Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1946, Page 27

Náttúrufræðingurinn - 1946, Page 27
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 73 eitt sumar. Alkunnar eru vetrarkorntegunclirnar, t. d. rúgur. Til lians er sáð að sumrinu. Fræið spírar og lágvaxið gras er komið unt haustið. Næsta sumar lýkur vetrarrúgurinn lífsskeiði sínu. Hann verður hávaxinn, her blóm og fræ og deyr að því búnu. Þannig er einnig eðli margra annarra jurta. Nefnast þær hálfeinærar eða vetr- areinærar. Sé sáð til vetrareinærra jurta á vorin, styttist vaxtartími þeirra. Þær ná rninni þroska en ella og blómgást seinna. Kornblóm, lævirkjaspor, stjúpur, Nigelia o. fl. blómgast 3—4 vikum fyrr haust- sánar en vetrarsánar. Ef við aftur á móti sáum til reglulegra sumar- blóma að haustinu, spírar fræið oft illa og þótt takast kunni að láta það spíra, þá er mjög erfitt að halda lífi í jurtunum yfir veturinn. Vaxtarhraði einærra jurta er oft mjög mikill. Þekkja allir hve fljótt arfinn er að ná sér á stryk hér í görðunum. Fræ Iians eru líka afar líf- seig og geta lialdið grómagni sínu — jafnvel áratugi. Arfafræin í yfir- borðinu færast í kaf þegar garður er stunginn upp og lifa góðu lífi niðri í moldinni. Næsta ár eða síðar geta þau komið upp, þegar garð- urinn er unninn, spírað og vaxið. Búfé étur arfa með góðri lyst. Jurt- in meltist og verður dýrunum að góðu gagni; en fræin sjálf meltast sjaldnast, heldur ganga óskemmd niður af dýrunum og dreifast þannig með áburðinum. — Hægt er að lengja æfiskeið sumra ein- æru jurtanna t. d. með |n í að taka burtu blómknappana jafnóðum og þeir myndast. Jurtin vill ekki ljúka lífi sínu fyrr en hún hefir aukið kyn sitt og lifir stundum árum saman, sé þannig leitað á hana og blómgunar- og fræþroskunarorkan spöruð. Er hugsanlegt að svo mjög gangi á sykurforða einæru jurtanna við blómgun, að þær standist síður frost á eftir — eða önnur óhagstæð kjör. Þar sem vitað er og augljóst, að mikil orku- og efnaeyðsla á sér stað við blómgun og fræþroskun, virðist næsta eðlilegt að það lengi blómgunartímann að taka nokkuð af blómknöppum burtu áður en þeir springa út. Al- gengt er að skera ofan af blómjurtum, sem blómgast hafa um skeið, til jress að fá þær til að blómgast á nýjan leik síðsumars. (Nemesia, riddaraspori o. fl.). En hægt er líka að gera ofmikið að slíku, þannig að stýfingin verði jurtinni meiri hnekkir en blómgun og fræþroskun annars mundi verða. Aðalmundur haustsáinna, einærra jurta og hinna tvíæru, er sá, að ]xer síðarnefndu eru lengur að búa í haginn fyrir blómgun, og salna meiri forða. Má rekja ferilinn stig af stigi — sumarblóm, haustsánar jurtir og tvíærar jurtir. — Sé sáð of snemma til tvíærra jurta, t. d. káls eða rófna, þannig að þær verði fyrir hnekki af kulda, eins og oft gerist hér, þá hættir þeim til að tréna — eða hlaupa í njóla og bera blóm samsumars, gegn eðli sínu. Hnekkir af völdum þurrka getur

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.