Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. VEXTIR OG VERÐTRYGGING Reginmunurinn á lífskjörum áÍslandi og í nágrannalöndun-um er að líkindum ásamt verði á matvöru fólginn í hinu ís- lenska lánaumhverfi. Á Íslandi búa lántakendur við aðstæður, sem ekki þekkjast í nágrannalöndunum og þótt víðar væri leitað. Lánakjör á Ís- landi eru með þeim hætti að lántak- endur hér á landi eru mun lengur að greiða upp lán sín og þar af leiðandi að eignast það sem þeir taka lán fyr- ir. Mun hærra hlutfall af tekjum Ís- lendinga fer í að greiða af lánum heldur en gerist annars staðar vegna þess að á Íslandi eru vextir hærri, þar við bætist verðtrygging og síðan geta vextirnir í þokkabót verið breytilegir. Í Morgunblaðinu á mánudag var rætt við Ingólf H. Ingólfsson fjár- málaráðgjafa og dró hann upp dökka mynd af ástandinu. Ingólfur fjallaði þar sérstaklega um húsnæðislánin, sem bankarnir byrjuðu að bjóða upp á árið 2004. Þetta eru verðtryggð lán með ákvæði um endurskoðun vaxta eftir fimm ár. Ingólfur telur að lán, sem tekin voru á 4,15% vöxt- um, gætu orðið á 7,8% vöxtum þegar þeir verða endurskoðaðir á næsta ári. Og hvað þýðir það? Ingólfur tekur dæmi um hjón, sem tekið hafi 20 milljóna króna verð- tryggt lán á breytilegum vöxtum til 40 ára. Þau hafi til þessa borgað 100 þúsund krónur á mánuði af láninu, en vaxtahækkunin myndi hækka hina mánaðarlegu afborgun upp í 159 þúsund krónur. Það er 59% hækkun á afborgunum af láninu og gæti slík hækkun haft alvarlegar af- leiðingar fyrir marga. „Það má líkja íbúðarlánum með endurskoðunarákvæði við lán með breytilegum vöxtum. Ég er þegar farinn að sjá dæmi þess að verð- tryggð lán með breytilegum vöxtum valda fólki erfiðleikum,“ segir Ing- ólfur í viðtalinu og vísar þar til til- boða, sem bankarnir hafi fyrir nokkrum árum gert bændum um að breyta afurðalánum sínum í verð- tryggt lán með lágum breytilegum vöxtum. Þá hafi vextirnir aðeins ver- ið 4,8% en séu nú orðnir 8,8%. Ljóst er að verðtryggingin skapar lánastofnunum mikið öryggi. Oft er varað við því að taka lán í erlendri mynt vegna gengisóvissu, en það má rétt eins vara við því að taka verð- tryggt lán vegna efnahagsóvissu. Þegar við bætist að vextirnir eru breytilegir bætist eitt tryggingar- ákvæðið við fyrir lánveitandann. Ástandið á lánamörkuðum hér vekur ýmsar spurningar. Hvers vegna getur íslenskur banki með rekstur í Noregi boðið mun hag- stæðari kjör þar en hér á landi? Evrópusambandið er iðulega nefnt sem allrameinabót í sambandi við lánakjör. Það hlýtur hins vegar að vera hægt að taka á verðtrygging- arvandanum án þess að ganga í Evr- ópusambandið! Yfirskrift viðtalsins við Ingólf er „Með bæði belti og axlabönd“ og er þar vísað til lánastofnana. Er ekki lágmark að lánþegar fái þá hjálm? FRAMTÍÐ KENÝA BJARGAÐ? Frá jólum hefur Kenýa rambað ábarmi upplausnar og blóðsút- hellingar og eyðilegging verið dag- legt brauð. Í gær var formlega gengið frá samkomulagi um að stjórnarand- staðan undir forystu Raila Odinga og stjórnarliðar undir forustu Mwai Kibai forseta myndu halda saman um stjórnartaumana. Síga fór á ógæfu- hliðina þegar tilkynnt var að Kibaki hefði borið sigur úr býtum í forseta- kosningunum 27. desember. Ljóst var að framin höfðu verið víðtæk kosningasvik og Odinga neitaði að sætta sig við niðurstöðuna. Undanfarið hefur verið uppgangur í Kenýa og efnahagsleg velgengni þar í landi hafði verið notuð til vitnis um að óhætt væri fyrir fyrirtæki að fjár- festa í Afríku. Margir óttuðust að brytist út borgarastyrjöld í landinu kynni það að hafa áhrif á efnahags- lífið víðar í álfunni. Í liðinni viku tókst að höggva á hnútinn. Odinga samþykkti að falla frá kröfu sinni um að setjast í stól for- seta og verður hann forsætisráðherra landsins. Samkomulagið er ekki síst afrakst- ur utanaðkomandi þrýstings. Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, miðlaði málum og bæði Evrópusambandið og Bandaríkjamenn beittu miklum þrýstingi. Odinga er ekki í neinum vafa um að þessi þrýstingur hafi ráðið úrslitum um að Kibaki gaf eftir. Við- mælendur úr herbúðum Kibakis hafa einnig viðurkennt að þrýstingurinn hafi skipt máli, sérstaklega Banda- ríkjamanna, sem verja miklu fé til uppbyggingar í landinu eða rúmlega hálfum milljarði dollara á ári. Sagt er að Condoleezza Rice, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi verið sérstaklega fylgin sér. Hún kom til Kenýa í febrúar og ber flest- um saman um að hún hafi hund- skammað Kibaki og sagt honum að útilokað væri fyrir hann að ætla að halda Odinga frá völdum. Kibaki og Odinga settust saman í stjórn eftir að sá fyrrnefndi var kos- inn forseti árið 2002. Því samstarfi lyktaði með ósætti og Odinga gekk út úr því. Nú ríður mikið á því að samstarfið gangi upp. Odinga hefur sagt að hann vilji taka til hendinni í efnahagsmál- um og bæta stöðu þeirra, sem búa í fátækrahverfum landsins. Íbúar fá- tækrahverfanna búa í sárri örbirgð og þar hefur ekki þurft mikið til að of- beldi brytist út í stjórnarkreppunni. Það veitir því ekki af að þar verði um- bætur. Alþjóðasamfélagið sýndi í Kenýa að það getur haft áhrif. Nú þarf það að halda áfram uppi þrýstingi. Minnstu munaði að Kenýa færi út af sporinu með hörmulegum afleiðing- um. Vonandi hefur framtíð landsins verið bjargað með hinu nýja sam- komulagi. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftirmæli við minningarstund í Laugardæla- kirkju 16. febrúar 2008. Að feta sitt einstig á alfarabraut að eilífu er listanna göfuga þraut. Að aka seglum í eigin sjó einn meðal þúsunda fylgdar. (Einar Ben.) Hvernig skal lifa lífinu? Hver eru þau gildi í lífinu sem hafa sjálfgildi og eru eilíf, hafin yfir skyndilæti hversdagsins og geta veitt varanlega hamingju? Til eru þeir menn sem finna hið sanna markmið í lífinu, eina stjörnu til þess að stýra eftir án þess nokkru sinni að efast, eitt gildi til þess að lifa fyrir. Margir telja listina meðal vafalausustu gilda mannlífsins og unnendur skáklistarinnar telja hana hiklaust til listanna. Með hvíldarlausri viðleitni berjast þessir menn upp brattann til þess að ná fullkomnun. Samlíking Jesú Krists um manninn sem fórn- aði öllu fyrir eina perlu sýnir afstöðuna til hinna eftirsóknarverðu gilda. Slíkir menn berjast gegn straumnum, með augun á þeirri ljóslind sem viðfangsefni þeirra er, og skera sig skýrt frá þeim sem berast fyrir ytri áhrifum eins og strá sem sveiflast hingað og þangað eftir vindáttinni. Slíkt lífshlaup sjáum við oft hjá listamönnum sem lengst ná í list sinni. Það er eins og þeir séu reknir áfram af hálfmeðvituðum eða ómeðvituðum kröftum, stundum í yfirþyrm- andi einhyggju með demonískum eldmóði. Þeir eru aldrei algjörlega heima hjá sér á jörðinni, verða stundum heimilislausir í tilver- unni, eiga sér ekkert heimaland. Að lifa ríku hugsanalífi heimtar einveru og óbrotið líf að ytri viðburðum. Bobby Fischer lagði sjálfan sig undir í tafli lífsins. Hann helgaði sig þeirri list sem er takmörkuð við sextíu og fjögurra reita borð en er takmarkalaus í margbreytileika sínum, þeirri list sem bundin er ströngum leikreglum en hefur til skýja aðeins þá sem með afli hug- arflugsins og snillinnar ná að höndla kjarn- ann. Hann lifði í lífi sínu miklar andstæður, vald örlaganna hreif hann með í sinn óbilgjarna leik. Ölögin gáfu og örlögin tóku. Æviskeið hans var sem leikvöllur andstæðnanna. Hann var hylltur og útlægur ger, fátækur og ríkur, frægur og fyrirlitinn, sigurvegari við skák- borðið en laut í lægra haldi í leitinni að ham- ingju lífsins, naut frelsis og var sviptur því og fangelsaður, eignaðist fjölda aðdáenda en fáa vini. Hann var fullkomlega skeytingarlaus um það öryggi og athygli sem flestir sækjast eftir en lifði alla tíð í samræmi við þær meg- inreglur sem hann mótaði sjálfur án tillits til skoðana fjöldans. Á því sviði sem hann kaus sér sem leikvöll var hann öllum fremri, þar hugsaði hann eins og hálfguð en lét lönd og l e g e f o a a b i Þ v h a F s O s s n F s s s s a r m Robert James Fisch FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Almenningur upplifir ekki áeigin skinni þá kreppusem blöðin fjalla um.