Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 11 ALÞINGI NIKÓTÍNLYF gætu verið til sölu í næstu sjoppu og hægt verður að fá lyf send í pósti ef nýtt frumvarp heilbrigðisráðherra verður að lögum en það var lagt fram á Alþingi í gær. Frumvarpinu er ætlað að efla samkeppni á lyfjamarkaði og auka þjónustu við neytendur en einnig er gert ráð fyrir því að verð á lyfseð- ilsskyldum lyfjum verði það sama um allt land. Lyfjaheildsalar, lyfjaramleiðendur og umboðsmenn þeirra eða smásöluaðilar munu því ekki veita afslátt á slíkum lyfjum heldur aðeins tilkynnt lægra verð sem verður birt í lyfjaverðskrá. „Afslættir lyfjabúða eins og þeir birtast sjúklingum í dag mismuna þeim eftir búsetu, enda eru þeir flóknir og ógagnsæir og hvetja ekki til notkunar ódýrra lyfja,“ segir í greinargerð með frumvarpinu og tekið er fram að afslættir með núverandi fyrirkomulagi virki sem inngönguhindrun fyrir nýja aðila og auki enn frekar á fákeppni. Með breytingunni sé komið í veg fyrir mis- munun eftir búsetu. Nikótínlyf í sjoppum og sama lyfjaverð um allt land Morgunblaðið/Kristinn Allt eins Sama verð verður um allt land en það dregur úr fákeppni. MENN gjaldfella eigin sér- fræðiþekkingu ef þeir taka bæði að sér að hanna mannvirki og meta hönnunina sem slíka. Þetta sagði Álfheiður Ingadóttir, þing- maður Vinstri grænna, í um- ræðum um þingsályktunartillögu fjögurra þingmanna VG um að ríkisstjórnin láti vinna óháð áhættumat vegna fyrirhugaðra virkjana í Þjórsá en Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki, taldi vegið að starfsheiðri starfs- manna Landsvirkjunar með til- lögunni. Lagt er til að skipaður verði hópur sérfræðinga á sviði jarðvís- inda, mannvirkjagerðar, áhættu- mats og veiðimála og sérstaklega áskilið að enginn þeirra hafi áður unnið að áhættumati vegna þess- ara sömu virkjana, hönnun mann- virkja Landsvirkjunar eða eigi að öðru leyti hagsmuna að gæta vegna framkvæmdanna. „Þarna finnst mér verið að gefa í skyn að starfsmenn Landsvirkjunar eigi einhverra annarlegra hagsmuna að gæta sem komi í veg fyrir að þeir geti unnið faglegt hættu- mat,“ sagði Ragnheiður. Álfheiður var hins vegar á öðru máli og sagði ekki vegið að starfsheiðri manna með því að gera kröfu til þess að þeir sem meti það hvort mannvirki stand- ist tiltekna raun séu óháðir. Mat á eigin verkum verði alltaf ómarktækt. Álfheiður Ingadóttir Ragnheiður Elín Árnadóttir Vegið að starfsheiðri? Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is BYGGING nýs álvers gæti haft mik- il áhrif og blásið lífi í þær glæður sem nú virðast vera að kólna hratt í ís- lensku atvinnulífi. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde forsætisráð- herra í utandagskrárumræðum um efnahags-, atvinnu- og kjaramál á Alþingi í gær. Guðni Ágústsson, for- maður Framsóknarflokksins, tók undir með Geir og sagði að það kynni að draga svo skarpt saman að mik- ilvægt gæti verið að flýta fram- kvæmdum á þessu kjörtímabili. Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, var einnig fylgjandi framkvæmdum en öðru máli gegndi um málshefjandann og formann Vinstri grænna, Steingrím- ur J. Sigfússon. Hann furðaði sig á því að menn virtust ekki ætla að stunda hóflega sjálfsgagnrýni og læra af mistökunum. „Þess vegna er það ekki sérstakt fagnaðarefni að hæstvirtur forsætisráðherra virðist enn vera við sama heygarðshornið og trúa á það að álver geti orðið lausn allra okkar vandamála,“ sagði Steingrímur og gagnrýndi Geir einn- ig fyrir að ræða í þessu efni sína eig- in persónulegu skoðun en ekki stefnu ríkisstjórnarinnar. Heimatilbúinn vandi Steingrímur sagði vandann sem nú steðjaði að þjóðarbúskapnum vera að yfirgnæfandi meirihluta heimatilbúinn. Seðlabankinn hefði verið eini aðilinn sem reyndi sitt til að halda aftur af þenslu, vaxandi verðbólgu og viðskiptahalla með því að keyra stýrivextina upp. „Mér finnst það undarlegt að enn skuli staðan vera sú að engar viðræður séu í gangi milli ríkisstjórnar og Seðlabanka og engar ákvarðanir hafi verið teknar um að þær hefjist,“ sagði Steingrímur og var ósáttur við efnahagsstjórn Sjálfstæðisflokksins. Á hans valdatíma hefðu erlendar skuldir þjóðarbúsins farið úr því að vera um þriðjungur af landsfram- leiðslu og upp í að vera tvöföld lands- framleiðslan. Allt síðasta kjörtímabil hefðu stjórnvöld „dælt olíu á verð- bólgubálið“. Verðbólgan væri því nú á bilinu 6-8%, erlendar skuldir orðn- ar 210-220% af vergri landsfram- leiðslu og skuldir heimilanna svo miklar að það tæki þau tvö og hálft ár að borga þær upp þó að fólk byggi í tjaldi á meðan og lifði á loftinu. „Enn sem komið er virðist ríkis- stjórnin föst í afneitunarhjólförum undangenginna ára og hefðbundnum leik að kenna bara einhverju öðru um,“ sagði Steingrímur og nefndi Seðlabankann, stórmarkaðina, tryggingafélögin, olíufélögin og bankana. Aldrei væri við ríkisstjórn- ina sjálfa eða stóriðjustefnuna að sakast. „Og nú síðast er þetta orðinn ímyndarvandi,“ sagði Steingrímur og gaf lítið fyrir hugmyndir um ímyndarherferð í útlöndum. Frjálsar fjármálastofnanir Geir H. Haarde sagði hins vegar mikilvægt að koma á framfæri rétt- um upplýsingum um efnahagsmál á Íslandi enda væri ástandið allt annað en oft er gefið til kynna í erlendum blöðum. Benti hann á að stærstu skuldir þjóðarbúsins væru skuldir fjármálastofnana sem nú væru frjálsar og vakti einnig athygli á því að nýtilkomnir kjarasamningar hefðu eytt óvissu og kæmu til með að stuðla að auknum jöfnuði og jafn- vægi í efnahagsmálum. Geir sagði jafnframt að það hefði verið vitað að hægjast myndi á í efnahagslífinu þegar stórfram- kvæmdum við Kárahnjúkavirkjun og álver á Austurlandi lyki. „En nú er þetta að gerast samtímis. Það er að hægja á vegna þess að það tímabil er frá en líka vegna þess að bank- arnir eru byrjaðir að grípa í taumana vegna ytri aðstæðna,“ sagði Geir og vísaði til umróts á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum og skorts á lánsfé. Þá þyrfti ráð til að bregðast við. Ríkisstjórnin hefði þegar ákveðið mikla aukningu á framkvæmdum sem kæmu nú til góða, t.d. í sam- bandi við samgöngur en næsta spur- ing væri hvort meira þyrfti til. „Og þar er það sem framkvæmdir á borð við nýtt álver geta skipt miklu máli,“ sagði Geir. Blæs lífi í glæðurnar?  Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Frjálslyndra og Framsóknar hlynntir álversfram- kvæmdum  VG á móti en ekkert kom fram hjá Samfylkingu í umræðum í gær Morgunblaðið/Kristinn Eniga meniga Steingrímur J. Sigfússon sagði Illuga Gunnarsson og Bjarna Benediktsson hafa raunsærra mat á stöðu efnahagsmála en forsætisráðherra en tvímenningarnir hafa ekki legið á skoðunum sínum. Ekki sama hvað er Allsherjarnefnd hefur nægan tíma til að fjalla um það ef bæta á kjör ráða- manna en eigi að færa kjör þeirra nær því sem ger- ist meðal lands- manna gefst ekki tími, sagði Val- gerður Bjarna- dóttir, Samfylk- ingu, í