Morgunblaðið - 05.03.2008, Síða 26

Morgunblaðið - 05.03.2008, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Bragi Þor-steinsson fædd- ist í Reykjavík 13. október 1921. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi mánudaginn 25. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Kristín Sig- urðardóttir, f. 12.4. 1892, d. 26.8. 1985, ættuð úr Reykholts- dal í Borgarfirði og Þorsteinn Pét- ursson, f. 4.9. 1895, d. 11.7. 1979, ættaður úr Flóka- dal í Borgarfirði. Bragi var eina barn þeirra hjóna. Bragi kvæntist árið 1946 Grétu Þorbjörgu Steinþórsdóttur, f. 24.9. 1924, foreldrar hennar voru Ragnheiður Árnadóttir, f. 23.11. Kristín, f. 1956, maki Karl Ein- arsson, hennar synir eru a) Emil, f. 1976, maki Sigríður Ólöf Sig- urðardóttir, dóttir þeirra er Selma, og b) Ísak, f. 1982. 4) Steinþór, f. 1962, maki Hildur Kristín Þorbjörnsdóttir, börn þeirra eru Sunna Kristín, f. 1984, Aron, f. 1988 og Styrmir, f. 1997. Bragi starfaði við smurstöðina hjá Agli Vilhjálmssyni hf. í 40 ár eða þar til starfsemin þar lagðist niður. Eftir það vann hann hjá Vökvaleiðslum og Tengi til 73 ára aldurs. Bragi var alla tíð mikill áhugamaður um íþróttir, var duglegur að stunda skíði, bæði svig- og gönguskíði. Sund lærði hann ungur á Álafossi og stundaði það alla tíð, alveg fram á síðasta dag. Veiðiáhugamaður var Bragi mikill og fór í margar veiðiferðir víða um land alveg fram á síðasta ár. Bragi verður jarðsunginn frá Fossvogkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. 1892, d. 1.7. 1980, og Steinþór Albertsson, f. 18.1. 1885, d. 14.4. 1955. Börn Braga og Grétu eru: 1) Ragn- ar Vilberg, f. 1945, börn hans eru a) Bragi, f. 1965, maki Hrafnhildur Hilm- arsdóttir, synir hans eru Hörður Freyr og Ragnar Vilberg. b) Gréta, f. 1967, búsett í Danmörku, börn hennar eru Herdís, Ragnar, Matthías og Daníel. 2) Þorsteinn, f. 1948, maki Ólöf Örnólfsdóttir, börn þeirra eru a) Stefanía Ósk, f. 1973, maki Geir Rúnar Birgisson, börn þeirra eru Agnes, Björgvin Óli og Ásbjörn. b) Bragi, f. 1976, maki Aðalheiður Helgadóttir. 3) Hann Bragi tengdafaðir minn var engum líkur og oft kallaður „Eina eintakið“ af þeim sem þekktu hann best. Bragi var einkabarn foreldra sinna, fæddur á Bragagötunni í Reykjavík og skírður eftir götunni. Það er svo margs að minnast þegar litið er til baka. Bragi var einstaklega skapgóður maður, skipti aldrei skapi og hrók- ur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Húsið á Freyjugötunni þar sem hann hefur búið frá 10 ára aldri var sannkallað fjölskylduhús til margra ára, eins og í sumum barnasögum þá voru amman og af- inn á efstu hæðinni þá pabbinn og mamman og svo börnin, tengda- börnin og barnabörnin á hæðunum fyrir neðan. Mjög samheldin fjölskylda sem var mikið saman, í húsinu, í úti- legum víða um landið, veiðitúrum, skíðum og ekki síst í sumarbú- staðnum við Rauðavatn þar sem Bragi og Gréta undu sér í öllum frístundum frá árinu 1954. Í Braga kokkabókum voru ekki til orðin karl og kerling, hann sagði alltaf strákar og stelpur. Ef hann heyrði unga menn tala um kerling- arnar sínar þá leiðrétti hann þá með: Strákar, eruð þið að tala um kon- urnar ykkar? Iss, iss, iss. Mjög fljótlega eftir að ég