Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1946, Side 50

Náttúrufræðingurinn - 1946, Side 50
9G NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN hann í gígmynduðu dalverpi og var jarðvegurinn mjög sundurtætt- ur, höfðu myndast þar nokkrar liolur um 50 metrar að þvermáli, 4—6 metra djúpar og stóð vatn í þeim. Greinilega gígmyndun, svip- aða og menn þekkja annars staðar að, var þó ekki að finna. Á árunum 1928 og 1929—30 kom sami jarðfræðingurinn þarna aft- ur til frekari rannsókna, gróf hann þá í einni af gígmynduðu holun- um, en fann aðeins vott af járni, nikkel og kísilsýru en engin greini- leg járnstykki. Greftrinum var hætt í 30 metra dýpi. Þar eð líklegt er að loftsteinninn hafi gufað upp við þann ofsahita, sem varð við sprenginguna, eru litlar líkur til þess að finna nokkrar leifar hans. Hins vegar sögðust innbornir menn hafa lundið mola af hreinu járni nokkurt skeið eftir að „Aydy-guðinn (eldguðinn) helði komið af himnum ofan til þess að relsa þeim illu.“ Mönnum telst svo til, að þyngd loftsteinsins hal'i verið um 4000 tonn. Má telja það mikið liapp að loftsteinninn skyldi þó hafa lent á svo strjálbýlu svæði. Er erfitt að gera sér í hugarlund alla þá skelf- ingu og eyðileggingu, sem það hefði valdið, ef loftsteinninn hefði lent í einhverri af stórborgum heims. En sem betur fer telja stjarn- fræðingar litlar líkur til þess að jörðin verði fyrir slíkum sendingum í næstu framtíð. (Lausl. eftir Naturens Verden). S. Þ.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.