Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1946, Side 22

Náttúrufræðingurinn - 1946, Side 22
68 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN falla á Nagasaki þ. 9. ágúst 1945, hagnýttu einmitt hið nýja frum- efni á þennan hátt. Þá má geta þess að til eru önnur frumefni, nefnilega tóríum og prótóactiníum, sem vitað er um að verða fyrir kjarnklofnun þegar þau verða fyrir skothríð hraðfleygra neutróna. Tóríum er sæmilega algengt frumefni og gæti komið til mála að hagnýta það, en hins veg- ar er prótóactiníum svo sjaldgæft að það kemur ekki til greina. Enn sem af er virðist þó úraníum vera lang heppilegasta efnið og það svo mjög að tóríumi hefir verið lítill gaumur gefinn. Gerð og rekstur ldaðanna er að sjálfsögðu mjög flókinn og vanda- samur og um mörg atriði hvílir hjúpur hernaðarleyndarmálsins, eins og raunar um svo margt í þessum efnum. í stórum dráttum hefir þó verið gefin lýsing á þeim. Til þess að auka líkurnar fyrir því að neutróna, sem myndast hefir við kjaraklofnun, verði frekar innbyrt af U-235 atómu en U-238 verður neutrónan að hafa misst mikið af hraða sínum, en það er henni ætiað að gera í mörgum smárekstrum við atómur stilliefnisins áður en hún líkur ferð sinni í úraníumkjarna. Fyrsta fyrirkomulag hlaðanna til þess að áorka þessu var að fella teninga úr hreinu úraní- umi eftir ákveðnum reglum niður í umgjörð úr hreinu grafíti (kol- efni). Lítilli tilraunasamstæðu af þessari gerð var konrið upp af Chicago-háskóla og þann 2. des. 1942 hófst fyrsta viðvarandi og sjálf- virka kjarnklofnunarbreyting sögunnar. í hlaðanum voru höfð 6 tonn af úraníummálmi og auk þess ten- ingar úr úraníum-tví-ildi (U02) og voru þeir aðgreindir með grafíti. Allur hlaðinn var klæddur varnarplötum til þess að verja starfsfólk- ið fyrir geislum og ennfremur voru settar hemilstengur úr cadmíum- málmi, sem höfðu það hluíverk að taka í sig umfram neutrónur og halda þannig fjölda þeirra innan öruggra takmarka. Vegna þess að þessum fyrsta orkuhlaða liafði verið komið fyrir undir áhorfenda- stúkum knattspyrnuvallar og honum einungis var ætlað að færa sönnur á framkvæmanleika sjálfvirkra kjarnklofnunarefnabreytinga, þá var hann ekki hafður í gangi nema skamma hríð, var stöðvunin einnig ákveðin vegna þess hve margar neutrónur sluppu á brott, en það hefði getað orðið hættulegt fyrir lieilsu þess fólks, sem þarna átti leið um. Var nú hafizt handa á ýmsum öðrum stöðum í Bandaríkj- unum um að koma upp sams konar orkuhlöðum, en að sjálfsögðu voru þeir miklu stærri en sá fyrsti. Varð að yfirstíga óteljandi örðug- leika bæði á sviði fræðilegra rannsókna og úrlausna auk risavaxinna verklegra framkvæmda, sem varð að ljúka áður en kleyft væri að

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.