Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1946, Qupperneq 42

Náttúrufræðingurinn - 1946, Qupperneq 42
88 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN giunn dalskora. Hjarn sígur niður afijöllunum og fyllir skoru þessa víðast hvar, en á þrern stöðum, að minnsta kosti, er liitinn svo mik- ill, að hann bræðir lijarnið og eru þar djúpir katlar með hvæsandi gufuhverum. Er einkennilegt að sjá gufuna koma þarna þjótandi upp með þverhníptum ísveggjunum. Mikið af smá hitum eru á hrygnum neðan við dalskoruna. Jarðliitinn, í þessum hluta sprung- unnar, virðist mér með líkum ummerkjum nú og 1941, en hjarnið var miklu meira ogsýndist því þrengra um gufuopin og dýpra niður að þeim. Suðvestur af þessum hverum hefst aðal gjáin eða sprengidalur- inn, sem er bæði djúpur og um tveir km. á lengd. Um miðjan þennan dal eru þrengsl og er suðurlilutinn grynnri en norðurhlut- inn og unglegri. Skal nú lyrst vikið að honum. Sumarið 1941 var syðst í þessum hliita gjárinnar tjörn, sem mun hafa verið um 200 m á hlið og nærri ferhyrnd. Á tjörninni flaut íshröngl og að sunnan og suðvestan gengu þverhníptir jökulhamrar l’ram í hana. Suðaustan við tjörnina reis snarbrattur móbergshnjúk- ur og mátti segja, að hann væri allur rjúkandi. Milli hnjúksins og jökulsins var þröng geil, er hnjúkurinn hafði vafalaust brætt og lialdið opinni. Norðaustan við tjörnina var stór leirpittur, sem stóð nærri fullur af liálfköldu skolpi, er ólgaði ekki. 1 lilíðum dalsins voru víða gufuhverir en botn hans, norðaustur af tjörninni, þak- inn þurrum leir og vikri og gætti þar ekki jarðhita. Stærsta breytingin, er þarna hefir orðið, er sú, að tjörnin er horf- in og er nú djúp skál þar, sem hún var, þakin límkenndum leir. Frá yfirborði tjarnarinnar 1941, niður í botn skálarinnar, munu vera fullir 20 m. í tjarnarstæðinu er nú mikill jarðhiti einkum að suðaustan. Þar eru í hvirfingu einn goshver, er gýs vatni í um 2 m hæð, og tveir stórir leirhverir. Smá hitur eru til og frá um skálina og gufuop t. d. við norðurhorn hennar. Jökullinn hel’ir sigið eitt- livað fram í skálina og jökulhamrarnir lægri og óreglulegri heldur en 1941. Dálítill lækur, sjálfsagt volgur, kemur þar undan ísnum og hverfur niður í botn skálarinnar. Sumarið 1941, lá sprunga úr suðurhorni gjárinnar suðvestur í jökulinn, en nú sá ekki til hennar. Ástæðan sjálfsagt sú, að nú var ennþá mikill snjór frá síðasta vetri á jöklinum. Af sömu ástæðum var geilin, bak við hnjúkinn, bæði þrengri og dýpri heldur en 1941, og slúttu miklar lijarnhengjur fram yfir hana. Hnjúkurinn virtist jafn heitur eða heitari. Leirhver- inn norður af tjarnarsvæðinu var nú miklu stærri heldiir en 1941 og vellandi. Rauk mikið úr honum og var dalbotninn þar fyrir norðan nú meira og minna sundursoðinn af hitum. Virtist mér jarð-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.