Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Síða 39

Náttúrufræðingurinn - 1988, Síða 39
Ólafur Sívertsen segir í sóknarlýs- ingu frá 1840 (Sóknarlýsingar Vest- fjarða 1952) að þarna hafi verið að- alvatnstökubrunnur sjómanna í sker- inu um hvern stórstraum og telur blýtappana „sjáanlegt fornmanna- verk“. Nefnir hann og Laugarsteina öðru nafni og kallar þá Vatnssteina. Ólafur segir ennfremur: „Norðan- vert við áðurumtalað Leiðarsund liggja Laugasker í austur og vestur með allri norðursíðu Oddbjarnar- skers. Taka þau nafn af enum volgu laugum, sem spretta þar upp 11 að tölu. Tvær af þeim eru uppi á skerinu, þar sem það er hæst. Koma þær úr sandi, og vatnið tekið um sjóarlágt, því yfir það fellur um hvern smá- straum“. Aðalstein Aðalsteinsson (bréfl. uppl. 1988) telur að þarna megi daglega ná til vatns en sand þurfi að hreinsa af eftir sjávargang. 16 Litlanes við Kjálkafjörð. Sumar- ið 1988 urðu þangskurðarmenn varir við allmikið bólustreymi á Kjálkafirði 200-300 m í vestur frá Litlanesi þar sem símastrengur liggur yfir fjörð- inn. Aðaluppstreymið er 2-3 m í þver- mál en bólur eru á stangli út frá því um 10 m í vesturátt. Dýpi er 15 m en á dýptarmæli kom fram að 1-2 m hár hóll eða hryggur er undir bólu- streyminu. Ólgan sem bólustreymið veldur sést greinilega úr landi. (Bergsveinn Reynisson munnl. upp. 1988). Óljósar fregnir eru af jarðhita í fjör- unni niður undan eyðibýlinu Kirkju- bóli í næsta firði fyrir austan, Kerling- arfirði. 17 Vatnsfjörður í Barðastrandar- hreppi. í flæðarmálinu og sjónum nið- ur undan Vatnsdalsbökkum á milli Vatnsdalsár og Þingmannaár er svæði sem alltaf þíðir af sér. Ekki hefur ver- ið kannað hvort því valdi uppstreymi jarðhitavatns eða velgja á botnlaginu. (Ragnar Guðmundsson munnl. upp. 1988). 18 Höfði við Tálknafjörð. Innarlega á Tálknafirði, undan og innan við Höfða myndast helst vakir er fjörðinn leggur, hugsanlega af völdum jarð- hita. 19 Eysteinseyri við Tálknafjörð. Sleiphella er í landi Eysteinseyrar sem er norðan megin við fjörðinn næstum því gegnt Höfða. Þetta er nokkuð sprungin klöpp niður í fjöru og vætlar víða volgt vatn, 15-17°C upp um gluf- urnar. Fara sum augun í kaf á flóði. Rennsli er óverulegt. (Jón Benjamíns- son og Sigmundur Einarsson 1982). 20 Reykjarfjörður í Bfldudals- hreppi. Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson ferðuðust um landið árin 1752-1757 og í ferðabók þeirra (Eggert Ólafsson 1943) er getið um hver í flæðarmálinu, þar sem soðinn hafi verið kræklingur og mældist hitastigið þar 180°F (82°C). Þessi hver er ekki til lengur, en allnokkuð fyrir utan þenn- an stað er klettahlein nokkur, sem vart kemur upp úr á fjöru. Undan henni streymir heitt vatn. Hitastig þess hefur ekki verið mælt. (Jón Benjamínsson og Sigmundur Einars- son 1982). 21 Vigur í Ögurhreppi. Um 100 metra vestur af bæjarhúsunum seytlar 20-21°C vatn upp um sprungur í fjöru- klöpp sem sjór fellur yfir á hverju flóði. Um miðja eyna að vestan eru svipaðar seyrur sem koma upp úr á hálfföllnum sjó. (Jón Benjamínsson 1979). 22 Á milli Vigur og Hvítaness. Haft er eftir Bjarna Sigurðssyni fyrrum bónda í Vigur að frostaveturinn mikla 1918 hafi alltaf haldist auð vök á sjón- um miðja vegu milli Vigur og Hvíta- ness (Jón Benjamínsson 1979). Vitað er að grynningar ganga út frá nesinu í átt að Vigur og mun staðurinn vera á 157

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.