Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 10

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 10
8 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI miklum myndarskap. Rit um kirkjur í Skálholti eftir Hörð Ágústsson er markverð menningarsöguleg rannsókn sem hlaut sérstaka viðurkenningu, íslensku bókmenntaverðlaunin. Saga hafrannsókna við ísland er einnig undirstöðurit. Iðnsaga íslendinga gengur rösklega fram. Af öðrum fræðiritum skal nefna Siðfræði Páls Skúlasonar, rit um Háva- mál eftir Hermann Pálsson, þýðingu á Siðaskiptasögu Durants, þýðingu á rannsókn Ivars Orglands á norskum áhrifum á skáldskap Stefáns frá Hvíta- dal (að henni er vikið á öðrum stað í þessu riti) og athugun á þróun og sam- fellu í skáldskap Snorra Hjartarsonar eftir Pál Valsson. - Fjórar síðast- nefndu bækurnar voru gefnar út af Menningarsjóði eins og ýmis önnur rit sem hér voru talin. Forráðamenn hans þurfa vissulega ekki að fyrirverða sig fyrir hlut forlagsins í útgáfu ársins. Hins vegar er nauðsynlegt að hyggja að stefnumörkun þessa forlags í framtíðinni. Að því efni, útgáfu Menningar- sjóðs og Andvara sem er hluti hennar, skal vikið nokkrum orðum að lokum. í grein í Andvara 1985, „Jónas Jónsson og Menningarsjóður“, gerir Gils Guðmundsson nokkra grein fyrir stofnun Menningarsjóðs og starfsemi fyrstu árin. Hann var settur á laggirnar 1928 vegna þess pólitíska vilja sem þá var vaknaður í landinu að ríkið styrkti bókmenntir og listir og greiddi fyrir því að almenningur gæti eignast góðar bækur á vægu verði. Eins og Gils rek- ur dró bráðlega þrótt úr Bókadeild Menningarsjóðs þótt hún gæfi út merkis- rit eins og Um Njálu Einars Ól. Sveinssonar, Bréf séra Matthíasar og frum- útgáfu á Sölku Völku Halldórs Laxness. Síðan færðist nýtt líf í útgáfuna 1940 þegar Jónas Jónsson beitti sér fyrir sameiningu Menningarsjóðs og Þjóð- vinafélagsins. Var þá hafin umfangsmikil útgáfustarfsemi með „félags- mannakerfi“, það er áskrift. Sú framkvæmd blandaðist mjög inn í stjórn- máladeilur á þessum tíma. Pólitískan styr um Menningarsjóð lægði þegar frá leið, en jafnframt dofnaði yfir honum. Áskriftarkerfið gekk sér til húðar við nýjar þjóðfélagsaðstæður og er nú lítt virkt. Áhugi stjórnvalda á þessari rík- isstofnun hefur lengstum verið takmarkaður og í rauninni hefur hið þing- kjörna menntamálaráð aldrei sett Menningarsjóði markvissa útgáfuáætlun. Við það hefur setið í áratugi. Hitt er engin ástæða til að láta liggja í þagnar- gildi að fyrr og síðar hefur Menningarsjóður gefið út margt góðra og ágætra rita og skerfur hans til íslenskrar bókaútgáfu engan veginn léttvægur. Menningarsjóður er þannig sprottinn upp úr hugsjón alþýðufræðslu og menningarframtaks ríkisins sem hrundið var fram í verki í landinu um 1930. í öndverðu var það hlutverk bókaútgáfunnar að gefa út fræðirit á ýmsum svið- um og valin skáldrit. Þessari stefnu hefur verið fylgt nokkurn veginn síðan. Menningarsjóður hefur fært þjóðinni í íslenskum búningi ýmis úrvalsverk heimsbókmenntanna. Fyrsta stórverkið af því tagi sem út var gefið eftir sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.