kynnt- ist Braga gaf hann mér gælunafnið Lufa, ég var nú ekki sátt við það í fyrstu en það var bara nokkuð sætt þegar hann sagði það. Bragi var einstaklega barngóður og hafði gott lag á börnum. Oft í seinni tíð hafði hann gaman af að labba um Þingholtin og var oft tíð- rætt um börnin sem urðu á vegi hans. Það var ekki svo sjaldan sem litlu pjakkarnir í húsinu voru búnir að taka allt það timbur og dót sem afi átti í og við bílskúrinn og dreifa um allan garðinn þegar hann kom úr vinnunni. Afi var ekkert að æsa sig yfir því heldur fékk hann þá í lið með sér til að taka allt saman og svo var þessu gleymt, þar til næst og þá endurtók sig sama sag- an. Bragi var mikill dansherra og þau hjón stunduðu dansæfingar reglulega til margra ára. Bragi var mikill íþróttamaður á fyrri árum og fór í sund þrisvar í viku, skíði, sund og veiðitúra allt fram á síðasta ár. Hann kenndi mér á skíði þegar ég kom í fjöl- skylduna og hans aðferð var sú að aldrei að líta til baka, hinir sem kunna eiga að beygja. Þannig var hræðslan tekin úr manni og þá var tilganginum náð. Bragi varð fyrir miklu áfalli árið 1982 þegar smurstöðin hjá Agli Vil- hjálmssyni hf. brann, hann missti vinnuna og gamla Morrisinn sem var honum afar hugleikinn. Hin síðari ár, eftir að hefðbundinni vinnu lauk, lét hann sér aldrei leið- ast, það sem hann gat dundað sér við að stafla upp dóti í bílskúrnum, gömlu hitakompunni og á háaloft- inu aftur og aftur var með ólík- indum, það mátti auðvitað engu henda. Fyrir rúmu ári síðan lærbrotnaði Bragi á hálkubletti og aftur fyrir viku síðan á hinu lærinu, líka í hálku, hann gat alltaf allt sjálfur og lét ekkert stoppa sig. Að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. Þegar ég kvaddi hann í síðasta skipti daginn fyrir andlátið þá sagði hann: Lufa mín, passaðu að slíta ekki slöngurnar úr mér með gleraugunum þínum, og svo kom glottið í djúpu augunum. Ólöf tengdadóttir. Á mánudaginn fyrir rúmri viku lést afi minn, 86 ára að aldri. Bragi afi var hress og skemmtilegur mað- ur. Duglegur fram úr hófi og alltaf að. Það var gaman að sjá dugn- aðinn í honum, hann fór í sund á morgnana, stundaði veiði og skíði langt fram eftir aldri og gönguferð- irnar um Þingholtin voru aldeilis ekki fáar. Afi bjó á Freyjugötu frá unga aldri til dauðadags. Ég á margar minningar af Freyjugöt- unni. Fyrstu 8 ár ævinnar bjó ég á fyrstu hæðinni, síðar bjó ég 3 ár í kjallaranum (meðan ég var við nám) þar sem mörg barnabörn og börn afa og ömmu hafa búið. Í kjallaranum var mjög þægilegt að búa og ef eitthvað vantaði var afi ekki lengi að segja: ég á nú svona í kompunni. Hann átti alltaf í „kompunni“ það sem þurfti þó að ástandið á þeim munum væri æði misjafnt því það var nú þannig að engu mátti henda. Um daginn vor- um við í heimsókn og hann bauð okkur ferðatösku sem hann átti í „kompunni“ og sú var með „hjóla- stelli“ undir eins og hann sagði, al- veg ónotuð. Svona var afi alltaf að hugsa um aðra og að einhverjir gætu notað dótið sem hann vildi ekki henda. Hann var barngóður og þótti gaman að spjalla við börn og leika við þau. Amma og afi voru samhent hjón og mjög gott að koma til þeirra. Amma á alltaf eitt- hvað gott með kaffinu og honum þótti kaffi