Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 25                                   !        "   #    $      !       !   " %          &   '  (    "      "   ) $          $   $   "   *'  +            "            ) $  , -      )       './+/,/01'23343 3!      4     541,6&/315&)+/7 89: ;<== 54 1,>&/315?@A=&B43-/?/&                                                                                ! " #        "        $#  %%  %         & '   "  "            "         ( 9C A: AA 9D - kemur þér við Sérblað um heimili fylgir blaðinu í dag Hvað ætlar þú að lesa í dag? Bændur og verkalýðs- forysta í hár saman Steingrímur J. vill kíkja undir sauðargærurnar Stöðumælarnir kreditkortavæddir Hverjir eru leikarar framtíðarinnar? Fangbrögð í stað fantabragða hjá Trish Stratus FYRIR jólin fjárfesti fjölskyldan í 100.000 króna Acer-tölvu hjá BT fyr- ir háskólastúdentinn á heimilinu. Ekki svosem í frásögur færandi nema rúmum tveimur mánuðum síð- ar biluðu herlegheitin, það var ómögulegt að kveikja á tölvunni. Farið var með tölvuna í Skeifuna 17, á BT verkstæði fimmtudaginn 21. febrúar. Þar var okkur tjáð að nokkrar vikur tæki að gera við tölv- una. Morguninn eftir þ.e. föstudag- inn 22. febrúar hringdi ég á verk- stæðið og var ekki hress með að þurfa að bíða í nokkrar vikur eftir niðurstöðunni, enda glæný tölva. Mér var boðin flýtimeðferð á 4.000 krónur sem ég þáði og þá var mér ennfremur sagt að það þýddi að tölv- an færi strax á borðið í viðgerð. Síðar um daginn hringdi ég og þá sögðust þeir vera að skoða hana en gætu ekki lofað henni fyrir lokun. Á mánudagsmorgunn hringdi ég aftur og þá fékk ég sömu svör. Þetta væri eitthvað snúið með tölvuna og þeir þyrftu að skoða hana betur. Á þriðjudegi hringi ég svo í þá enda farið að lengja eftir niðurstöðu skoð- unarinnar – ég var jú að borga fyrir flýtimeðferð. Þá er mér sagt að það vanti lykilnúmer á tölvuna og að þeir hafi reynt að hringja í mig fyrr um morguninn. Ég get ekki séð það á farsímanum mínum. Lykilnúmerinu er auðvitað reddað en enn finnst mér furðulegt að lykilorð hafi ekki þurft fyrr. Þeir segjast hafa náð að kveikja á henni og nú ætli þeir að skoða þetta aðeins betur. Síðdegis má svo sækja tölvuna. Þegar hún er sótt er rukkað um 12.500 krónur. Í fyrsta lagi 4.500 krónur fyrir skoðunargjald á tölv- unni sem mér var aldrei tilkynnt um og tölvan þar að auki í ábyrgð. Fyrir utan þetta þá er flýtimerðferðin nú komin úr 4.000 krónum í 7.500 krón- ur. Ég fór ekki sjálf að ganga frá greiðslunni. Ég mætti á hinn bóginn morguninn eftir og líklega hefur upplitið ekki verið skemmtilegt enda ég óhress með að borga dágóðan hluta af virði tölvunnar í viðgerð og hún ekki nema 2 mánaða. Ég vildi fá útskýringar. Kurteis afgreiðslumað- urinn baðst afsökunar á 7.500 krón- um og sagði að ef mér hefði verið sagt að flýtimeðferð kostaði 4.000 krónur þá skyldi það standa. Okkur greindi hinsvegar á um skoð- unargjaldið. Hversvegna á ég að þurfa að greiða 4.500 krónur í skoð- unargjald af tölvu sem er glæný og bilar? Það er 2 ára ábyrgð á tölv- unni? Ég bað um útprentun á við- gerðinni en hann sagði að þar stæði ekkert nema: Tölvan kveikir ekki á sér og að engir aukahlutir hefðu fylgt henni í viðgerð. Ég græddi lítið á því. Ég er enn ósátt. Mér finnst stórundarlegt að 1. Mér hafi ekki verið sagt frá þessu 4.500 króna skoð- unargjaldi fyrirfram á glænýrri tölvu sem ekki fer í samband. 