Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 113

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 113
ANDVARI VANGAVELTUR UM FULLVELDIÍSLANDS 1918 111 Hér hafa verið reifaðar ýmsar skýringar á því hvernig og hvers vegna ís- lendingar náðu þessum samningum við Dani. Eins og að líkum lætur á hér fremur við samspil margra skýringa en að unnt sé að komast af með eina eða fáar. Allt þjóðlíf á íslandi - sjálfstæðisbaráttan sjálf, efnahagsleg uppbygging og allt þar á milli - stefndi í sjálfstæðisátt; ísland hlaut fyrr eða síðar að vaxa frá ríkistengslunum við Danmörku og hafði raunar verið að því smám sam- an. Þetta er hin almennasta skýring á fullveldinu, ásamt almennri hug- myndaþróun í hinum vestræna heimi, sem hafði lengi verið hliðholl þjóð- ernisrétti. Þar kom að möguleiki íslands til fullra sambandsslita við Danmörku gaf landsmönnum nýja og sterkari samningsstöðu. Hér við bætast sérstakar aðstæður styrjaldaráranna 1914-1918, sem bæði færðu íslendingum aukið sjálfstæði í raun og nýjar röksemdir fyrir nauðsyn og réttmæti sjálfstæðis til frambúðar. Jafnframt hafði stríðið mjög ýtt undir almenna viðurkenningu á sjálfstæðisrétti þjóða. Svo koma til afmarkaðri skýringar á samningsvilja Dana einmitt sumarið 1918. Fánakrafa íslendinga með hættu á ótímabærum sambandsslitum; e.t.v. von Dana um landamærabreytingar á Jótlandsskaga; ekki síst áhugi þeirra á fjárfestingum á íslandi, í svipinn einkum á fyrirhugaðri Sogsvirkjun og meðfylgjandi stóriðju. TILVÍSANIR OG ATHUGASEMDIR: 1. Hæstiréttur var að vísu ávöxtur fullveldisins, en stofnun hans var aðeins heimiluð 1918, framkvæmd tveimur árum síðar, þannig að hún nýtist ekki til að einkenna fullveldið sem tímamót. 2. Það er athyglisvert að Danir voru allt frá Uppkastinu 1908 tilbúnir að kalla ísland „sjálf- stætt“ en fengust loks til þess með ærnum eftirgangsmunum 1918 að nefna það „full- valda“ í fyrstu og sfðustu grein Sambandslaganna. íslendingum þótti þá miklu meira varið í að heita „fulivalda", a.m.k. á dönsku (suveræn). En eftir 1918, þegar fullveldið var fengið og samt vantaði nokkuð á fullt sjálfstæði, hefur merkingarblær orðanna breyst þannig að „sjálfstæði" fékk hreinni og afdráttarlausari merkingu en „fullveldi". 3. Skírnir 1930, bls. 323-364. 4. Um fullveldið og aðdraganda þess sjá bls. 303-385. 5. Den danske rigsdag 1849-1949, 6. bindi, Kaupmannahöfn 1953, bls. 313—410; um sam- bandssamningana 1918 sjá bls. 343-378. Um næsta efnisþátt, sambúð íslands og Dan- merkur á áratugunum milli heimsstyrjalda, verðskuldar frásögn Steinings einnig meiri athygli en hún hefur notið í íslenskri sagnfræði. 6. Odense 1978; 54. bindi af Odense University Studies in History and Social Sciences. 7. Var þá horfið að því að taka upp samninga um einstök atriði og fékkst þrennu fram- gengt sem telja mátti sjálfstæðismál fyrir Island. íslenski fáninn var löggiltur til innan- landsnota; landskjörnirþingmenn komu í stað konungkjörinna; og setu Islandsráðherra í ríkisráði Dana var breytt úr stjórnarskrárákvæði í konungsúrskurð. Allt þetta tók gildi 1915, og ber að líta á það sem síðborna viðauka við fyrirkomulag heimastjórnar og þing- ræðis fremur en upphaf nýs áfanga að sjálfstæði íslands. 8. Frá einveldi til lýðveldis. íslandssaga eftir 1830, 3. útg. 4. pr., 1983, bls. 170.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.