Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 12
að Nielsen hafði allt þetta mjög í huga, þegar hann í heimalandi sínu Danmörku, hóf að kanna sandhóla, merskiland og sjávarleirur ásamt upp- blæstri í hinum létta lausa jarðvegi á Vestur-Jótlandi. ÞRIÐJI DANSK-ÍSLENSKI LEIÐANGURINN, 1934. Laugardaginn fyrir páska, 31. mars 1934, hófst gos í Grímsvötnum í Vatnajökli. Síðla sama dag fékk dr. Nielsen fregnir um það til Kaup- mannahafnar, og 7. apríl lagði hann af stað til íslands þeirra erinda að kanna eldgosið. í för með honum var Keld Milthers magister, síðar ríkisjarðfræð- ingur. Þeir fóru yfir England og komu til íslands að kvöldi hins 15. apríl. Þeir lögðu af stað frá Reykjavík 18. apríl og voru komnir með farangur sinn austur að Kálfafelli í Fljótshverfi að- faranótt 24. aprfl, þar sem Stefán Þor- valdsson bóndi og fólk hans tóku þeim báðum höndum. Jóhannes Ás- kelsson jarðfræðingur slóst í för með þeim í Vík í Mýrdal. Jóhannes var þá á heimleið úr leið- angri til Grímsvatna, er hann hafði farið ásamt þremur öðrum íslending- um undir fararstjórn Guðmundar Ein- arssonar myndhöggvara frá Miðdal. Þeir lögðu upp frá Núpsstað með skíði og sleða. Náðu þeir á gosstöðvarnar 13. aprfl og til byggða hinn 16. Höfðu þeir fengið hið besta veður. Það var dr. Nielsen óblandað fagnaðaðrefni, að Jóhannes skyldi vera fús til að slást í förina aftur upp að eldstöðvunum. Leiðangursmenn bjuggu sig undir jökulgönguna á Kálfafelli og réðu sér þar fylgdarmenn, fimm unga bænda- syni úr sveitinni, Guðlaug Ólafsson á Blómsturvöllum, Jón Pálsson á Selja- landi, Helga Pálsson á Rauðabergi, Sigmund Helgason á Núpum og Kjart- an Stefánsson á Kálfafelli. Þeir fengu 7. mynd. Keld Milthers (1907-1960) stund- aði nám í náttúrufræðum við Kaupmanna- hafnarháskóla 1924-1932 með jarðfræði sem aðalgrein og lauk þar magistersprófi og síðar doktorsprófi, árið 1943. Doktors- ritgerð hans fjallaði um leiðarsteina á ströndum Danmerkur. Hann var ríkisjarð- fræðingur í Danmörku og stundaði þar margvíslegar rannsóknir. Keld Milthers, a Danish geologist, participated in one of Nielsen’s expeditions to Iceland but was not involved in Icelandic investigations af- ter that time. (ljósm. photo. ?) hesta til að flytja menn og farangur upp að jöklinum og tvo menn til við- bótar til að taka hestana þaðan heim aftur. Leiðangurinn lagði af stað frá Kálfafelli 24. aprfl, 9 menn með 16 hesta og var nú haldið upp undir jök- ulinn. Um kvöldið slógu þeir tjöldum þar sem þeir töldu greiðfærast upp jökulkinnina. Það hafði snjóað nokk- uð fyrir skemmstu, en engu að síður gægðist askan frá gosinu víða fram undan snjónum. Magister Keld Milthers hafði til 130
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.