2. Ég hef engar viðhlítandi skýr- ingar fengið á því hvað var að tölvunni. 3. Og í þriðja og síðasta lagi er ég ósátt við að ég skuli yfirhöfuð þurfa að borga skoðunargjald af tölvu sem er 2 mánaða gömul og virkar ekki. Hvað með þessa ábyrgð sem er á tölvum? Mín skilaboð eru einfaldlega. Ef lesendur ætla að kaupa tölvu, þá skoðið ekki bara verð tölvunnar heldur ábyrgðarskilmála og viðgerð- arþjónustuna. Fáið á hreint hvernig ábyrgð og viðgerðum er háttað ef eitthvað bregður útaf meðan tölvan er sögð í ábyrgð. GUÐBJÖRG R. GUÐMUNDSDÓTTIR, Seltjarnarnesi. Hvað er innifalið í tölvuábyrgð hjá BT? Frá Guðbjörgu R. Guðmundsdóttur Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is HLÆGILEG frétt á RÚV – sjón- varpi. „Grátlegar“ RÚBLU-fréttir Á-listans. Það bar við í fréttatíma RÚV – sjónvarpi kl. 22.00 fimmtudaginn 28. febrúar sl. að lesin var tilkynning frá meirihluta bæjarstjórnar Álftaness, um að frétt stöðvarinnar frá því á fimmtudagskvöldið 21. febrúar sl. um bæjarstjórnarfund þá um kvöldið hafi ver- ið röng. En því var haldið fram í fréttinni að fundur bæjar- stjórnar þá um kvöldið hefði verið í uppnámi og fjölmennur. Til- kynningin gekk út á að ekki hafi verið uppnám eða fjölmenni á fund- inum. Þannig bar þó við að í fréttinni voru sýndar myndir frá upphafi fundarins, sem sýndu mikið tilstand og um 50 manns í salnum. Væntanlega er bara sú staðreynd að íbúar fjölmenntu á fundinn, nóg til þess að útskýra uppnámið. Frétta- stjórinn sem las upp tilkynningu Á- listans, sagði að fréttastofan stæði við fréttina! Sjálfsagt hefur fjölmiðlafulltrúi bæjarstjórans, Bæjarútgerðin ehf., komið þessari furðulegu tilkynningu að. Útgerð þessi sér um að koma skrumskældum fréttum úr bæjarlíf- inu á framfæri við íbúa, á heimasíð- unni alftanes.is og til fjölmiðla fyrir tæpar tvær milljónir á ári. En skila- boð útgerðarinnar eru ávallt pöntuð og stílsett af bæjarstjóranum. Úr því að hér er farið yfir þessa stórundarlegu tilkynningu Á-listans í fréttatímanum, þá er ekki úr vegi að taka fyrir í stuttu máli nokkrar „fréttir“ Á-listans. Samningar og frændsemi Bæjarstjóri lagði mikla áherslu á að gera samninga við VST- verkfræðistofu, strax í júní 2006. VST hefur unnið ótæpilega fyrir bæjarsjóð í gengdarlausri vinnu vegna breytinga á skipulagi og fleira. Við hlið bæjarstjórans býr frændi bæjarstjórans, þeir eru systkinabörn. Frændinn er umferð- arverkfræðingur VST. Frændinn er einn eigenda VST. Frændtengsl þessi eru frekar óheppileg, svo vægt sé til orða tekið. Bæjarstjóri tók þátt í atkvæðagreiðslu í bæjarstjórn um samninga við VST, algerlega van- hæfur, og vakti ekki athygli á þess- um frændtengslum. Svo virðist sem enginn viðstaddra á þeim fundi bæj- arstjórnar, nema bæjarstjóri, hafi vitað að hann var bullandi vanhæfur við afgreiðslu samn- inga við VST. Fulltrúar Á-listans sökuðu þann sem þetta ritar um óheilindi og jafnvel