Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 17

Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 17
10. mynd. Jóhannes Áskelsson með einn burðarklárinn við birgðastaflann hjá Kálfafelli í Fljótshverfi áður en lagt var af stað á jökulinn árið 1936. Jóhannes Áskelsson and the expedition gear before the Vatnajökull tour in 1936. (ljósm. photo. Arne Noe-Nygaard) sem Stefán Þorvaldsson bóndi tók á móti okkur. Við bjuggum um okkur í skólahúsinu á staðnum, en þar var þá ekki kennt. Bílarnir sneru við morguninn eftir (21. apríl), og þá um daginn kom Jó- hannes Áskelsson frá Reykjavík, til þess að slást í hópinn með okkur. Við vorum einn dag um kyrrt á Kálfafelli, til að ganga frá farangrin- um undir jökulferðina, en 23. aprfl fóru þeir Nilaus, Jóhannes og Stefán upp að jökli til að finna greiðustu leið upp á jökulinn með alla farangurslest- ina, eins og ráðgert var að gera dag- inn eftir. Skyldi ég fylgjast með henni. En þann dag var úrhellisrigning, svo að við héldum kyrru fyrir á Kálfafelli. Við lögðum svo af stað með lestina að morgni 25. apríl og náðum að áliðnum degi í tjaldstað þeirra Nilauss og Jóhannesar. Að lokinni staðgóðri máltíð sneru fylgdarmenn okkar til byggða með hestana nema þá þrjá, sem við héldum eftir til jökulferðar- innar. Við reyndum að halda áfram upp eftir jöklinum og beittum hestun- um fyrir sleðana, en þeir voru þreyttir eftir erfitt ferðalag, svo að ferðin sótt- ist seint og ekki var annars úrkosti en að setjast að eftir að hafa farið nokkra kflómetra. Reistum við þar tjald og hlóðum snjóvegg til að skýla hestun- um. Hinn 26. apríl héldum við ferðinni áfram og tjölduðum norðvestan við Geirvörtur kl. 9 um kvöldið. Daginn eftir var dimmviðri með 135

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.