Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 27 bestu stundir að vera í tjaldi og með prímus og annan útilegubún- að. Bragi og Gréta eiga sumarbú- stað við Rauðavatn, þar undi fjöl- skyldan sér vel. Sat Bragi oft og horfði á Snæfellsjökul og sagði: Þetta er dýrleg sjón, drengurinn minn. Þarna fór hann með Grétu og Huldu mágkonu sinni sem nú er látin, Bragi var alltaf til taks ef Huldu vantaði eitthvað. Með þess- um fáu orðum kveðjum við góðan vin. Elsku Gréta og fjölskylda, við vottum ykkur dýpstu samúð. Guð veri með ykkur. Sævar og Ragnheiður. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. V.V Bragi, gamall vinnufélagi og vin- ur er látinn, ég kynntist honum fljótt eftir ég kom til vinnu hjá Agli Vilhjálmssyni hf. haustið 1955. Hann var verkstjóri á Smurstöð E.V. hf. og hugsaði um hana eins og sjáaldur auga síns, snyrtimenni mikið, það sást á öllu þar. Bragi átti flottan bíl þá sem við öfund- uðum hann af „Morris R 40“ og það var ósjaldan sem við sáum hann við að snyrta hann og bóna ef smáhlé kom á vinnu hjá honum. Starfsmannafélag var mjög virkt á þessum árum hjá fyrirtækinu því hátt á annað hundrað manns unnu við það og samheldni góð. Bragi var vel virkur í því og tók þátt í öllu sem þar fór fram, hvort sem voru sumarferðir, spilakvöld eða böll sem voru minnst þrjú á ári og að sjá hann á dansgólfinu, með sína ektakvinnu Grétu, dansandi polka, ræla, valsa og tangó var flott á að horfa. Þau voru mjög samrýnd í öllu, hvort sem var á heimilinu eða sumarhúsinu, það sá maður á öllu er heim til þeirra var komið. Undanfarin ár höfum við nokkrir gamlir vinnufélagar komið saman í morgunkaffi, skötuveislu og þorra- mat þegar það hefur átt við og þín verður sárt saknað úr þeim hópi og sendir hann samúðarkveðjur til ykkar allra. Elsku Gréta, við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til þín og fjölskyldna. Drottinn blessi ykkur. Ásvaldur og Erna María. Í dag kveðjum við Braga Þor- steinsson, góðan félaga úr hópi fyrrum starfsmanna Egils Vil- hjálmssonar. Við höfum haldið hóp- inn í 26 ár og hist einu sinni á ári ásamt mökum við mikinn fögnuð allra félaganna. Í þessum hófum hefur verið rifj- að upp og sýndar myndir úr göml- um ferðalögum og uppákomum sem haldið var þegar fyrirtækið Egill Vilhjálmsson var upp á sitt besta. Söngur og gleði var Braga mikilvægt enda mikill söngmaður. Þeir feðgar Steini og hann voru oft beðnir um að taka „lagið“ og jóðla við mikinn fögnuð. Danslag sett á fóninn og var þá Bragi sá sem hélt uppi fjörinu enda mikill og góður dansmaður og ekki hætt fyrr en búið var að dansa við allar stelp- urnar. Gréta og Bragi dönsuðu mikið fyrr á árum og fóru gjarnan á gömlu dansana vikulega ásamt góð- um vinum. Bragi bjó í miðbæ Reykjavíkur gekk oft um miðbæinn enda mikill bæjarbúi og síðast þegar við hitt- umst í janúar sagði hann okkur sögur af ýmsum gömlum húsum í Reykjavík og hvaða hús hann vildi sjá standa eftir. Á kveðjustundu eru Braga þökk- uð góð kynni, og Bragi minn, við stelpurnar eigum eftir að sakna þess að fá okkar árlega faðmlag þitt með óskum um gleðilegt ár. Elsku Gréta, það er erfitt að missa góðan vin og lífsförunaut til margra ára, Guð veri með þér. Við sendum þér og fjölskyldunni allri innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd Egilshópsins. Birna og Þorgeir. Elsku afi minn, takk fyrir allt sem þú ert búinn að gefa mér. Nú ert þú kominn til guðs. Ég veit að þér á eftir að líða vel með ömmu hjá guði. Þú þarft ekki að kveljast lengur. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Þórey Rut. Hann afi Reynir var góður afi. Hann var gjafmildur og alltaf tilbúinn að hjálpa manni. Hann kom oft að styðja okkur á fótboltaleikjum og var ekki spar á hrós. Hann lét okkur vita að hann væri stoltur af okkur og þætti vænt um okkur. Okkur þótti líka rosalega vænt um hann og söknum hans. Lára Kristín og Andrea Rut. HINSTA KVEÐJA ✝ Reynir Krist-insson fæddist í Reykjavík 5. sept- ember 1930. Hann lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi hinn 25. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Kristinn Kristjánsson, f. 3. júní 1903, d. 23. mars 1963, og Vil- borg Sigmunds- dóttir, f. 2. sept- ember 1906, d. 25. júní 1997. Reynir var einkabarn þeirra hjóna. Hinn 26. október 1957 kvænt- ist Reynir Ernu Haraldsdóttur, f. 17. október 1939, d. 13. júní 1977. Dætur þeirra eru: 1) Elín, f. 9. mars 1958, í sambúð með Bárði Smárasyni. Dætur Elínar eru Þórey Rut Jóhannesdóttir og Erna Guðmundsdóttir, sambýlis- maður Ingólfur Már Grímsson. Þau slitu samvistum. Reynir var í sambúð síðustu æviárin með Björgu Stef- ánsdóttur, f. 1. maí 1939. Börn hennar og Halldórs Runólfs- sonar eru: 1) Stefán, í sambúð með Hjördísi Andrésdóttur, son- ur þeirra er Davíð Funi. 2) Jó- hanna Sigríður, í sambúð með Viðari Baldurssyni. Synir henn- ar eru: a) Halldór Örn, kvæntur Hildi Brynjólfsdóttur, börn þeirra eru Sigrún Björg, Ásgeir Örn, Ólöf Harpa, og b) Pétur Ágúst. Reynir var atvinnubílstjóri alla sína starfsævi. Framan af keyrði hann rútur hjá föður sín- um, síðar leigubíl hjá Hreyfli og síðustu starfsárin vörubíl hjá Þrótti. Einnig starfaði hann um tíma hjá Mælastöð Rafmagns- veitu Reykjavíkur. Hann var mikill hestamaður, átti alltaf góða hesta. Reynir var söng- maður og söng með Karlakór Reykjavíkur um nokkura ára skeið. Útför Reynis verður gerð frá Lágafellskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 2) Vilborg, f. 28. apríl 1959, í sambúð með Jónasi Karli Harðarsyni. Synir þeirra eru Kristinn, í sambúð með Thelmu Þorbergs- dóttur og Jónas Karl. 3) Kristín, f. 15. júlí 1961, í sam- búð með Jakobi Hólm. Börn hennar og Guðmundar Más Ástþórssonar eru: a) Ástþór Reynir, kvæntur Ásrúnu Ósk Bragadóttur, börn þeirra eru Guðmundur Bragi og Katrín Ósk, b) Ásdís Rut, í sambúð með Hilmari Guðmundssyni og c) Gísli Már. 4) Erna, f. 2. sept- ember 1968, gift Herberti Ped- ersen. Dætur þeirra eru Lára Kristín og Andrea Rut. Reynir var um tíma í sambúð með Andreu Helgadóttur, f. 13. nóvember 1927, d. 26. júlí 2003. Elsku afi, nú ertu kominn til ömmu og hættur að vera veikur. Ég sakna þín en ég veit að þér líður betur núna og að þú vakir yfir okkur. Síðustu mánuðirnir voru þér erf- iðir en þér tókst að halda skop- skyninu í gegnum þennan tíma og það var svo indælt að koma í heim- sókn til þín og hlusta á sögurnar þínar. Ég gleymi aldrei kvöldinu sem ég kom til þín þegar