sérlega gott og drakk vel af því á hverjum degi. Að drekka kaffibolla með ömmu og afa og spjalla um heima og geima er svo þægilegt og rólegt. Nú hefur stórt skarð verið höggvið í fjölskylduna sem erfitt verður að fylla. En lífið hefur sinn tilgang og vist okkar á jörðinni er mislöng. Afi fékk langa og góða ævi, kom upp heilbrigðum börnum sem eiga heilbrigð börn og lifði hamingjuríku lífi, meira er ekki hægt að biðja um. Ég bið góðan Guð að styrkja okkur og ömmu mína elskulegu í sorginni og í sameiningu höldum við áfram, því það er það sem afi hefði viljað og hugsum til hans þar til við hittum hann aftur. Ósk Þorsteinsdóttir. Nú er hann ástkæri afi minn lát- inn. Þrátt fyrir að hann væri orð- inn fullorðinn komu fréttir af and- láti hans mér mikið á óvart. Í kjölfarið fylgdi mikill söknuður og minningar um liðnar stundir tóku að streyma fram. Þegar ég sest hér niður til að skrifa nokkur orð til þess að minn- ast afa míns er af nógu að taka. Afi hefur verið stór hluti af lífi mínu þar sem ég bjó á Freyjugötunni í sama húsi og hann fram til 25 ára aldurs. Allan minn uppvöxt fram á fullorðinsár naut ég því þeirrar lukku að vera nánum samvistum við hann og tel ég mig búa mjög vel að því í dag. Afi var einstakur maður. Hann var búinn mörgum mannkostum sem auðvelt er að dást að og virða. Hann var hraustur og duglegur og virtist alltaf þurfa að hafa eitthvað fyrir stafni. Hann fór í sund á morgnana eins lengi og heilsa leyfði og ef hann var ekki í löngum gönguferðum um Þingholtin var hann að dytta að garðinum, húsinu eða bílnum. Á Freyjugötunni heyrði ég iðulega í afa frammi á gangi eða úti í garði að dytta að hinum ýmsu hlutum. Þegar ég kom heim á daginn átti ég alltaf von á að mæta afa við húsið. Það var sér- lega notalegt og oft settumst við niður í garðinum og spjölluðum saman ef veður var gott. Jafnvel seint á kvöldin mætti ég honum, þá hafði hann oftar en ekki verið að tína maðka fyrir komandi veiði, með vasaljós í annarri og maðka- dós í hinni. Ég mun sakna þess að koma á Freyjugötuna og mæta afa fyrir utan og eiga notalegt spjall við hann um daginn og veginn. Þegar ég hugsa um afa er mér efst í huga hversu kátur og hress hann var alltaf. Hann bjó yfir lífs- gleði sem smitaði út frá sér í öllum samvistum við hann. Hann hafði sérlega gaman af því að vera í kringum fólk. Þetta var einkar áberandi þegar eitthvað var um að vera í miðbænum en þá var afi ávallt mættur í bæinn til að fylgj- ast með. Svo kom hann aftur á Freyjugötuna og deildi með öðrum hvað hafði drifið á hans dag. Í öll- um samverustundum fjölskyldunn- ar sást á honum hversu mikið hann naut þess að vera í kringum sína nánustu. Hann var mikill fjöl- skyldumaður og ávallt hrókur alls fagnaðar. Í veislum dansaði hann og söng og var oftar en ekki með síðustu mönnum heim þrátt fyrir að vera elsti maðurinn á staðnum. Með fráfalli afa er skarð skilið eftir í fjölskyldunni. Hann var höf- uð fjölskyldunnar og sterkur per- sónuleiki hans hafði mikil áhrif. Það sem situr eftir ferðalag hans í gegnum lífið er fjölskylda með ljúf- ar minningar um góðan mann. Ég er lánsamur og þakklátur fyrir að hafa átt afa minn að og bý að mörgu úr okkar samvistum sem móta mig sem