Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Það eru ekki allir svo heppnir að eiga ömmu. Við systurnar erum svo heppnar að hafa átt fimm ömmur, hvorki meira né minna. Þrátt fyrir að hinn eiginlegi skyldleiki væri ekki fyrir hendi var frú Birna alltaf amma Bíbí í okkar augum. Mikill vinskapur móður okkar, Guðrúnar Helgu, og Siggu leiddi til þess, að við fengum að kynnast ömmu Bíbí. Þær vinkon- urnar hafa alltaf verið mjög sam- rýndar, svo samrýndar, að þær eign- uðust báðar sitt fyrsta barn sama árið og sitt annað barn þremur árum síðar, og eignuðumst við systur þar okkar bestu vini. Sigga eignaðist svo Villa sex árum síðar, en tókst ekki að fá móður okkar í lið með sér í það skiptið, og erum við systurnar því að- eins tvær. Það var þó ekki aðeins þessi vinskapur, sem tengdi móður okkar og ömmu Bíbí, því afi okkar Agnar og Vilhjálmur voru frændur og góðir vinir. Amma Bíbí átti stóran þátt í upp- eldi okkar þar sem við eyddum ófáum stundum á Ásvallagötunni og seinna á Flyðrugrandanum hjá Siggu og fjölskyldu, Ingaló með Þór- arni Alvari og Anna Helga með Birnu. Það var alltaf spennandi að komast að því hvort amma Bíbí væri í heimsókn, sem hún var ósjaldan, því að það þýddi meðal annars pönnukökur – og það engar venju- legar pönnukökur heldur heimsins bestu pönnukökur. Við minnumst þess hve hissa hún var á því, að stelp- ur, sem voru „ekkert nema skinn og bein,“ gætu borðað svona margar pönnukökur. Það var nefnilega aldr- Birna Halldórsdóttir ✝ Birna Halldórs-dóttir fæddist í Reykjavík 20. apríl 1918. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 15. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 25. febrúar. ei hætta á öðru en að amma Bíbí segði sínar skoðanir, sama hvort það var á holdafari, klæðaburði eða ein- hverju öðru, en hún hafði einstakt lag á að gera það á þann máta að engum sárnaði. Við gætum sagt margar skemmtilegar sögur af ömmu Bíbí, skemmtilegri konu var erfitt að finna þó að víða væri leitað. Ein af þeim er af því þegar hún hitti vonbiðil annarrar okkar í fyrsta sinn. Eftir að hafa heilsað hon- um með handabandi greip hún um kjálka hans svo hann átti ekki ann- arra kosta völ en að opna munninn. Hún leit upp í hálfskelkaðan dreng- inn og sagði: „Hann er vel tenntur þessi“. Án frekari málalenginga var hann samþykktur á staðnum. Frá þessari stundu minntist amma Bíbí alltaf á, að það væri með eindæmum hversu vel tenntur sá ungi maður væri, þegar nafn hans bar á góma. Amma Bíbí var án efa mesti kven- skörungur, sem við systurnar höfum kynnst, og erum við einstaklega þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Með þessum orðum viljum við senda Laufeyju, Halldóri, Siggu og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Anna Helga og Ingunn Jónsdætur. Það er komið að kveðjustund mætrar konu. Birna eða Bíbí hans Villa, eins og hún var alltaf kölluð á Brekkunni á Sigló, er kvödd í dag. Þær eru margar minningarnar sem við eigum um æskuárin á Hlíð- arveginum á milli kirkjugarðsins og Gryfjanna á Siglufirði. Samfélag það samanstóð af sex íbúðarhúsum sem var búið í: Ólahúsi, sem var miðdepill tilverunnar, Bíbíar og Villahúsi, Þrá- inshúsi, Kjartanshúsi, Guðbrands- húsi og Hátúni. Á Brekkunni voru yf- ir 30 börn, flest undir fermingu. Öll þessi börn áttu sér mikið og gott samfélag, léku sér alltaf saman alla daga uppi í bæjarlæknum í fjallinu og á Ólatúninu, en það var aðalleik- svæðið. Flesta daga lékum við okkur úti í gömlu, góðu