mesta frostið var. Mér var svo kalt á höndunum en þú tókst utan um þær og hlýj- aðir mér og við sátum hönd í hönd allan tímann sem ég var hjá þér. Takk fyrir það, afi minn. Takk fyr- ir þann tíma sem við fengum að hafa þig hjá okkur og hvíl í friði, elsku afi Reynir. Erna. Afi Reynir. Elsku afi minn. Eftir langa bar- áttu ertu nú farinn á betri stað, þín verður sárt saknað. En ég held í góðu minningarnar úr Ljósheim- unum, Njálsgötunni, hesthúsinu, hjólhýsinu og vörubílnum. Ég þakka þær stundir sem ég átti með þér í hesthúsinu við Rauðavatn, þar sem ég fékk mína fyrstu reynslu í að umgangast hesta, sem varð svo að stórum hluta í mínu lífi. Í hjólhýsinu áttum við góðar stundir og sérstaklega þegar við sóttum hundinn Hýra niður í Lax- árnes. Eftir á að hyggja var það ótrúlegt hversu oft þú nenntir að sækja mig inn í Logafold á vöru- bílnum til að skutla mér upp í hesthús í miðri vinnu. Við systk- inin munum ávallt minnast þín sem góðs afa, sem ávallt var gott að eiga að. Hvíldu í friði, kæri afi, og megi minning þín lifa sem lengst. Ástþór Reynir Guðmundsson. Myndin sem leitar á huga minn er falleg. Reynir á sjúkrabeði sín- um og leitar eftir hönd Bjargar sem situr við rúmið. Ég fann að á milli þeirra streymdi meiri kær- leikur en ég hafði gert mér í hug- arlund og að þetta var ekki í fyrsta skipti sem þau héldust í hendur á þennan hátt. Þetta var viku áður en Reynir kvaddi þennan heim, á Líknardeildinni í Kópavogi þar sem hann lá frá því á Þorláks- messu. Ég hafði aldrei þessu vant ekið Björgu og heilsað upp á Reyni í leiðinni Ég hitti Reyni fyrst fyrir um 19 árum þegar hann byrjaði að draga sig eftir Björgu sem var ekkja og hann ekkill. Við Björg kynntumst hins vegar fyrir meira en 30 árum. Makar okkar voru í JC og við báð- ar í fyrstu stjórn JC Víkur. Björg segir að ég hafi verið sú eina sem áttaði mig ekki á að eftir jarðarför Halldórs mannsins hennar hafi heimsóknartíminn verið búinn. Ég hélt nefnilega áfram að koma við þegar ég átti leið í bæinn. Með Björgu sem milligöngu- mann fékk ég íbúð á Njálsgötunni hjá móður Reynis 1988 eða 1989 þegar ég var í KHÍ. Næstu ár hitti ég Reyni af og til þegar ég heim- sótti Björgu. Fyrst á Baldursgöt- unni þar sem hún bjó en síðar á öðrum stöðum þar sem þau bjuggu saman. Hvenær þekkir maður aðra manneskju? Svörin eru mismun- andi og öll geta verið rétt. Ég kynntist Reyni á síðasta skeiði lífs hans. Ég þekkti ekki grallarann, bílstjórann, söngmanninn, dansar- ann eða hestamanninn Reyni. En ég heyrði af honum. Hins vegar kynntist ég kurteisum hæglátum manni sem alltaf heilsaði mér af hlýleik með „Komdu sæl, Valla mín“, þegar ég kom í heimsókn. Honum tókst að fá þessa pjattrófu hana Björgu á hestbak og hefði ef- laust gert hana að hestakonu ef honum hefði enst heilsa. Seiglan í Reyni var ótrúleg. Hann fékk heilablóðfall fyrir 5 ár- um og lamaðist en komst aftur á fætur og byrjaði líka að keyra. Síð- ustu 4 ár hef ég heimsótt þau í litlu fallegu íbúðina þeirra á Þórð- arsveig. Aftur fékk hann áfall og náði sér furðanlega. Þegar þau voru á Heilsustofnuninni í Hvera- gerði í október/nóvember gerðist þetta enn og hann fór á spítala. Þá datt engum í hug að hann væri með krabbamein. Það