Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1944, Page 40

Náttúrufræðingurinn - 1944, Page 40
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN i)4 hvossanálarrunnam, en niýrastör og hengistör byggja skorn- ingana eða Iægðirnar. Efjujurl vex þar einnig. Á þurrari stöðum ráða móasef og þursaskegg víða ríkjum, með allmiklu af gul- möðru, Iiærum og vinglum innanum. Austan í Keldunúp eru fagrar blómlendisbrekkur. Er víða allt l>látl af blágresi, l>lá- kollu, stúfu og gleymmérey, en innan um mvnda mjaðjurt, sól- eyjar, hrútaberjablóm gular rákir og l>letti. Hvítir kollar geitl- unnar sjást fíka liér og hvar. f Hörgsárgili vex sujurskúfur, en kjarrhveiti að Prestsbakka. Fram á Holtsdal er birkikjarr og berjaland og þar í Holli vex Iíka Þyrnirósin. Munu rósirnar hafa verið kallaðar klungur til forna, ásamt skyldum tegund- um, sbr máltækið að Iilaupa um Idetta og klungur þ. e. kletta og þyrnirunna, en það þykir engum auðvelt. Klungurbrekka er bæjarnáfn Snæfn.sýslu og þar vex þyrnirós á talsverðum bletti. Dregur bærinn eflaust nafn af því. (Sbr. Stefán Stefánsson í skýrslu náttúrugripasafnsins). Af Síðu hélt ég vestur í Skaptár- tungu og fyrst að Svínadal. Er gráslendi víðast i Tungunum austaiiverðum likt og á Síðu. Samt er kjarr á litlu svæði, sem Giljaland heitir, framan við Hlið, austan Tungufljóts. Ná gras- heiðar langt fram háðum megin Skaptár. Svínadalsheiði milli Skaptár og Tungufljóts er víðast grasi vaxin. Uppi á heiðinni rísa sums staðar allliáar borgir. Vaxa grámosi og stinnastör víða nær einvöld þar uppi á vindblásnum klettahæðunmn, en mýra- og tjarnagróður allviða í lægðum. Fjallasmári sésl lítillega. Vestan Tungufljóls er landið viða vaxið lágu kjarri. Er þar hvarvetna mikið af ungum hirkihríslum að vaxa upp af fræi. Spáir það góðu, ef sæmilega verður farið með skóglendið. í kjarrinu er víða mikið af gulviði, loðvíði og grávíði og talsvert berjaland. Aðalbláher samt sjaldséð. Einir sést hér og hvar og reynir vex á Hrífuneslieiði. Blásnar geilar eru víða um kjörrin. Beitilyng er þarna algengt, en annars eru algengustu jurtir i kjarrinu ilmreyr, bugðupuntur, reyrgresi, lingresi, þursaslcegg og móasef. En í gilinu er víða blómlendi sem undirgróður. Ber víða mikið á blágresi, möðrum, mjaðjurt, hrútabérjum, jarðar- berjum, blákollu, geitlu, hárdeplu o. fl. fögrum blómjurlum. A Hemruheiði sá ég bláldukku, og lambaklukka er algeng. Kletta- l'rú sést á stangli og garðabrúða vex allvíða. Grænlilja (Pirola secunda) vex i Steingili við Hemru og einnig á Hrífunesheiði. Aður var hún fundin í Flögu. Snækrækitl (Sagina intermedia) vex í brún Skógardals á Hemruheiði, þrílit fjóla sömuleiðis. Krossgras (Senicio vulgaris) sá ég bæði á Hemruhciði og í aur-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.