Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 106

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 106
104 HELGI SKÚLI KJARTANSSON ANDVARI stæðinga, en þó ekki meginmál í þeirri rimmu. Á næstu árum fékk fánakraf- an hins vegar vaxandi tilfinningagildi í sjálfstæðisbaráttunni. Þegar hún blossaði upp á árunum 1912-1913 féllust Danir umsvifalaust á heimafána fyrir ísland, en löggilding hans dróst til 1915. Þá var sú niðurstaða fengin í fánamálinu sem flestum hefði þótt ásættanleg 1908. En nú var erfitt fyrir íslendinga að sætta sig við minna en fullgildan siglingafána. Eftir margra ára stapp um fánann var hann orðinn þeim ofar í huga sem þjóðernistákn. Tilkoma Eimskipafélags íslands, sem í sjálfu sér var litið á sem sjálfstæðismál, gerði þeim óljúfara að sigla undir dönskum fána. Og umfram allt dró styrjöldin fram þann möguleika að beinlínis gæti orðið hættulegt að sigla undir dönskum fána ef Danmörku mistækist að varðveita hlutleysi sitt gagnvart öllum stríðandi þjóðum. Um þetta var mikið rætt á íslandi, og var þar í raun komin upp hugmyndin um hlutleysi íslands sérstaklega, aðgreint frá hlutleysi Danmerkur. Þótt ríkisstjórn Jóns Magnússonar væri mynduð um aðra hluti en sam- bandsmálið við Dani, gat Jón ekki látið fánakröfuna kyrra liggja. Hann reif- aði hana við Zahle forsætisráðherra Dana í maí 1917, en fékk þau svör að siglingafána yrði að ræða í tengslum við sambandsmálið í heild, og það væri óheppilegt fyrr en að ófriðinum loknum. Alþingi ályktaði engu að síður að óska eftir konungsúrskurði um íslenskan siglingafána, en þeirri ósk höfnuðu Danir eins og fyrirsjáanlegt var. Sundbpl hefur rakið viðbrögð danskra ráða- manna við fánakröfunni í október-nóvember 1917.24 Þeir eru einráðnir að taka málið ekki upp nema í almennum samningum, hins vegar horfnir frá því að samningar þurfi að bíða stríðsloka. Þvert á móti vilja a.m.k. sumir ráð- herrarnir semja við íslendinga strax, meðfram til þess að njóta þeirrar stöðu að ísland var í bili mjög háð lánafyrirgreiðslu í Danmörku. Jón Magnússon hélt því heim með formlega synjun konungs við fánamál- inu, en hafði jafnframt fengið tilboð Dana um almenna samninga. Þótt það komi víst hvergi fram, hljóta Danir þá þegar að hafa stefnt að því að bjóða íslendingum mun rýmri kosti en 1908; öðrum kosti hefði samningstilboð verið tilgangslaust, eins og Jón Magnússon margbrýndi líka fyrir Dönum á næstu mánuðum. En hafði fánakrafan beinlínis valdið því að Danir kusu að ganga til samn- inga um fullveldi íslands? Væri það ekki fullþungt hlass fyrir ekki stærri þúfu að velta? Jú, kannski, ef litið er á fánamálið eitt sér.25 Það sem gaf því knýjandi vægi var hættan á því að fánadeilan leiddi til fulls aðskilnaðar íslands og Dan- merkur, jafnvel gegn vilja beggja. Ef ekkert væri að gert, mátti vænta þess að Alþingi setti lög um íslenskan siglingafána, en slík lög gæti konungur aldrei staðfest. Alþingi hafði nefnilega aðeins löggjafarvald um íslensk sér- mál, þ. á m. verslun og samgöngur, en ekki utanríkismál; um þau hafði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.