Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 38

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 38
leirunni. (Jón Benjamínsson og Sig- mundur Einarsson 1982). 10 Innsta-Langey á Breiðafirði. Á vestanverðum ytri enda Innstu-Lang- eyjar við Þorkelseyjarsund gegnt Þorkelseyjarkletti er laug sem kemur ekki úr sjó nema á mestu stórstraums- fjörum. I henni mældi Aðalsteinn Að- alsteinsson frá Hvallátrum (bréfl. uppl. 1988) 61°C hita árið 1959. 11 Diskæðarsker á Breiðafírði. Sam- kvæmt Elínu Pálmadóttur (1964) töldu menn sem könnuðu þaramið í Breiðafirði að volgru væri að finna í skerinu. Jóhannes Briem (munnl. uppl. 1988) sem var einn þessara manna segir að 20-30°C heitt vatn vætli úr sprungu sem liggur um skerið og minnir hann að það hafi mælst heitast 34°C. 12 Reykey á Breiðafirði. í Reykey er 41°C laug ofarlega í fjörunni suð- austast á eynni. Rennsli er mjög lítið en útfelling mikil. Aðalsteinn Aðal- steinsson frá Hvallátrum (munnl. uppl. 1988) telur þessa laug standa efst af laugunum í Breiðafjarðareyjum og álítur að stórstreymt þurfi að vera til þess að flæði upp í hana. Skammt fyrir norðan Reykey er sker sem í er sagður jarðhiti en það kemur einungis upp úr á stórstraumsfjöru. Hitastig og rennsli óþekkt. Urðhólmur er skammt suður af Reykey. Sunnan og vestanvert í hon- um er jarðhiti sem kemur úr sjó stutta stund á háfjöru. Þar mælist 64-88°C hiti og giskað hefur verið á heitavatns- rennsli allt að 3 1/s. (Gunnar Böðvars- son 1953, Jón Sólmundsson 1959 og 1960, Jón Jónsson 1959). 13 Sandey á Breiðafirði. í skerjum suðvestast í eynni eru nokkrar smá laugar og er sú heitasta 64°C með 0,1- 0,2 1/s rennsli (Jón Sólmundsson 1959 og 1960, Jón Jónsson 1959). 14 Drápssker á Breiðafirði. Norð- vestanvert á vestara skerinu er hvera- svæði sem fellur yfir á hálfflæði. Hiti mælist 65-9FC og rennsli talið 5-9 1/s. Utfelling er mikil. Um 60-80 m vestar er 95-96°C heitur hver sem fer á kaf á hálfflæði. Rennsli er álitið 2-4 1/s. (Gunnar Böðvarsson 1953, Jón Sól- mundsson 1959 og 1960, Jón Jónsson 1959). Ólafur Sívertsen getur þess í lýsingu Flateyjarsóknar árið 1840 (Sóknarlýs- ingar Vestfjarða 1952) að í Dráps- skerjahver sjóðist fljótar en í nokkrum potti yfir eldi. Ennfremur segir þar: „Austur á skerinu, 20 faðma frá, eru tvær uppsprettur, hvor við aðra, og margar aðrar smáuppsprettur á smáhrúfóttum hraunklettaflesjum. Sunnan til á sama skeri er enn lítil uppspretta. Eru þessar uppsprettur ei allar heitar eða sjóðandi“. Líklega á hann við kaldavatnsuppsprettur enda segir hann í umfjöllun sinni um Oddbjarnarsker: „Eigi finnst hér vatn eins og í Drápsskerjum". Þá getur Olafur um hver „á stærð við hálfsannarsfjórðungspott og álíka að dýpt“ í skeri stutt norður af Dráps- skerjum og kemur hann ekki úr sjó á stórstraumsfjöru. 15 Oddbjarnarsker á Breiðafirði. Laugarsteinar eru einna austast á skerinu en þar koma 0,1-0,2 1/s af 71- 73°C heitu vatni úr klapparglufu sem kemur ekki upp úr sjó fyrr en um hálf- stækkaðan straum í fyrsta lagi (Gunn- ar Böðvarsson 1953, Jón Sólmundsson 1959 og 1960, Jón Jónsson 1959). Glufan nær fram í sjóinn svo að þegar ylgja var gekk sjór upp í laugina og kom í veg fyrir að neysluvatn næðist hér áður fyrr þótt fjara væri. Var þá brugðið á það ráð meðan Oddbjarnar- sker var verstöð að stífla glufuna með blýtöppum því úr henni fékkst neyslu- vatnið. (Aðalsteinn Aðalsteinsson bréfl. uppl. 1988). 156
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.