var ekki fyrr en eftir ítarlega rannsókn að það varð ljóst og átti að skera smá meinsemd úr maganum. Hún reyndist meiri en hægt var að ráða við. Honum var lokað aftur og þá hófst biðin. Það hefur skapast sú venja að ég heimsæki Björgu eftir nætur- vaktir því hún fór alltaf til Reynis um hádegið og var hjá honum fram á kvöld. Þannig fylgdist ég með veikindum hans. Þetta vissi hann greinilega því hann spurði mig hvort ég hefði verið á næturvakt þetta síðasta skipti sem ég sá hann vakandi og getið er um hér í upp- hafi. Alltaf jafn notalegur þakkaði hann mér fyrir að hafa komið með hana. Hann var ánægður með umönnun á Líknardeildinni og sagðist vera eins og á 5 stjörnu hóteli. Æðrulaus beið hann síns skapadægurs. Elsku Björg og Reynisdætur, ég bið ykkur Guðs blessunar og megi minningin um góðan félaga og föð- ur lifa sem lengst. Valbjörg (Valla.) Ég trúi á ljós, sem lýsir mér, á líf og kærleika, á sigur þess, sem sannast er, og sættir mannanna. Á afl sem stendur ætíð vörð um allt, sem fagurt er, á Guð á himni, Guð á jörð og Guð í sjálfum mér. (Ólafur Gaukur.) - Amazing Grace Takk fyrir allt. Jóhanna og fjölsk. Gefðu ungum gæðingum. Nú þegar fyrrum tengdafaðir minn er látinn eftir snörp veikindi, hugsa ég til baka og þá hlaðast upp minningar sem aðalega tengjast hestamennsku. Þessi laglína kom þá upp í huga mér. Um leið og ég kynntist Reyni, 1976, tók hann mig strax með sér í hestastúss sem leiddi af sér margar ánægjustund- ir. Þó að Reynir væri borgarbarn var hann búinn að stunda hesta- mennsku frá því hann var ungur maður og því margt sem ég gat lært af honum. Einhvern veginn varð hestaumræðan minnisstæðust í samskiptum okkar og þegar ég heimsótti hann í veikindunum var fátt annað rætt en hestamennska og þá eins og oft áður var gjarnan slegið á létta strengi. Gefðu ungum gæðingum græna tuggu’ á morgnunum. Launa þeir með léttfærum, lipru, sterku fótunum Ég votta fjölskyldu Reynis sam- úð mína. Guðmundur Már Ástþórsson. Reynir Kristinsson ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KOLBEINN KOLBEINSSON frá Kollafirði, Reynihvammi 40, Kópavogi, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut föstu- daginn 29. febrúar. Útförin fer fram frá Lágafellskirkju föstudaginn 7. mars kl. 11.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Guðrún Guðmundsdóttir, Agnar Kolbeinsson, Lóa Hallsdóttir, Kolbeinn Agnarsson, Guðríður Jónsdóttir, Kristrún Agnarsdóttir, Róbert Agnarsson, Sigrún Ósk Ómarsdóttir, Ásdís Helga Agnarsdóttir og langafabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, MAGNÚS ÞORVARÐARSON, Fannafold 127a, 112 Reykjavík, lést að heimili sínu laugardaginn 1. mars. Hólmfríður Gísladóttir, Rósa Magnúsdóttir, Pétur Eysteinsson, Steinunn Magnúsdóttir, Georg Eggertsson, Þ. Hjalti Magnússon, Sigríður María Sverrisdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN GUÐLAUGSSON frá Vík í Mýrdal, Hraunbæ 103, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 4. mars. Margrét Ögmundsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Oddur Þórðarson, Jóna Jónsdóttir, Pétur Eiríksson, Guðlaugur G. Jónsson, Sigríður Ingunn Ágústsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.