Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 23

Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 23
saman eftir aö gljúfrið varð til, svo að ekkert sér til þess að utan. Við héldum áfram vestur á bóginn daginn eftir ásamt Pálma og komum að kvöldi að Vík í Mýrdal. Við stað- næmdumst um hríð á Mýrdalssandi, til að líta á farveg Kötluhlaupsins 1918. Stórgrýtisbjörg, sem liggja á víð og dreif á sandinum, vitna um eldri jökulhlaup. Næstu tvo daga héldum við kyrru fyrir í Vík og skoðuðum þaðan Lambaheiði, umhverfi Höfðabrekku og suðurhlíð Höfðabrekkufjalls. Og loks gengum við frá farangri okkar til flutnings í síðasta sinn í allri ferðinni. Við fórum frá Vík 14. júlí, vorum síðan tvo daga um kyrrt í Reykjavík, en brugðum okkur þó seinni daginn upp í Esju ásamt dr. Helga Péturss. Aftur var lagt af stað 17. júlí, en þá ók Pálmi Hannesson okkur á skóla- bflnum „Grána" austur að Seljalandi undir Eyjafjöllum, en komið var við í Rauðhólum og Reykjakoti í Hvera- gerði. í Eyjafjallasveitinni skoðuðum við einkum umhverfið hjá Skógafossi og Hvammi, og síðast endann á hamra- þilinu norðan við Seljalandsfoss, en fórum að kvöldi hins 19. vestur að Þjórsá og upp með henni að Asólfs- stöðum í Þjórsárdal. Þar höfðum við tveggja daga viðdvöl. Fyrra kvöldið urðum við vitni að hroðalegum sand- byl innan úr Þjórsárdalnum. Síðari daginn fór ég fyrst vestur að Gauks- höfða, sem er móbergshaus með dreifðum basaltbólstrum. Þá fórum við einnig seinni hluta dags inn í Gjá. Ég klifraði svo hátt, að ég fengi yfir- sýn um dalinn. Allt yfirborð hans er þakið vikri, bæði basalt- og líparít- vikri. Auðsætt er, að öll fíngerðasta mylsnan úr gjóskunni er fokin brott. Við héldum aftur til Reykjavíkur 22. júlí. í leiðinni gekk ég upp í Silfur- 11. mynd. Helgi Pjeturss, jarðfræðingur og Niels Nielsen virða fyrir sér útsýnið ofan af Úlfarsfelli í lok leiðangursins 1936. í baksýn eru Mosfell og Esja. The geologists Helgi Pjeturss artd Niels Nielsen scan the view from Úlfarsfell in 1936. (ljósm. photo. Arne Noe-Nygaard) bergið í Ingólfsfjalli. Við höfðum all- langa viðdvöl í Hveragerði, þar sem ég tók mikið af myndum af hverum, bæði gjósandi og í ró. Myndir þessar voru síðar birtar í riti Tom Barths, „Volcanic Geology, Hot springs and Geysers of Iceland“ (1950). LOKAORÐ Heklugosið 1947-1948 var ævintýrið mikla í hugum margra okkar. Þá hitt- umst við í síðasta sinn, Pálmi, Stein- þór, Nilaus og ég úti á sjálfum vett- vangi atburðanna. Eftiróm þess ævin- týris er að finna í skrifum Pálma (1947), Nielsens (1948) og Noe-Ny- gaards (1979). Sérstöku tímabili var hér með lokið. Ný kynslóð jarð- fræðinga var tekin til starfa á íslandi og þeir unnu af kappi. Árangurinn af Heklurannsóknunum þeirra birtust í ritsafninu „The Eruption of Hekla 141

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.