Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1946, Síða 47

Náttúrufræðingurinn - 1946, Síða 47
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 03 Áður en veiðiskapurinn hefst er vafið hring úr sterku grasi um háls skarfanna og er hann hafður það þröngur, að þeir geta aðeins rennt niður smáseiðum en ekki stærri fiskum. Auk hringsins um hálsinn er öðrum hring fest við fót skarfanna með snæri og gera fiski- mennirnir það til þess að geta krækt í fuglana ef með þarf. Ekki verð- ur séð að hringurinn um hálsinn sé fuglunum til neins ama, enda gæta fiskimennirnir þess vel að meiða ekki þessa þörfu þjóna sína. Ven julegast eru notaðir flekar við veiðarnar og eru þeir gerðir úr 4 allgildum bambusstöngum um það bil 25 feta löngum. Hefir yzta lag bambusins verið fíáð af, svo að bolirnir séu ekki eins hálir, og sveigjast þeir upp til endanna. Fiskimennirnir standa berfættir á flekunum miðjum og nema fæt- urnir við vatnsborðið. Veiðibúnaðurinn er karfa undir fiskinn, all- stórt net, nokkurs konar krókstjaki með áföstum netstubb, löng bambusstöng og loks skarfarnir. Bambusstöngin er notuð ýmist senr stjaki, eða þar sem dýpra er, sem ári, og þarf nrikla leikni til þess, en auk þess er stöngin notuð til þess að ýta skörfununr á sund, til þess að fæla fiskana, nreð því að lenrja vatnið og ýfa það og loks er stöng- in notuð sem viðlegufæri ef svo ber undir. Á hverjum fleka eru venjulegast þrír til fjórir skarfar, en er þó breytilegt eftir staðháttum. Er það ein hin algengasta og sérkennileg- asta sjón, senr gefur að líta meðfranr Kínaströndunr, að sjá sex til átta fleka nreð skörfum og öllunr búnaði að veiðunr skanrnrt undan landi. Meðal hinna margvíslegu likveiðiaðferða, sem tíðkaðar eru mun nrega telja fiskveiðar nreð skörfum einna sérstæðastar. Stundum er neti lagt á nrilli tveggja fleka en aðrir flekar nrynda hálfhring gegnt netinu. Eiskimennirnir stjaka skörfununr ofan af flekunum og lrefst veiðiskapurinn. Til þess að fæla upp fiskinn láta fiskinrennirnir öll- um illunr látum, æpa og hrópa, ýfa vatnið nreð barsmíð og rykkja flekunum franr og aftur. Við þessa fjörlegu sýn bætast svo skarfarnir, senr koma títt úr kafi nreð fiska í nefinu og skila þeir þeinr af sér jafnóðunr á flekana. Flestir þeir fiskar, sem undan skörfununr konr- ast lenda í netinu, svo að veiðiskapnum lýkur brátt á hverjunr stað og láta þá fiskimennirnir skarfana setjast á flekana og stjaka þeir þeinr á ný veiðisvæði og hefja þar veiðiskapinn að nýju. (Eftir Geographical Magazine júní 1945).

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.