Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 55

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 55
Það er vissulega ástæða til að óska þeim Svisslendingum til hamingju með þetta brautryðjendaverk, sem ætti að geta orðið öðrum áhugamönnum og hópum til fyrir- myndar, og sýnir ótvírætt hvers slíkir hóp- ar eru megnugir, ef þeir setja sér ákveðið markmið að vinna að. 3. FARBATLAS DER BASIDIO- MYCETEN (COLOUR ATLAS OF BASIDIOMYCETES). Meinhard Moser & Walter Jiilich. Útgefandi: Gustav Fischer Verlag, Stutt- gart, New York 1985-1988. Hér er um að ræða mjög vandaða lit- myndabók um kólfsveppi, sem gegna á fullkomnum vísindalegum kröfum. Hún er eins konar fylgirit lykilbóka þeirra um kólfsveppi Miðevrópu, sem sömu höfund- ar hafa samið, þ.e. „Die Röhrlinge und Blátterpilze" eftir M. Moser (5. útg. 1983), og „Die Nichtblátterpilze, Gal- lertpilze und Bauchpilze" eftir W. Jiilich, (1984), og út hafa komið í ritsafninu „Klei- ne Kryptogamenflora", frá sama forlagi. Lykilbækur þessar innihalda allar þekktar evrópskar tegundir viðkomandi sveppa- flokka, og eru því mikið notaðar af sveppafræðingum og öðrum víða um heim. I umræddum lykilbókum eru þó að- eins stuttar tegundalýsingar og tiltölulega fáar myndir, þ.e. aðeins strik-teikningar. Til að bæta úr þessum galla, hafa höf- undarnir tekið sig saman um útgáfu á nefndri litmyndabók, sem gefin er út í lausblaðaformi, eftir efnum og ástæðum. Má vera, að tilgangurinn sé líka að festa þær skilgreiningar tegundanna í sessi, sem þeir hafa tileinkað sér að nota, en í stór- sveppafræðinni er skilningur manna á teg- undunum oft nokkuð misjafn, þótt um sömu tegundanöfn sé að ræða. Hér eru ljósmynduð ákveðin safnein- tök, sem síðan eru varðveitt til frekari at- hugunar og endurskoðunar ef þörf krefur. Þau eru öll ljósmynduð inni, á mismun- andi gráleitu undirlagi, og áhersla lögð á að sýna sem flestar hliðar sveppsins, án til- lits til þess hvernig myndin verður frá fag- urfræðilegu sjónarmiði. Myndirnar eru harla misjafnar, og bera margar þess merki, að höfundar þeirra eru ekki atvinnumenn í ljósmyndalist, t.d. eru skuggar nokkuð áberandi í sumum þeirra. í sumum tilfellum hafa léleg eða ljót eintök verið mynduð, en hjá slíku verður ekki komist, einkum ef sjaldgæfar tegundir eiga í hlut. Víst er að hér birtast litmyndir af mikl- um fjölda svepptegunda, sem hafa aldrei fyrr verið myndaðar, eða a.m.k. ekki komið fram í litmyndabókum, og er það eitt fyrir sig ekki lítils virði frá sjónarmiði fræðinnar. Einnig má ætla að nafngreining tegundanna (myndanna) sé hér öruggari en venjulegt er í sveppabókum, þar sem svo reyndir og viðurkenndir fræðimenn eiga í hlut. Engar tegundalýsingar eru í bókinni, sem stafar af fyrrnefndu samspili við lykil- bækurnar, þar sem aðeins er að finna teg- undalýsingar en litlar sem engar myndir. Hins vegar eru sendar út talsvert ýtarlegar ættkvíslalýsingar með myndunum, þar sem vísað er í frekari heimildir. Nú eru komnar út nokkur hundruð myndasíður, sem raðað er eftir sérstöku kerfi í hringmöppur, sem forlagið afhendir kaupendum myndanna. Segja má að hér sé í fyrsta sinn gerð til- raun til að skapa litmyndaverk, sem hefur það markmið að birta myndir af öllum tegundum stórsveppa í ákveðnum heims- hluta eða álfu, og er einnig að því leyti einstakt í sinni röð. Hins vegar sýnist mér, að þessi lit- myndabók eigi fremur lítið erindi til al- mennings, og síst hér uppi á íslandi. 4. ARCTIC AND ALPINE FUNGI 1-2. Gro Gulden, Kolbjörn Mohn Jenssen & Jens Stordal. Útgefandi: Soppkonsulenten (Gulden, Jenssen, Stordal), Oslo 1985, 1988. Hér er einnig á ferðinni litmyndabók um sveppi í lausblaðaformi, sem hafin var útgáfa á 1985. Eins og titillinn segir, er hún um fjallasveppi og þá sem vaxa í heimskautalöndum. Fyrsta „heftið" með 25 litmyndum voru aðallega sveppir úr 173 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.