Morgunblaðið - 05.03.2008, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 05.03.2008, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is „ÞETTA er afskaplega vænn og fal- legur fiskur. Hann er mjög vel á sig kominn, óvenju vænn miðað við það sem við höfum átt að venjast. Með- alvigtin er sjö til átta kíló og allt upp í tíu til tólf kíló í einstaka trossu. Þorskurinn er miklu betur á sig kominn en í fyrra, mjög lifrarmikill og alla vega einu og hálfu kílói þyngri að meðaltali nú en þá,“ sagði Gylfi Gunnarsson, skipstjóri á Þor- leifi EA, í samtali við Verið í gær. Gylfi og hans menn voru þá að landa um 6 tonnum af fallegum þorski, sem þeir fengu í átta trossur. „Maður horfir hérna aftur á bátinn yfir átta dregnar trossur. Veðrið hef- ur verið slíkt að það er nánast aldrei friður og sjaldan sem hægt er að láta netin liggja. Annars er þetta þokka- legt. Við erum að fá sjö til 10 tonn í róðri. Við höfum aðallega verið við Nafarhólinn og núna vorum við reyndar komnir suðaustur úr eyj- unni, í kantinn þar. Þetta er á tölu- verðu dýpi, allt niður á 220 faðma,“ segir Gylfi. Hann segir að þeir hafi ekkert orð- ið varir við loðnu núna, en fiskurinn sé engu að síður mjög vel haldinn. Hann sé reyndar að mestu tómur, það sé þó ein og ein síld og ýsukóð í stærsta fiskinum. „Það er eiginlega ekkert sem er að plaga okkur hér nema veðrið. Það er nánast und- antekning ef við drögum netin ekki í bátinn. Nú er útlit fyrir að kannski verði hægt að róa á fimmtudaginn. Minni bátarnir hafa lítið komizt á sjó með línuna vegna þessarar ótíðar. Það var mjög gott hjá þeim um dag- inn, þegar þeir komust á sjó, en dró eitthvað undan því í síðustu róðr- unum. Það virðist vera fiskur hérna á stóru svæði við eyna,“ segir Gylfi. Fiskurinn af Þorleifi er flattur og saltaður í fiskverkuninni Sigurbirni, sem er sú eina sem eftir er í eynni. Fiskurinn er saltaður samdægurs í flestum tilfellum og fer á markað á Spáni og Portúgal. Gylfi segir að verðið hafi verið svipað í evrum í meira en ár, en nú sé evran að hækka og það breyti auðvitað miklu, „en lánin hækka líka. Þetta er hálfgerður vítahringur.“ Nafarhóllinn loðinn af fugli Gylfi segir að lífríkið við eyna sé í miklum blóma, það sé til dæmis óhemja af fugli við Nafarhólinn, hann sé hreinlega loðinn af fugli. „Heyrðu, það eru þrír dagar í að fuglinn setjist í björgin. Hann sezt upp í fyrstu vikunni í marz, ekki síð- ar en sjöunda til áttunda marz. Þannig hefur það verið svo lengi sem elztu menn muna.“ Hann segir að þetta væri allt í fín- asta standi ef menn hefðu ekki þessa ríkisstjórn yfir sér og þær aðgerðir sem henni fylgdu, eða kannski frekar aðgerðarleysi. „Við fengum á okkur 300 tonna niðurskurð í þorski og það munar um minna, sérstaklega þegar nýbúið var að kaupa svipaðar veiðiheimildir og geta svo ekki nýtt þær. Ég skal ekk- ert segja um það hvort þörf hafi ver- ið á niðurskurðinum eða ekki. Það má reyndar vel vera að það hafi þurft. En aðgerðirnar eru alveg jafn- harkalegar og koma sér jafnilla fyrir þá aðila sem eru að stunda þetta án nokkurra bóta. Það hjálpar okkur ekkert þó einhver verktaki fái að leggja vegarspotta einhvers staðar og ekki höfum við orðið varir við mikla vegagerð í Grímsey. Við höfum ekki orðið varir við nokkrar mótvæg- isaðgerðir. Það er svo alveg ótrúlegt að maður skuli láta það út úr sér í ræðustóli á Alþingi, að þegar og ef kvótinn verði aukinn á ný, eigi aukningin ekki að skila sér til þeirra, sem tóku nið- urskurðinn á sig, heldur eigi hún að fara til einhverra annarra. Á hverj- um heldur hann að niðurskurður um 60.000 tonna sé að bitna? Og segja svo að það sé óábyrgt að segja upp starfsfólki! Þetta er alveg með ólík- indum,“ segir Gylfi. Þetta er afskaplega vænn og fallegur fiskur Morgunblaðið/Helga Mattína Löndun Áhöfnin á Þorleifi EA er nokkuð ánægð með gang mála að veðrinu undanskildu. Svafar Gylfason virðist kunna vel við sig í lestinni. Þeir komu í land í Grímsey í gær með um sex tonn af þorski, sem fengust í átta trossur. Fiskurinn við Grímsey mun vænni og lifrarmeiri en í fyrra           0  % 1  +  %   "&%/  *++(2*++34 5          % $ %          "/1 6         ""7          .7 "         8/6         9           6           #"7          :            "%        .""