Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1946, Qupperneq 36

Náttúrufræðingurinn - 1946, Qupperneq 36
82 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN verpir fuglinn fyrsta egginu, og síðan einu eggi á dag í næstu þrjá daga, þannig að 23. júní er varpinu lokið með fjórum eggjum í hreiðri. 21. og 22. júní bætir kvenfuglinn nokkrum fjöðrum við inn- anvert í hreiðrinu. Kvenfuglinn hefur ásetur um leið og þriðja egg- inu er orpið, en byrjar þó fyrst af alvöru eftir að fjórða eggið er konr- ið. 6. og 7. júlí skríða ungarnir úr eggi, og eru að þessu sinni einnig aðeins tveir; klaktíminn er því hjá þessum hjónum 14 dagar, en ekki 11, eins og hjá þeirn fyrri. Fyrstu dagana situr kvenfuglinn á ungum sínum og annast þá, en fer brátt að vera fjarverandi í lengri eða skemmri tíma í einu og verður þá karlfuglinn æ meir eftir því, sem á líður, að taka að sér að gæta bús og barna og annast umönnun og uppfóstrun unganna. 14. júlí byrjar kvenfuglinn á nýrri hreiður- gerð, en livílir þó enn um sinn hjá ungum sínum á nóttunni. 18. júlí ferstærri unginn úr hreiðrinu, sá minni fer úr því daginneftirogeru þeir eins og í fyrra skiptið ennþá meðölluófleygir. Hreiðurstímiung- anna hjá báðum hjónunum er því hinn sami, 12 dagar. Ekki leituðu ungarnir aftur til hreiðursins eftir að jreir voru farnir úr því. 21. júlí er fyrsta eggið komið í nýja hreiðrið, og það þó að ungarn- ir séu ennþá á fóðrum hjá hvort tveggja foreldranna. Þann 22. er öðru eggi verpt og þann dag fer einnig eldri unginn að leita sér nær- ingar upp á eigin spýtur. Kvenfuglinn hættir nti öllum matgjöfum til unganna og verður karlfuglinn upp frá þessu að uppfóstra þá einn. 24. júlí er varpinu lokið, og fer kvenfuglinn að unga út af kappi. Um sarna leyti fer einnig minni unginn að leita sér matar sjálfur, en þykir þó báðum enn gott að þiggja bita og bita, ef faðir þeirra réttir þeim. Þann 30. júlí er samband slitið á milli eldri ungans og for- eldra hans, en sá yngri er enn á vegum föður síns. Þann 2. ágúst, þ. e. að níu dögum liðnum, skríða ungar síðara varpsins úr eggi, þrír að tölu; sést af þessu að útungunartími sama fugls getur breytzt innan víða takmarka. Fyrstu dagana situr móðirin á ungum sínum, og fer hún ekki frá hreiðrinu nema stund og stund til þess að afla viðurvær- is. Innan skamms lætur hún kai'lfuglinn að æ meira leyti taka við uppeldi og fóstrun ungviðisins, en tekur sér sjálf frí að miklu leyti. Ástæðan til þess er og sú, að kvenfuglinn er nú mjög farinn að fella f jaðrir, og var að vísu byrjuð á því síðustu daga ásetanna. Það er ekki fyrr en þann 19. ágúst, sem ungarnir fara úr hreiðri, hafa þeir þá ver- ið þar í 17 daga, en eru þá líka strax fullfleygir um leið og þeir koma úr því. Kvenfuglinn skiptir sér ekkert af ungunum upp frá þessu og felur þá að öllu forsjá föður þeirra. 23. ágúst fer fyrsti unginn að leita sér matar sjálfur, og þann 27. ágúst eru allir ungarnir þrír vaxn- ir frá umsjá forcldra sinna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.