Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 19
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 19 eða trúarlegt. Hans boðskapur gengur þvert á þær yfirlýs- ingar, sem iðulega má heyra í fjölmiðlum, um að íslam þrífist ekki nema að leggja þjóðfé- lagið undir sig. x x x Arafat kom til Ís-lands í boði banda- ríska sendiráðsins og hefur farið víðar á veg- um bandarískra stjórn- valda. Stundum hefur hann mætt tortryggni af þeim sökum. Í Tan- saníu brutust út mótmæli þegar hann átti að leiða þar trúarlega at- höfn í mosku og varð hann frá að hverfa. Hann hitti síðar trúar- leiðtoga þar og þeir gagnrýndu hann harkalega fyrir að koma í boði bandarískra yfirvalda og kváðust ekki geta treyst honum. Þegar fund- inum lauk féllust þeir í faðma við hann. x x x Frásögnin af þessum fundi sýnir íhnotskurn þá gjá, sem ríkir inn- an íslams. Arafat segir að Kóraninn bjóði upp á þann sveigjanleika, sem eigi að gera múslímum kleift að laga sig að hvaða þjóðfélagi sem er og ná þar velgengni. Þeir, sem eru því ósammála, virðast hins vegar vera miklu háværari. Þar á milli eru síðan milljónir múslíma, sem vilja búa í vestrænu samfélagi og iðka um leið trú sína. Þeirra togstreita er á tvenn- um vígstöðvum. Annars vegar við ísl- amistana, bókstafstrúarmennina, sem gera trúna að verkfæri til að kúga konur og predika í andstöðu við veraldlegt vald, og hins vegar gagn- rýnendur innflytjendasamfélagsins, sem draga upp ofureinfaldaða mynd af öfgamanninnum og setja síðan alla múslíma undir þann hatt. Rödd Ara- fats boðar umburðarlyndi, en hann þarf stærra gjallarhorn ef hann á að yfirgnæfa bókstafskórinn. Mohamad BasharArafat var á Ís- landi í liðinni viku í því skyni að ræða um íslam og múslíma í Banda- ríkjunum. Arafat er ímam eða múslím- aklerkur og leiðir einn- ig stofnun, sem vinnur að sátt milli menning- arheima. Hann lítur á það sem sitt hlutverk að sýna múslímum fram á það hvernig þeir geti lifað í sátt við það samfélag, sem þeir búa í hverju sinni, hvort sem það er veraldlegt    víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Það er jafnan líf og fjör áLeirnum, póstlista hagyrðinga, eins og eftirfarandi vísur bera með sér. Pétur Stefánsson orti: Nú bætum við spreki á bragaglóðir og byrjum að yrkja meir. Ferskeytluvinir og félagar góðir; fundur er settur á Leir. Friðrik Steingrímsson úr Mývatnssveit tók þegar undir: Rýkur allt á rokna span rímar hver sem getur, fyrsta mál er ferskeytlan fundarstjóri er Pétur. Þá Jón Ingvar Jónsson, stundum nefndur „leirlöggan“: Fundarstjórnin finnst mér djók, farið allt í klessu. Einhver skratti af mér tók orðið rétt í þessu. Og Hallmundur Kristinsson: Yrkja limir meir og meir, magnast vísnaæðið; ástand orðið ljótt á Leir: Löggan mætt á svæðið! Jón Gissurarson: Ferskeytlunnar fagráð kært fjörið lifnað getur. Nú er orðið fundar fært fundinn setti Pétur. Og Hjálmar Freysteinsson: Ræðum gæti rutt úr mér rökfimur með sanni. Sammála ég sífellt er síðasta ræðumanni. Loks sleit Pétur fundi: Hér var stuð og feikna fjör, – flestir stigu í vitið. Nú er lokið ljóðaför, læt ég fundi slitið. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Fundur á Leirnum AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111                            vissir þú að... OMX Nordic Exchange Iceland hf. (OMX ICE) hefur samþykkt að taka hlutabréf Skipta hf. til viðskipta. Skipti hf. verða skráð á OMX ICE og er fyrirhugað að hefja viðskipti með hlutabréfin þann 19. mars 2008. Fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings banka hf. hefur umsjón með því að fá hlutabréf Skipta hf. tekin til viðskipta í kauphöll, svo og með útboði í aðdraganda þess. Nánari upplýsingar er að finna í lýsingu Skipta hf. sem dagsett er 4. mars 2008. Lýsinguna má nálgast hjá félaginu næstu 12 mánuði, en hún er gefin út rafrænt á heimasíðu félagsins, www. skipti.is. Lýsinguna má einnig nálgast á heimasíðu umsjónaraðila, www.kaupthing.is. Jafnframt má nálgast innbundin eintök frá 5. mars 2008 hjá Skiptum hf. í Ármúla 25, Reykjavík og hjá Kaupþingi banka hf. í Borgartúni 19, Reykjavík. Skipti hf., kt. 460207-0880, er leiðandi fjarskipta- og upplýsingatæknifyrirtæki á Íslandi og hefur að undanförnu fært út starfsemi sína til Norðurlanda og Bretlands. Heildarvelta félagsins árið 2007 nam 32,7 milljörðum króna. og jókst um 30,7% frá árinu á undan. EBITDA félagsins var 9,4 milljarðar króna fyrir árið 2007, samanborið við 8,4 milljarða króna EBITDA fyrir árið 2006. Heildarfjöldi útgefinna hluta Skipta hf. er 7.368.421.053, hver að nafnverði 1 króna. Hlutir félagsins eru allir í einum flokki og jafn réttháir. Með því að fá hlutabréf félagsins tekin til viðskipta í kauphöll auk útboðs í aðdraganda þess, er gert ráð fyrir að aðgengi félagsins að fjármagni aukist og markaðshæfi bréfa þess batni, sem aftur stuðli að frekari vexti og framþróun á næstu árum. Í kjölfar þess að hlutabréf félagsins verða tekin til viðskipta í kauphöll mun sýnileiki félagsins ennfremur aukast og bréf félagsins laða að breiðari hóp ólíkra fjárfesta, þar á meðal þeim sem bundnir eru af því að fjárfesta í skráðum félögum. Með þessu er ennfremur verið að uppfylla skyldur um útboð og kauphallarskráningu samkvæmt samningi frá árinu 2005, sem stærstu eigendur félagsins gerðu við íslenska ríkið um kaup á Landssíma Íslands hf., forvera Skipta hf. Útgefnir hlutir í Skiptum hf. verða boðnir til sölu áður en hlutabréf félagsins verða tekin til viðskipta í kauphöll. Með því hyggjast Kaupþing banki hf. og Exista hf. bjóða allt að 2.210.526.316 áður útgefna hluti til sölu, en þeir nema 30% af þegar útgefnu hlutafé Skipta hf. Kaupþing banki hf. mun bjóða 2.046.376.398 hluti og Exista hf. 164.149.918 hluti. Stærð útboðs Heildarfjöldi hluta Allt að 2.210.526.316 Heildarandvirði Allt að 14,68 – 17,91 milljarðar króna Hlutfall heildarhlutafjár Allt að 30% Hlutirnir verða boðnir almenningi og fagfjárfestum á Íslandi auk fagfjárfesta í öðrum löndum þar sem selja má hlutina. Hlutirnir verða ekki boðnir til sölu í löndum þar sem frekari skrásetningar væri þörf. Allir hlutir í útboðinu verða seldir á sama verði sem verður ákvarðað með áskriftarverðlagningu (e. bookbuilding). Fyrsti áskriftardagur útboðsins er 10. mars 2008 en útboðinu lýkur klukkan 16:00 þann 13. mars 2008. Áskriftir umfram 25 milljónir króna Áskriftir fyrir allt að 25 milljónum króna Áskriftartímabil 10. – 13. mars 2008 10. – 13. mars 2008 Lágmarksáskrift >25 milljónir kr. 100 þúsund kr. Hámarksáskrift 25 milljónir kr. Verðlagning Áskriftarverðlagning Fast gengi* Gengi 6,64 – 8,10 kr./hlut** 6,64 – 8,10 kr./hlut** * Áskrift í útboðinu er bindandi. Fjárfestir getur skilyrt áskriftina við ákveðið hámarksverð fyrir hlut. ** Endanlegt útboðsgengi, eitt og hið sama til allra kaupenda, verður tilkynnt fyrir kl. 9:45 þann 14. mars 2008. Reykjavík, 5. mars 2008 Birting lýsingar Hlutafjárútboð 10. – 13. mars Skipti hf. skráð á OMX ICE og hlutabréfin tekin til viðskipta 19. mars

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.