umræðum um störf þingsins á Alþingi í gær. Hún var ósátt við að frumvarp hennar um breyt- ingar á lögum um lífeyriskjör Alþing- ismanna, ráðherra og hæstarétt- ardómara hafði ekki verið afgreitt en það var lagt fram 31. október sl. Birgir Ármannsson, formaður alls- herjarnefndar, sagði málið hafa verið sent út til umsagnar en ekki tekið fyr- ir síðan. Venjan væri að stjórn- arfrumvörp gengju fyrir í þing- nefndum og eftir atvikum frumvörp frá forsætisnefnd eða formönnum þingflokka. Innan mánaðar Helgi Hjörvar tók undir með Valgerði og rifjaði upp hversu greiðlega gekk að afgreiða frum- varp sem bætti lífeyriskjör ráða- mannanna árið 2003. Mælt hefði verið fyrir þeim í desember og þau afgreidd í sama mánuði. „Það sýnir svo að ekki verður um villst að þetta mál hef- ur ekki sömu áherslu í umfjöllun þingsins og eftirlaunafrumvarpið á sínum tíma,“ sagði Helgi og Jón Magnússon, Frjálslyndum, var á sama máli og var einnig andvígur þeirri venju að setja ráðherra- frumvörp í forgang. Mál ættu að vera tölusett og tekin fyrir í réttri röð. Hermengun Steinunn Þóra Árnadóttir, VG, mælti fyrir tveimur frumvörpum á Alþingi í gær sem fjalla um heræfingar á Ís- landi. Í öðru þeirra er gert ráð fyrir því að nýting lands til heræfinga sé háð framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar að fenginni umsögn svæðisskipulags- nefndar. Hitt frumvarpið kveður á um að heræfingar séu teknar inn í mynd- ina þegar kemur að umhverfismati. Í greinargerð segir að slíkar æfingar geti haft mikil og neikvæð umhverfis- áhrif enda fylgi þeim oft mikil meng- un. Dagskrá þingsins Þingfundur hefst kl. 13:30 í dag og á dagskrá eru 22 fyrirspurnir auk ut- andagskrárumræðu um einkavæð- ingu Iðnskólans. Valgerður Bjarnadóttir Helgi Hjörvar ÞETTA HELST … EKKERT ríki getur haldið uppi þeim vaxtamun sem nú er milli íslensku krónunnar og helstu gjaldmiðla heims á tímum þegar fjármagn getur flust óhindrað milli landa. Þetta kom fram í máli Illuga Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær. „Ekkert atvinnulíf og þar með engin heimili geta staðið undir slíkum vöxtum til langs tíma, þá mun eitthvað gefa eftir,“ sagði Illugi og taldi jafn- framt eðlilegt að augu manna beindust að Seðlabank- anum sem hefði gengið illa að ná verðbólgumarkmiðum sem sett voru með lögum árið 2001. Illugi sagði áhyggjuefni að Seðlabankinn virtist miða stýrivexti sína fyrst og fremst við það að gengi krón- unnar gæfi ekki eftir. „Af virðist sú hugsun að stýri- vextir séu tæki sem virki tólf til átján mánuði fram í tímann,“ sagði Illugi og bætti við að það setti spurning- armerki við þá stefnu sem var mörkuð árið 2001. Kallaði Illugi eftir samstöðu milli ríkisvaldsins, Seðlabankans og atvinnulífsins alls til aðgerða sem skiptu máli í að vinna á vandamálunum. Framundan væri varnarbarátta og Seðlabankinn ætti að horfa til þeirra markmiða sem sneru að stöðugleika fremur en verðbólgumarkmiða. Illugi sagði jafnframt nýja kjarasamninga koma til með að auka verðbólguna og þegar kæmi að kjara- samningum hins opinbera væri ekki svigrúm til að auka kaupmátt. „Þeir kjarasamningar verða að vera þannig úr garði gerðir að þeir verji kaupmáttinn og komi í veg fyrir að það dragi úr kaupmætti, ekki bara opinberra starfsmanna heldur allra annarra,“ sagði Illugi. Atvinnulíf og heimilin geta ekki staðið undir vöxtunum til langs tíma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.