&6         ;%-  "          7            VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF KAUPÞING hefur lokið við þrjár svonefndar lokaðar skuldabréfasöl- ur að upphæð 1.675 milljónir dollara, jafnvirði um 111 milljarða króna, til fjárfesta í Evrópu og Bandaríkjun- um. Að auki hefur Kaupþing tekið 195 milljóna evra lán, um 19,5 millj- arða króna, hjá evrópskum banka. Þessi útgáfa varð til þess að skuldatryggingaálag Kaupþings og annarra íslenskra banka lækkaði í gær. Álag Kaupþings lækkaði um 60 punkta og var 665 punktar í gær- kvöldi, álag Glitnis lækkaði um 30 punkta niður í 635 punkta og álag á bréfum Landsbankans var 480 punktar eftir 20 punkta lækkun. Í tilkynningu Kaupþings til kaup- hallar segir að fjármögnunin sé á kjörum sem séu „töluvert lægri“ en núverandi skuldatryggingaálag bankans á markaði og komi til greiðslu eftir eitt til sjö og hálft ár. Guðni Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri fjárstýringar Kaup- þings, sagði það samkomulag milli aðila að gefa ekki upp hver lánakjör- in væru nákvæmlega. Og heldur ekki hvaða fjárfestar þetta eru en Guðni upplýsir þó að um tvo þýska banka sé að ræða og eignastýringarfyrir- tæki í Bretlandi og Bandaríkjunum. Allt séu þetta aðilar sem þekki Kaupþing og grunngerð bankans vel og láti skuldatryggingaálagið ekki aftra sér. Að sögn Guðna átti Kaup- þing frumkvæði að þessari fjár- mögnun sem hefur verið í undirbún- ingi síðasta mánuðinn. Guðni segir að með þessari útgáfu sé fjármögnun bankans í mjög góðu horfi. Til samanburðar þurfi Kaup- þing að endurgreiða um 1,1 milljarð evra af langtímaskuldbindingum það sem eftir er ársins. Fram kemur í tilkynningu bank- ans að þessi nýja fjármögnun bætist við sterka lausafjárstöðu og hafi styrkst enn frekar við þá ákvörðun Kaupþings í Bretlandi að hætta starfsemi tveggja sviða. 130 milljarða fjármögnun Morgunblaðið/Golli Kaupþing Bankinn hefur gengið frá þremur skuldabréfasölum. Skuldaálag bank- anna lækkaði eftir útgáfu Kaupþings FINANCIAL Times heldur áfram umfjöllun sinni í gær um íslenskt efnahagslíf og ræðir m.a. við Geir H. Haarde forsætisráðherra. Yfirskrift greinarinnar er eitthvað á þá leið að skuldatryggingastormur næði um Ísland. Hátt skuldatryggingaálag ís- lenskra banka er einna helst til um- ræðu, sem Geir segir að sé allt of hátt og ekki í neinu samræmi við stöðu bankanna. Í grein FT er talað um Ísland sem einn stóran vogunarsjóð sökum þess hve mikið íslensk fyrirtæki hafi skuldsett sig til að ná ávöxtun eigna sinna yfir meðallag. Fundur í New York Geir segir bankana hafa verið að bregðast við breyttum aðstæðum með ábyrgum hætti. Segir FT að forsætisráðherra muni leggja sitt af mörkum í að kynna íslenskt efna- hagslíf á erlendum vettvangi og verði í því skyni á fundi með fjár- festum í New York síðar í mánuðin- um. Í greininni er einnig rætt við sérfræðing hjá BNP Baribas bankanum, Axel Swenden, sem segir almenna ólund vera gagn- vart Íslandi, sér- hver hreyfing á markaðnum magnist þegar Ísland beri á góma. Jafnframt hafi menn áhyggjur af því að íslensk stjórnvöld hvorki geti né vilji koma bönkum sínum til aðstoðar ef þeir lenda í vanda. Efnahagur bankanna sé mun stærri en ríkisins. Efast sé um getu bankanna til að bjarga sér á eigin spýtur. Geir Haarde er spurður út í þetta af greinarhöfundi Financial Times; hvort stjórnvöld muni koma bönkun- um til hjálpar ef með þarf. Hann svaraði því til að stjórnvöld muni taka ábyrga afstöðu, og grípa til sömu aðgerða og önnur ríki geri við sömu aðstæður. „Ísland einn stór vogunarsjóður“ Geir H. Haarde BRESKA fjármálaeftirlitið biður breska sparifjáreigendur um að vera vel á verði þegar þeir leggja fé sitt inn á innlánsreikninga erlendra banka. Ekki ættu þeir einungis að líta til hárra innlánsvaxta þegar út- lendir bankar koma inn á markaðinn heldur einnig hversu mikil áhætta fylgi viðkomandi bönkum. Fjallað var um þetta í breskum fjölmiðlum og m.a. minnst á innláns- reikninga íslensku bankanna í Bret- landi, Kaupþings og Landsbankans. Kom fram að útlendir bankar séu á höttunum eftir bresku sparifé, þar á meðal íslensku bankarnir tveir. Ís- lensku bankarnir hafi ásamt fleiri út- lendum bankastofnunum hrist upp í breska innlánsmarkaðnum en Bret- ar hafi lagt 6 milljarða punda inn á 170 þúsund íslenska reikninga. Bæði Kaupþing og Landsbankinn hafi boðið sparifjáreigendum háa vexti og bendi á góða afkomu og hátt lánshæfismat. Kemur fram að ein- hverjir í fjármálahverfi Lundúna hafi vissar áhyggjur af þessari þró- un. Þeir bankar sem boðið hafi upp á hæstu vextina séu bankar frá Tyrk- landi, Nígeríu og Íslandi. Nú hafi Fjármálaeftirlitið beðið sparifjáreig- endur að láta ekki glepjast og kanna betur hver staðan sé án þess þó að nefna íslensku bankana sérstaklega til sögunnar. Fjármálaeftirlitið varar Breta við

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.