Morgunblaðið - 05.03.2008, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 05.03.2008, Qupperneq 18
|miðvikudagur|5. 3. 2008| mbl.is daglegtlíf Ég er alveg ákveðin í að ég ætla aðverða myndlistarkona þegar égverð stór og kannski líka læknir,“segir Snæfríður Ingadóttir, sex ára, en hún er ein af átta börnum, blindum og sjónskertum, sem unnu forvitnileg þrívíð verk sem nú eru til sýnis á Torginu í Þjóðminjasafn- inu. „Ég ætla að verða söngkona og píanóleik- ari enda er ég að læra á píanó,“ segir Íva Mar- ín Adrichem, níu ára, sem einnig er í þessum frábæra hópi barna. Listaverk þeirra eru úr óvæntum efniviði eins og nammi, leir, flísum, tannstönglum og ýmsu öðru, en unnið var út frá áferð, lykt og hljóði efnanna. Verkin unnu krakkarnir í Myndlistaskóla Reykjavíkur og þrjár listakonur kenndu þeim, þær Brynhildur Þorgeirsdóttir, Gerður Leifs- dóttir og Margrét H. Blöndal. „Þær voru allar mjög góðir kennarar en Brynhildur og Gerður voru svolítið ákveðnar. Margrét átti hugmynd- ina að því að nota nammi í listaverkin og það var mjög gaman af því að það er svo góð lykt af því. Við áttum að upplifa nammið í gegnum önnur skynfæri en munninn og máttum helst ekki borða það, en ég stalst nú stundum til að stinga einum og einum bita upp í mig,“ segir Íva og hlær. Ekkert mál að vera í ballett og fimleikum Íva er alveg blind en Snæfríður er sjón- skert, hún hefur tíu prósent sjón. Á myndlista- námskeiðinu bjuggu þær meðal annars til töfrasprota og landsvæði, þar sem litagleðin er mikil. „Mitt heitir Leikfanga- og fimleikalandið. Ég vandaði mig ótrúlega mikið við að búa það til. Ég gerði slöngutemjara úr leir sem er hluti af þessu landi og hann er með fílafætur. Kenn- ararnir sögðu að hann væri eins og fílamað- urinn,“ segir Íva. „Stóra listaverkið mitt heitir Slönguheimili og þar er til dæmis kennileiti sem ég bjó til úr leir en það er klettur með holu í gegn,“ segir Snæfríður. Móðir Snæfríðar segir hana hafi verið svo spennta þegar myndlistarnámskeiðið stóð yfir að hún spurði á hverjum morgni um leið og hún vaknaði hvort það væri þriðjudagur, af því það voru þeir dagar sem þær fóru í Myndlista- skólann. Snæfríður varð meira meðvituð um hluti í kringum sig eftir að hún fór á nám- skeiðið og hún fór að búa til alls konar lista- verk úr hinu og þessu, til dæmis úr klósett- rúllum. Aðspurðar segjast þær ekki ætla að borða listaverkin sín þegar þær fá þau heim til sín eftir að sýningunni lýkur. „Nammi með trélími er ekkert sérstaklega girnilegt,“ segja þær frekar hneykslaðar á spurningunni. Þær láta ekkert stoppa sig þrátt fyrir að sjá ekki eins vel og flestir aðrir enda ákveðnar ungar stúlkur sem standa fast á sínu. Snæfríð- ur æfir ballett og þær hafa báðar farið á hest- bak og Snæfríður hefur meira að segja verið við sauðburð fyrir vestan í Laxárdalnum, þar sem hún á skyldfólk. Íva er ekki aðeins að læra á píanó, hún er líka í fimleikum og Ástrós uppáhaldsfrænka hennar, sem er 15 ára, að- stoðar hana oft þar. Vilja fleiri bækur fyrir blinda og sjónskerta Þær ganga báðar í skóla með sjáandi börn- um. „Mér finnst stundum pirrandi þegar ég get ekki lesið eins og hinir. Þó ég kunni að lesa blindraletur er ekki til mikið af bókum á blindraletri og mér finnst mjög spælandi að geta ekki farið á bókasafn eins og aðrir og lesið í friði,“ segir Íva. Snæfríður hefur þrætt bóka- búðir til að finna bækur með stækkuðu letri því hún getur lesið þannig texta, en það geng- ur misvel að finna slíkar bækur. „Ég nenni ekki að vera sér í öllu. Þegar ég bjó í Hollandi var ég í sérstökum skóla fyrir blinda og sjónskerta og mér fannst svo ósann- gjarnt að sjónskertu krakkarnir fengu að gera miklu meira en við sem vorum alveg blind. Pabbi minn er hollenskur og þess vegna bjó ég í fimm ár í Hollandi, en þar var svo mikil um- ferð og ekki hægt að fara eins mikið út að leika sér og á Íslandi,“ segir Íva. Þær Snæfríður eru ekki í sama skóla en kynntust úti á róló. „Amma mín á nefnilega heima í sama hverfi og Snæfríður. Einn daginn hittumst við á róló þar og við höfum þekkst síðan,“ segir Íva og með það sama býður Snæ- fríður henni að koma sem fyrst í heimsókn til sín því hún eigi míkrafón og þá geti Íva æft sig að syngja. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Frumlegt Listaverkin á sýningunni eru sérlega forvitnileg og ekkert vantar upp á litagleðina enda unnu blindu og sjónskertu börnin þau úr nammi og ýmsu öðru óvenjulegu efni. Puttarnir eru augun þeirra Stoltar Íva og Snæfríður standa hér við verkin sín Slönguheimilið og leikfanga- og fimleikalandið, þar sem m.a. má finna slöngutemjara. Fléttuormar Íva fléttaði saman nammi- slöngum og bjó til þetta fallega listaverk. Litagleði Flísar, leir og ýmislegt fleira var notað til að búa til löndin. Ilmandi listaverk úr litríku sælgæti gleðja augu þeirra sem sjá. En þau gleðja líka þá sem ekki sjá en nota fingurna til að skoða og skapa. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti tvær kjarnakonur sem láta ekkert stoppa sig þótt augun nýtist þeim takmarkað. Sýningin í Þjóðminjasafninu: Að horfa með fingrunum, stendur til 9. mars. Við áttum að upplifa nammið í gegnum önnur skynfæri en munninn og máttum helst ekki borða það, en ég stalst nú stundum til að stinga ein- um og einum bita upp í mig. khk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.