Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 44

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 44
4. mynd. Þróarhúsið að Skarði í Kirkjuhvammshreppi 6/11 1987 (38). Cistern for geother- mal water at Skarð in Krikjuhvammshreppur (38). (Ljósm. photo Magnús Ólafsson). streymi á þessari línu. Sagnir eru um að frostaveturinn 1918 hafi alltaf hald- ist þarna auð vök og Þorvaldur Thor- oddsen (1960) segir að jafnan sé autt þarna út af þegar ísar liggja. Árið 1943 var byggð heitavatnsþró og þróarhús (4. mynd) niðri í fjörunni til varmaskipta fyrir íbúðarhúsið og um 200 m2 gróðurhús sem reist var uppi á bökkunum. Notuð var tvöföld tveggjatommu lögn til og frá ofnunum sem notaðir voru til varmaskipta í þrónni. Leiðslan var höfð á búkkum og einangruð með heyi en utan um það vafið tómum sementspokum og bundið að með seglgarni. Þar utan yf- ir var settur tjörustrigi eins og breta- braggar voru klæddir með, og vír vaf- ið að. Um 20 m fyrir sunnan þróarhúsið sytrar fram tæplega 40°C heitt vatn úr fjörukambinum og u.þ.b. 40 m þar sunnan við er lítil laug tæplega 60°C heit, en báðar þessar laugar virðast vera í framhaldi til suðausturs af bólu- streyminu á sjónum (Magnús Ólafs- son munnl. uppl. 1987). 40 Reykir á Reykjaströnd. Á fjöru- kambinum niður undan bæjarstæðinu að Reykjum er naust og leifar gamalla sjóbúða. Um það bil 100 m utar með fjörunni er jarðhiti fyrir ofan malar- kambinn og eins fyrir neðan hann í fjörunni. í skýrslu Rannsóknaráðs rík- isins (1944) segir að 45^)9°C heitt vatn komi upp á nokkrum stöðum framan í malarkambinum og á nokkrum stöð- um í kaldri tjörn ofan við kambinn komi 62°C vatn. Ragna Karlsdóttir (1976), sem vann við jarðhitarann- sóknir í Skagafirði 1975, getur þess að á þessu svæði komi upp á nokkrum stöðum í malarkambi samtals um 2 L/s af 45-63°C heitu vatni. í Grettis sögu Ásmundarsonar (ís- lendingasagnaútgáfan 1946) er frásögn 162
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.