leikjunum. Í þessu samfélagi fannst okkur að Bíbí væri „fína frúin“ enda hafði hún og Villi búið í Danmörku. Heimili þeirra var mikið menningarheimili og þar var píanó. Bíbí spilaði á það; flottur stóll, Eggið, sem nú er orðinn mjög fræg hönnun, og svo var Bíbí í bridgeklúbb. Kaffið var alltaf drukk- ið úr næfurþunnum, fallegum postu- línsbollum og stundum var kveikt í Chesterfield-sígarettu sem var reykt úr munnstykki. Þetta þótti okkur krökkunum mjög fínt. Þó að okkur krökkunum fyndist heimilið afar fínt þá vorum við alltaf hjartanlega velkomin þangað og fengum að leika okkur inni með þeirra börnum eins og við værum heima hjá okkur. Það var ávallt ánægjulegt að fá að hjá henni ristað brauð í kaffitímanum vegna þess að það var boðið upp á jarðarberjasultu á það sem var ekki á boðstólum hjá okkur hinum þar var rabbarbar- asulta. Ekki spilltu húsráðendur fyr- ir því að þau tóku okkur öllum af hlýju og elskusemi. Engin mann- eskja sem við höfum kynnst brosti eins mikið og fallega og Bíbí. Það var sama hvenær maður mætti henni þá var strokinn vanginn og brosið henn- ar náði svo sannarlega til augnanna. Villi var verkfræðingur og stjórn- aði Síldarverksmiðjunum, SR. Hann var alltaf að flýta sér en gaf sér þó tíma til að kyssa Bíbí bless og segja „takk fyrir matinn, ástin mín“ og líka að kyssa börnin sín. Já þau voru svo sannarlega elskulegt og yndislegt, gott fólk. Það var mikið áfall fyrir alla þegar Villi dó af slysförum langt um aldur fram. Það er gott að eiga svona minn- ingar um gullmola æskunnar. Maður er miklu ríkari fyrir vikið. Við sendum öllum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Birnu Hall- dórsdóttur. Guðbrandsbörnin af Brekkunni. MINNINGAR Kristinn var ofsa- lega skemmtilegur maður. Aldrei logn- molla í kringum hann. Hugmyndaríkur, frjór, forvitinn, uppátækja- samur, fyndinn og mikill eldhugi. En hann var ekki bara uppspretta ný- Kristinn Kristjánsson ✝ Kristinn Krist-jánsson fæddist í Reykjavík 23. sept- ember 1954. Hann lést á heimili sínu 5. febrúar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Fossvogskirkju 15. febrúar. stárlegra hugmynda. Hann hrinti þeim líka í framkvæmd. Það hafði hann umfram marga aðra menn. Um það vitna öll félögin sem hann hefur komið ná- lægt því að stofna og starfrækja. Ég man hvenær við hittumst fyrst en ein- hverra hluta vegna finnst mér ég hafa þekkt hann alla ævi. Samt höfum við allt- af farist á mis. Þannig séð. Fyrst fórumst við á mis þegar hann byrjaði í Ísaksskóla en ég var þá nýútskrifaður þaðan. Næst var það þegar ég hætti í Hlíðaskóla en sama ár var hann að stíga sín fyrstu skref þar. Svo var það árið sem hann út- skrifaðist úr íslenskudeild Háskóla Íslands en það ár hóf ég nám í ís- lensku við sama skóla. Þegar ég hætti að kenna íslensku í Fjölbrautaskólan- um við Ármúla tók hann við af mér. Svo þegar hann lét af foringjatign Hins íslenska glæpafélags og settist í virðulegan sess heiðursforingja þá tók ég við af honum sem foringi. Þrátt fyrir að hafa ævinlega farist á mis á þennan hátt höfum við alltaf þekkst. Þannig er það bara. Og núna förumst við á mis enn einu sinni og í þetta skipti í hinsta sinn. Ég sendi Vilbergi, systkinum Kristins og öðrum ástvinum samúð- arkveðjur. Eiríkur Brynjólfsson. Elsku amma. Við er- um viss um að þér líður vel núna og að afi hefur tekið á móti þér með opinn faðm. Það verður skrýtið að koma á Hvammstanga eða í sveitina núna þegar þú ert farin. En við munum hugsa til þín og ef til vill muntu kíkja við til okkar án þess að við verðum þess vör. Við munum alltaf muna þig. Við Ósk Ágústsdóttir ✝ Ósk Ágústs-dóttir fæddist í Kirkjuhvammi í V- Húnavatnssýslu 20. febrúar 1923. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Hvamms- tanga 8. febrúar síð- astliðinn og fór útför hennar fer fram frá Hvamms- tangakirkju 15. febrúar. munum muna þig sem glaðværa, umhyggju- sama, einstaklega dug- lega og hlýja mann- eskju. Manneskju sem hafði mikla samúð, manneskju sem grét ef aðrir grétu eða áttu bágt. Barngóð og gef- andi varstu líka. Þú varst konan sem iðu- lega hugsaðir um aðra á undan sjálfri þér, settir matinn á borðið en beiðst með að fá þér sjálf þar til allir voru búnir að borða. Við munum muna þig sem óstöðvandi í því sem þú tókst þér fyrir hendur hvort sem það var elda- mennska, bakstur, garðurinn eða að annast börnin eða dýrin. Sum okkar þurfa að biðjast afsökunar á því að stela jarðarberjum úr garðinum þín- um. Elsku amma, þau voru bara svo góð, eins og allt sem þú ræktaðir. Þú hafðir einstakt lag á blómum og garð- urinn þinn var alltaf svo fallegur. Við viljum þakka þér fyrir að halda tásl- unum okkar heitum á veturna með því að senda okkur ullarsokka og peysur sem þú hafðir sjálf prjónað. Við viljum þakka fyrir allar kleinurn- ar og pönnsurnar og við þökkum fyrir að þú skammaðir okkur þegar við gerðum eitthvað af okkur. Við þökk- um þér líka fyrir að hugga okkur þeg- ar eitthvað var að. Við þökkum fyrir að hafa fengið að vera hjá þér í sveit- inni. Það var okkur dýrmætt. Með þessum fáu orðum viljum við þakka fyrir allt sem þú hefur gert fyr- ir okkur og gefið okkur fjölskyldunni. Við þökkum Guði fyrir þig og alla ætt- ina okkar og biðjum þess að englarnir gæti þín og afa. Einnig biðjum við Guð að blessa stelpurnar þínar, tengdasyni, barnabörn og barna- barnabörn, aðra ættingja, vini og kunningja sem nú eiga um sárt að binda. Við gleymum þér aldrei. Lísa, Svava og Sindri. FRÉTTIR BERGÞÓRA Sigríður Snorradóttir, Fífa Konráðsdóttir, Phatsawee Jansook og Skúli Skúlason, dokt- orsnemar við lyfjafræðideild Há- skóla Íslands, hafa hlotið viðurkenn- ingu úr Verðlaunasjóði Bergþóru og Þorsteins Scheving Thorsteinssonar lyfsala. Þetta er í fjórða sinn sem sjóð- urinn veitir doktorsnemum í lyfja- fræði við Háskóla Íslands viðurkenn- ingu fyrir framúrskarandi rannsóknir í lyfjafræði. Heildar- upphæð styrks er 1.400.000 krónur og hlýtur hver styrkhafi kr. 350.000. Í fréttatilkynningu kemur fram að Verðlaunasjóði Bergþóru og Þor- steins Scheving Thorsteinssonar lyf- sala er ætlað að styrkja vísindaleg afrek á sviði lyfjafræði, rannsóknir og framhaldsnám í faginu. Hefur sjóðurinn stutt við kraftmikla upp- byggingu doktorsnáms í lyfjafræði við Háskólann og gert nemendum kleift að kynna rannsóknir sínar er- lendis og taka þátt í erlendu sam- starfi í tengslum við doktorsnámið. Rannsóknarverkefni Bergþóru gengur út á að rannsaka eiginleika sílíkonforðakerfa og þróa forðakerfi fyrir gjöf á lyfjum og öðrum líf- virkum efnum í gegnum húð. Rannsóknarverkefni Fífu felur í sér þróun augndropa og burðarefna fyrir lyf sem innihalda fitusýrur sem einangraðar eru úr fiskalýsi. Rannsóknarverkefni Jansook fjallar um þróun á nanótækni til lyfjagjafar í auga með það fyrir aug- um að auka flæði lyfja inn í bakhluta augans sem og mynda lyfjaforða í auga þannig að fækka megi lyfja- gjöfum. Markmið rannsóknaverkefnis Skúla er að bæta lyfjagjöf á slímhúð