Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 35

Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 35
Jón Benjamínsson Jarðhiti í sjó og flæðarmáli við Island INNGANGUR Víöa hér á landi finnst jarðhiti sem heitar vatnsuppsprettur, svo og sem gufu- og eða gasstreymi. Hin mikla jarðhitavirkni er tilkomin vegna mik- ils varmaflæðis og sprunginna eða gegndræpra jarðlaga sem gera varma- flutning með vatni mögulegan. Hita- stig í berggrunni hækkar með dýpi. Þessi hækkun kallast hitastigull. Hita- stigullinn er hæstur í gosbeltunum en fer lækkandi út frá þeim og er lægstur í elstu hlutum landsins svo sem á Austfjörðum og Vestfjörðum. Jarð- hitavatnið er að uppruna úrkoma, sjór eða blanda þessara tveggja. Úrkoman eða sjórinn hripar niður í berggrunn- inn, hitnar þar og leitar síðan upp aft- ur þar sem heitt vatn er léttara en kalt. Yfirleitt gætir meira vatnsrennsl- is á stöðum sem liggja lágt en á hærri stöðum. Helstu uppstreymisstaðir eru á jarðlagaskilum eða þar sem jarðlög eru brotin. Heitar uppsprettur er jafnt að finna í flæðarmáli, neðan sjávar- máls, sem á þurru landi. Hér á eftir verður fjallað um jarðhitastaði í sjó og þar sem sjór eða sjávarblanda flæðir yfir. Á sumum jarðhitastöðunum við ströndina hefur verið borað eftir vatni en hér verður einungis greint frá jarð- hita sem kemur fyrir við náttúrlegar aðstæður. Lýst er 53 jarðhitastöðum við strendur landsins. Á sumum þeirra eru tveir eða fleiri uppstreymisstaðir jafnvel með nokkur hundruð metra millibili en hér eru þeir taldir sem einn staður, þar sem um sama jarð- hitasvæði virðist vera að ræða. Enn- fremur eru taldir upp nokkrir staðir sem bera ýms einkenni jarðhita svo sem gasstreymi eða vakamyndun í ís þótt eiginlegur jarðhiti hafi ekki verið staðfestur. SKRÁ UM JARÐHITASTAÐI í SJÓ VIÐ LANDIÐ Hér á eftir verða taldir upp þeir staðir þar sem jarðhiti finnst í sjó eða flæðarmáli. Byrjað verður við Reykja- nes og haldið réttsælis umhverfis land- ið. Fyrst er getið staðar eða jarðar sem jarðhitinn er kenndur við eða til- heyrir og svo sveitar eða hrepps. Hver staður er númeraður og á 1. mynd er sýnt hvar á landinu hann er. 1 Út af Reykjanesi. í grein sinni um neðansjávargos við ísland getur Sig- urður Þórarinsson (1965) um 11 gos undan Reykjanesi. Álítur hann að síð- ast hafi gosið þar árið 1926 og styðst í því við frásögn sjómanns sem á þeim tíma varð var við ólgu í sjónum norð- austur af Eldey. Á þessum slóðum er í dag vitað um bólustreymi í sjónum á a.m.k. tveimur stöðum. Austari stað- urinn er á um eða yfir 120 m djúpu Náttúrufræðingurinn 58 (3). bls. 153-169, 1988. 153

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.