persónu. Elsku afi, þín verður sárt saknað en góðar minningar um þig munu ávallt búa með mér. Emil og Ísak. Af ýmsu er að taka þegar við minnumst afa okkar, Braga Þor- steinssonar. Minningarnar eiga það nær allar sameiginlegt að tengjast þeim tveimur stöðum sem voru honum hvað kærastir, heimili hans að Freyjugötu 30 og sumarbú- staðnum við Rauðavatn. Ein minn- ingin tengist gamlársdegi og þeirri hátíðarstund sem börnin í fjöl- skyldunni, og Raggi frændi, biðu ávallt spennt eftir: þegar afi settist á mitt stofugólfið uppi á Freyjó með risastóru nammikörfuna á milli fótanna og gaf öllum sem vildu eins mikið nammi og þeir gátu í sig látið þar til karfan var tóm. Stemningin var í rauninni ólýsanleg og afi í essinu sínu; hrók- ur alls fagnaðar eins og hans var von og vísa. Uppi í sumó var hann líka í essinu sínu og það var alltaf svo gaman að fara í heimsókn til hans og ömmu á sumrin. Í hvert skipti sem við komum fór hann með okkur inn í skúr og spurði hvað við vildum leika okkur með. Skúrinn var eiginlega eins og fjár- sjóðsgeymsla í augum okkar krakkanna þar sem þar leyndust gjarnan forláta leikföng, eins og til dæmis gamalt krikkettsett sem við tókum ástfóstri við og lékum ófáa leikina á flötinni fyrir framan bú- staðinn. Afi fylgdist af athygli með og hvatti okkur áfram á milli þess sem hann dyttaði að einhverju við bústaðinn eða fékk sér kaffibolla í sólinni. Við skemmtum okkur kon- unglega eins og alltaf í návist hans en stundirnar með honum verða nú því miður ekki fleiri. Við munum ávallt minnast afa okkar sem yndislegs manns sem lét öllum líða vel hvar sem hann kom og glæddi barnæsku okkar mikilli gleði og skemmtun. Sunna Kristín og Aron. Það kom sem mikið áfall fyrir okkur systkinin er við fréttum af láti ástkærs afa okkar sem í gegn- um tíðina hafði verið okkar stoð og stytta. Alltaf var hann reiðubúinn að hlusta á okkur og gefa góð ráð. Það eru mörg minnisstæð atvik úr æsku sem við getum auðveldlega rifjað upp. Hann var ávallt fyrstur manna til að fara með okkur í 17. júní göngur svo ekki sé talað um að fara með okkur niður í bæ að kíkja á jólasveinana þegar líða tók að jól- um. Eins þegar hann fór með okk- ur að skauta á Rauðavatni og hvað við urðum yfir okkur hrifin af afa þegar hann kom á fleygiferð skaut- andi afturábak til okkar. Já, þær voru margar gleðistund- irnar sem við áttum með afa og ömmu á Freyjugötunni sem og í sumarbústaðnum þeirra við Rauða- vatn. Alltaf var hann afi okkar já- kvæður og hress, snöggur í til- svörum og mikill gleðigjafi og átti einatt svar við öllu. Maður gat ver- ið viss um að ef hann var spurður að einhverju fékk maður svar og þá var nokk sama um hvað var spurt. Já, það er mikil eftirsjá í honum afa og ekki grunaði okkur að fráfall hans yrði svona snöggt. Alltaf var hann heilsuhraustur og frár á fæti og lét það ekki stoppa sig við að fara í sína árlegu Þorláksmessu- göngu niður í bæ að hann væri að jafna sig af lærbroti. Hann lét sig aldrei vanta í fjölskylduboð og þess er skemmst að minnast að síðasta boðið sem hann kom í var hjá lang- afabarni sínu Ragnari Vilberg, og var hann þar hrókur alls fagnaðar og lék á als oddi. Já, það er mikil eftirsjá í þessum góða manni sem við