Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1946, Síða 45

Náttúrufræðingurinn - 1946, Síða 45
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 91 vatn á einum stað. IJó liygg ég, að vatnsmagn sinnra lauganna geti verið 2—4 sek. litr. Samanlagt vatnsmagn hlýtur að \ era mikið, iyrst það nægir til að gera alla ána um 35° C heita. Er við liðfðum skoðað laugasvæðið, fengum við okkur bað í ánni neðan við laugarnar. Minnist ég þess ekki að hafa notið þægilegra Iraðs. Hitinn var svo hæfilegur að enginn viðbrigði fundust, er við dýfðum okkur í það. Straumurinn var allmikill, svo við urðum að velja okkur góða viðspyrnu og láum síðan um hálfa klukkustund í baðinu og léturn straumkastið lemja okkur. Hygg ég að ekkert nudd jafnist á við slíkt. Norður með ánni, er rennur norður frá Hveragilinu, eru nokkrar uppsprettur ilvolgar. Frá Hveragili héldum við norðaustur yfir Brúarjökul í Sauðár- og Kringilsárrana. Á þessari leið sáum við hvarvetna glögg merki þess, að Brúarjökull fer hraðminnkandi. Við upptök Kreppu, skammt austur af Kverkfjöllum, voru 1941 háir jökulhamrar. Nú hefur jökulbrúnin þynnst svo, að þessir hamrar eru horfnir. Jökull- inn hefur líka þokast aftur á bak á þessum slóðum. Ofan við Kverkárnesið stendur fjallsöxl mikil fyrir jöklinum. Á bak við þessa öxl sýna nýjustu uppdrættir jökullón rnikið. Það er áreiðanlega ekki lengur til. Hefur tæmst norður í Kverká. Jökull- inn hefur lækkað mjög mikið þarna bak við öxlina, en mikið af jökulruðningi er hátt upp í öxlinni langt fyrir ofan núverandi yfir- borð jökulsins. Nú fellur ekkert jökulvatn norður til Sauðár, en lnin var lengi mikið jökulvatn. Af rýrnun jökulsins hefur það leitt, að vatn það er áður féll til Sauðár, deilist nú til Kverkár og Kringilsár. Vel getur svo farið, að Kringilsá, sem að undanförnu hefur verið mikið og illt vatnsfall. fari brátt þverrandi, ef jökullinn heklur áfram að rýrna og Jökulsá á Brú og Kverká verði aðalárnar, sem koma þarna undan norðaustanbrún jökulsins. í Sauðárrananum sunnanverðum, sé/.t Ijóslega, hvernig hreifing jökulsins hefur verið síðustu áratugina, því hver ruðningsaldan tekur við af annarri. Láta mun nærri, að jökullinn hafi hörfað þarna um 8 km. síðustu 50 árin og mest síðustu áratugina. Brúarjökull er ákaflega hallalítill langt suður á jökul og Iialdi hann áfram að rýrna næstu áratugina eins ört og nú á sér stað, má búast þarna við mjög miklum breytingum. í grein þessari hefi ég vikið lítið eitt að því markverðasta er ég sá í Kverkfjallaferð minni í sumar, en ekki hirt að rekja ferðina nánar. Ég vil þó geta þess, að við félagir fórum sjaldfarna leið til

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.