mútur, þegar rætt var um framlengingu samnings við VSÓ- ráðgjöf, vegna vinnu fyrir bæjarfélagið á síðasta kjörtímabili. Ástæðan var vina- tengsl mín við fyrrum eiganda verkfræðistof- unnar. Þetta atriði hafði mér ekki hugn- ast. „Það er aldrei hægt að koma í veg fyrir að ein- hverjir þekkist eða séu frændur, sem samningar eru gerðir við,“ sagði bæjarstjórinn á bæjarstjórnarfund- inum þann 21. febrúar sl.! Kaupum landið, nóg til af aurum Mikill hamagangur er í bæjar- stjóranum við að gera viljayfirlýs- ingar og/eða samninga um kaup á landi helst við alla landeigendur á Álftanesi. Hann vill kaupa land af eigendum Vestra-Sviðholts, Hala- kots og Þórukots. Hann vill kaupa land og eignir Bessans. Hann hefur skrifað undir sterkt orðaða vilja- yfirlýsingu við eigendur Eyvind- arstaða um kaup á landi vegna „færslu Norðurnesvegar.“ Eina ves- enið er að hvað gerist ef vegurinn verður ekki færður, á þá „bara að næra margæsina á dýru landinu?“ Hugmynd bæjarstjórans er að færa veginn til þess að koma þar í staðinn fyrir röð af þriggja hæða blokkum. Fallega hugsað, ekki satt? En smá- vesen er að einn aðila að sölu lands- ins er Úlfar Ármannsson, einn af hugmyndafræðingum Á-listans og meðal hörðustu stuðningsmanna og ráðgjafa. En, æ, æ, annar aðili að sölu landsins til bæjarsjóðs, ef vilja- yfirlýsingin gengur eftir, er Ari Sig- urðsson, sem er venslaður eig- endum. En Ari þessi er einn af hugmyndafræðingum Á-listans og guðfaðir, ásamt Úlfari og fleirum, aðalráðgjafi bæjarstjóra og sá sem byrjaði hafnarframkvæmdirnar á Eyrinni í janúar sl. með því að sturta grjóti í fjöruna „án þess að hafa leyfi bæjarstjórans“ og „án þess að bæj- arstjórinn, vinur hans, vissi!“ Eitt enn, bæjarstjórinn er búinn að skrifa undir viljayfirlýsingu um kaup á landi Eyvindarholts, eigandi Úlfar sá sami Ármannsson, já, sami Úlfar og hér er nefndur að framan. En Úlfar er faðir fyrsta varamanns Á-lista í bæjarstjórninni. Eyvindar- holt hvað? Ekki á að fara að byggja þar? Jú jú, það er þess vegna sem landið verður keypt, sagði bæjar- stjórinn! Alls hljóða þessar yfirlýs- ingar um kaup á landi hér og þar um Álftanesið upp á um 780.000.000 kr. Hvað gerist ef áætlanir Á-listans um alla þessa uppbyggingu á árinu 2008 ganga ekki eftir? Hvar verður bæj- arsjóður þá staddur? Hvar á þá að taka peninga til þess að borga? Er ekki vænlegra að mýkja orð í tali og yfirlýsingarnar allar og skoða mögu- leg kaup, þegar og ef aurarnir eru í sjónmáli? Reglulegar tekjur 2008 verða um 1.000.000.000 kr.? Hvað ef fjárhagsáætlun ársins 2008, með 850.000.000 kr. hagnaði, gengur ekki eftir? Þetta eru ekki „ekki fréttir“ held- ur einfaldur veruleiki úr stjórnsýslu Á-listans á Álftanesi. Lifi lýðræðið. Lifandi og linnulaus hamingja, lætin eru rétt að byrja, þúsundir peninga látlaust dyngja, þá er ekki að lokum að spyrja. Álftanes – er ekki allt í lagi? Guðmundur G. Gunnarsson skrifar um skipulagsmál á Álftanesi » Á Álftanesi eru uppi deilur um skipulag og fjárhag, þessi grein skýrir málið með óhefð- bundnum hætti. Guðmundur G. Gunnarsson Höfundur er bæjarfulltrúi á Álftanesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.