið BÆJARSTJÓRN Akureyrar vill kanna möguleika á því að semja við ríkið um byggingu og rekstur vist- unarrýmis fyrir geðsjúka afbrota- menn, réttargeðdeild, í bænum. Samþykkt var samhljóða á fundi bæjarstjórnar í gær tillaga bæjar- fulltrúa VG að fela bæjarstjóra að kanna möguleika á þessu. „Mikil þörf er á að fjölga rýmum fyrir geðsjúka afbrotamenn. Mjög æskilegt er að slík starfsemi fari fram þar sem sérmenntað fólk er nærtækt og aðstaða góð til þjónustu við fangana. Slík þjónusta og sér- menntun er til staðar á Akureyri,“ segir í greinargerð Baldvins H. Sig- urðssonar og Kristínar Sigfúsdóttur, bæjarfulltrúa VG, með tillögunni. Baldvin og Kristín segja að það hljóti að teljast mikill kostur að hafa slíka afplánun á tveimur stöðum á landinu frekar en að byggja við Sogn. „Áætla má að 10-12 vistunar- pláss gæfu mörg fjölbreytt störf. Ríkisfangelsi verður rekið á Akur- eyri hvort eð er sem styddi við þessa starfsemi, auk þess sem geðdeild og fullbúið sjúkrahús er til staðar. Ef miðað er við fjölda rýma til saman- burðar við nágrannalöndin ætti að þurfa 21 pláss hérlendis en 8-9 pláss hafa verið fullnýtt á Sogni undanfar- in ár. Slíkt er óviðunandi. Sam- kvæmt skýrslu um úttekt á stöðu þessara mála sem heilbrigðisráðu- neytið lét vinna fyrir tveimur árum er ástandið slíkt að það þolir enga bið,“ segir í greinargerðinni. Réttargeðdeild norður?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.