og þróa lyfjaform sem ná góðri slím- himnuviðloðun og gefa möguleika á að stjórna losun lyfs frá því. Bent Scheving Thorsteinsson stofnaði sjóðinn í maí árið 2001 til minningar um föður sinn, Þorstein Scheving Thorsteinsson lyfsala í Reykjavíkurapóteki, og eiginkonu hans Bergþóru Patursson. Í desem- ber 2007 bætti Bent um betur og lagði til viðbótarframlag við höf- uðstól sjóðsins. Eigið fé sjóðsins er því orðið um 20 milljónir króna en samtals hefur Bent gefið Háskóla Ís- lands 60 milljónir króna sl. sjö ár með stofnun þriggja sjóða sem heyra undir Styrktarsjóði Háskóla Íslands. Morgunblaðið/Kristinn Afhending Doktorsnemarnir fjórir ásamt aðstandendum sjóðsins og starfsmönnum Háskóla Íslands, þ.á m. Kristínu Ingólfsdóttur rektor. Styrkir veittir til dokt- orsnema vegna fram- úrskarandi verkefna Bridsfélag Kópavogs Þriggja kvölda hraðsveitakeppni hófst sl.fimmtudag. Eftir fyrsta kvöldið er staða sveita: Sveit Guðlaugs Bessasonar 564 Sveit Vina 555 Sveit Svölu Pálsdóttur 552 Sveit Lofts Péturssonar 549 Sveit Baldurs Bjartmarssonar 544 Spilamennsku verður fram haldið næsta fimmtudag. Bridsdeild Sjálfsbjargar, Reykjavík Tvímenningur var spilaður á 10 borðum sl.mánudag. Úrslitin í N/S: Kristján Albertss. - Guðjón Garðarss. 254 Lilja Kristjánsd.- Haraldur Sverriss. 242 Ingolf Ágústsson - Skúli Sigurðsson 235 A/V Kári Jónsson - Marteinn Marteinss. 262 Unnar Guðmss. - Jóhannes Guðmannss.244 Sigríður Gunnarsd.- Björn Björnsson 236 Keppni lýkur næsta mánudag, en l7. mars verður spilaður eins kvölds barometer - páskakeppni. Allt spila- áhugafólk velkomið í Hátún. Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, mánud. 3.3. Spilað var á 10 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 292 Bragi Björnsson – Albert Þorsteinss. 272 Ólafur Ingvarss. – Birgir Sigurðss. 232 Árangur A-V Ólafur Kristinss. – Vilhj. Vilhjálmss. 276 Oddur Jónsson – Oddur Halldórsson 262 Jón Hallgrímss. – Eyjólfur Ólafsson 237 Þröstur Sveinss. – Bjarni Ásmunds 237 Gullsmárinn Það var spilað á 12 borðum 3/3 og urðu úrslitin þessi í N/S: Magnús Halldórss. – Þorsteinn Laufdal 201 Birgir Ísleifsson – Örn Einarsson 195 Eysteinn Einarsson – Jón Stefánss. 189 Gunnar Sigurbjörnss. – Karl Gunnarss. 175 A/V Elís Kristjánsson – Páll Ólason 210 Aðalheiður Torfad. – Ragnar Ásmundss. 200 Steindór Árnason – Einar Markússon 182 Óli Gíslason – Sigfús Skúlason 182 Úrslit í N/S 28/2 10 borð Ólafur Gunnarss. – Sigurður Björnsson 229 Elís Kristjánsson – Páll Ólason 213 Magnús Halldórss. – Þorsteinn Laufdal 187 Jón Stefánsson – Eysteinn Einarsson 181 A/V Katarínus Jónsson – Magnús Ingólfsson 202 Aðalheiður Torfad. – Guðrún Gestsd. 191 Dóra Friðleifsd. – Heiður Gestsdóttir 190 Guðríður Ingimundard. – Kristín Sigfúsd. 174 Fimmtudaginn 13. mars verður svo spilað á 20 borðum (samtals) við Reykjavík. Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Sunnudaginn 2/3 var spilaður tví- menningur í Breiðfirðingabúð. Röð efstu para var þessi: Norður/Suður Björgvin Kjartanss. - Bergljót Aðalstd. 243 Ráðhildur Sigurðard. - Magnús Sigurbjs.234 Björn Sigurbjörnss. - Bragi Bjarnas. 234 Austur/Vestur Garðar V Jónsson - Baldur Bjartmars 252 Magnús Sverriss. - Halldór Þorvaldss. 246 Sigfús Skúlason - Óli Gíslason 238 Sunnudaginn 9/3 verður spilaður einskvölds tvímenningur Barometer Síðan verður páskahlé. Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, á sunnudögum kl. 19. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.