vorum svo lán- söm að geta kallað afa. Þú munt ætíð vera í okkar hjarta. Kveðjum við þig með eftirfarandi ljóðlínum Jóhannesar úr Kötlum: Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. Vér hverfum - og höldum víðar, og hittumst svo aftur - síðar. Elsku amma okkar, Guð gefi þér styrk til að komast í gegnum þenn- an erfiða tíma. Hugur okkar er ávallt hjá þér. Bragi og Greta. Elsku afi minn kvaddi þennan heim hinn 25. febrúar sl. og skildi eftir stórt skarð í fjölskyldunni. Hans verður sárt saknað. Það er og verður manni ferskt í minningunni hversu hress og lífsglaður hann var. Það var engu líkara en hann hefði gleymt að eldast eftir fimm- tugt því krafturinn og úthaldið til útiveru og hreyfingar var með ólík- indum miðað við aldur. Við töluðum oft um það hversu gaman það væri að ná svona háum aldri og vera alltaf svona hraustur, hress og glaður. Það var alltaf gaman að koma á Freyjugötuna til að heimsækja ömmu og afa. Alltaf voru jafnhlýjar móttökur og alltaf voru það orðin „vei, vei, nafni“ sem heyrðust þeg- ar ég birtist. Afi að bardúsa í bíl- skúrnum er mynd í huga mér sem ég mun seint gleyma. Það var engu líkt að koma þar inn, það bar ekki á öðru en hann væri með söfnunar- áráttu á háu stigi en í raun var hann aðeins með það í huga að þetta myndi nýtast seinna meir. Einnig á ég margar góðar minn- ingar úr sumarbústaðnum hjá afa og ömmu við Rauðavatn, þar sem við Emil frændi eyddum ófáum stundum þegar við vorum yngri. Alltaf hélt hann jafnaðargeði þrátt fyrir uppátæki okkar eins og að velta kamrinum, taka allt dótið sem hann var búinn að raða inn í geymsluskúrinn og dreifa því út um allt eða þegar við hlupum í gegnum kartöflugarðinn, sem var að sjálfsögðu ekki vinsælt. Þegar maður hugsar til baka er með ólík- indum að hann skyldi nenna að fá okkur aftur og aftur upp í bústað og jafnvel í nokkra daga í einu, hann var einstakur afi. Að hafa verið orðinn 86 ára gamall og geta samt skíðað, synt, dansað og keyrt til síðasta dags er guðs gjöf og það er með þá mynd í huga sem ég kveð hann Braga afa. Elsku amma, guð styrki þig á þessum erfiðu tímum. Bragi Þorsteinsson. Mig langar að kveðja vin minn Braga Þorsteinsson með fáeinum orðum. Kynntist ég Braga fyrir nokkrum árum. Við urðum fljótt mjög góðir vinir. Bragi var mjög félagslyndur og þar af leiðandi var oft glatt á hjalla á Freyjugötunni. Áður fyrr héldum við þorrablót og var þá Bragi fremstur í dansi og söng langt fram á nótt. Bragi hafði mikinn áhuga á veiði og voru veiði- sögurnar oft skemmtilegar. Bragi og Gréta ferðuðust mikið um landið hér áður fyrr og voru það þeirra Bragi Þorsteinsson ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR BJARNI STURLUSON skipasmíðameistari frá Hreggsstöðum, lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 25. febrúar. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 6. mars kl. 11.00. Kristín Andrésdóttir, Valgerður Björk Einarsdóttir, Guðný Alda Einarsdóttir, Þórdís Heiða Einarsdóttir, Sturla Einarsson, Freyja Valgeirsdóttir, Andrés Einar Einarsson, Halldóra Berglind Brynjarsdóttir, Guðrún Björg Einarsdóttir, Helgi G. Bjarnason, María Henley, Kristján Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.