Þorri almennings er ekki í hlutabréfakaupum og gengis- áhættupælingum. Sala í bílum, fjór- hjólum og vélsleðum er því góð og ég sé ekki nein merki um að það sé að breytast.“ Þetta segir Haraldur Þór Stefánsson, framkvæmdastjóri hjá Toyota í Kópavogi. Þær fréttir sem Haraldur er að vísa til eru um mikla lækkun á verði hlutabréfa, mjög hæga sölu á fast- eignamarkaði, lækkandi gengi krónunnar og samdrátt í útlánum bankanna. Seðlabankinn hefur verið að vonast eftir að þessar neikvæðu fréttir af efnahagslífinu og háir stýrivextir bankans leiði til minnk- andi þenslu og minni verðbólgu. Til að þetta gangi eftir þarf að draga úr einkaneyslu en það hefur hins vegar ekki gengið eftir, a.m.k. ekki enn þá. Einkaneysla jókst þegar leið á árið Í Hagvísum Seðlabankans, sem komu út í síðustu viku, er bent á að ársvöxtur dagvöruveltu hafi verið 12,5% í janúar og greiðslukortavelta hafi aukist um 7,5% að raungildi í janúar í samanburði við sama mán- uð í fyrra. Þessi aukning sé aðeins minni en á síðasta ársfjórðungi síð- asta árs en greinilegt er að bankinn telur að þensla í efnahagslífinu sé mikil. Hraður vöxtur einkaneyslu hefur verið eitt af því sem knúið hefur áfram hagvöxt hér á landi síðustu árin. Hvað er það sem drífur einka- neysluna áfram? Það er einkum stöðug og jöfn aukning kaupmáttar ráðstöfunartekna og hröð eigna- myndun heimilanna, ásamt greiðum aðgengi að lánsfé. Hagfræðingar hafa undanfarin ár aftur og aftur spáð minnkandi einkaneyslu og minni hagvexti, en oftar en ekki hafa þeir orðið að viðurkenna að tölurnar hafi reynst hærri en þeir áttu von á. Það hefur komið greiningardeild- um bankanna talsvert á óvart hvernig einkaneysla hefur þróast á síðustu misserum. Einkaneysla minnkaði um 1,3% á fyrsta ársfjórð- ungi síðasta árs og var það í fyrsta skiptið í fimm ár sem Hagstofan mældi samdrátt í einkaneyslu. Þessi samdráttur kom í kjölfar umróts á fjármálamarkaði og lækkunar á gengi krónunnar á árinu 2006. Flestir töldu að þessi samdráttur í einkaneyslu væri til merkis um að það væri að hægja á efnahagslífinu eftir mikla þenslu. Annað kom á daginn. Á öðrum ársfjórðungi jókst einkaneysla um 4,1% og á þriðja ársfjórðungi nam vöxturinn 7,5%. Tölur fyrir fjórða ársfjórðung liggja ekki fyrir en flest bendir til að einkaneysla á árinu 2007 hafi verið meiri en árið 2006 þegar hún var 4,4%. Sjaldan betri sala í bílum Þegar talað er um einkaneyslu er átt við almenn kaup heimilanna á vörum og þjónustu, s.s. bílum, raf- tækjum, flugferðum og fatnaði. Í janúar sl. jókst innflutningur á al- mennum neysluvarningi um 18,4% á föstu gengi í samanburði við janúar í fyrra. Innflutningur á heim um jókst enn meira eða u Innflutningur á fatnaði j 18,3%. Í upphafi síðasta árs var að bílainnflutningur mynd saman á árinu eftir mjög gó árinu 2006. Fyrstu mánuð bentu til þess að þessi spá g ir en þegar kom fram á m bílasala mikinn kipp. Nið varð sú að sala á bílum jók um 3,4% í samanburði v undan. Ekkert lát er á þessari m því að á fyrstu tveimur m þessa árs hefur sala á fó aukist um 43% í samanb sömu mánuði í fyrra. Sa upplýsingum frá Umferða þessi mikla sala nálægt þv sögulegt met. Athygli veku Almenningu skinni að þa  Einkaneysla hefur aukist síðustu misserin þvert á spár h Verð á hlutabréfum lækkar, fasteignaviðskipti eru í lágmarki, gengi krónunnar lækkar og bank- arnir draga úr útlánum. Samt heldur einkaneysla áfram að aukast. Getur verið að þessar neikvæðu fréttir skipti þorra almennings litlu máli? Bílar Bílasala hefur verið meiri í janúar og febrúar e

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.