Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 87

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 87
ANDVARI Á ALDARÁRTÍÐ KONRÁÐS GÍSLASONAR 85 ina. Það gæti bent til þess að þeir hafi verið hvatamenn að því að Jón legði hana inn. Konráð reifaði þá hugmynd um svipað leyti í bréfi til Ed. Collins að stofna aðra prófessorsstöðu í forníslenskum bókmenntum og tungu sem tæki til þróunar málsins frá eldri tímum til samtímans.80 Hins vegar áleit Konráð sig ekki órétti beittan að missa af prófessorsembættinu sem Petersen hreppti og taldi sig hafa hlotið lofsamleg ummæli frá stjórnarráði háskólans í hæfnis- dómi.81 Pegar prófessorsembættið var úr greipum gengið var ekki annar kostur betri en snúa sér að Lærða skólanum í Reykjavík. Pað mun hafa gert sitt til að Sveinbjörn Egilsson var því mjög hlynntur að Konráð kæmi að skólanum. Konráð var honum handgenginn veturinn 1845-46 og það hefir hjálpað til. Pegar gengið hafði verið frá nýskipan Lærða skólans var Konráð ráðinn að skólanum með 500 dala launum á ári frá 1. október 1846 að telja. Hér var hann tekinn fram yfir Bjarna Jónsson og Grím Thomsen sem báðir höfðu háskólapróf og einnig Jón Sigurðsson sem jafnan hafði gengið fyrir Konráði. Af bréfum Konráðs verður lítið ráðið hverja bót meina sinna hann fékk í Þýskalandsförinni 1844. Henni lauk á aðfangadag jóla það ár. Líkast til hefir hann flust til Klausturstrætis 74 skömmu síðar. Par bjó þá P. E. Heboe með konu sinni og börnum. Af ummælum Konráðs síðar er að skilja að hann hafi kynnst þessu fólki árið áður.82 í húsinu bjó einnig ógefin systir húsmóðurinn- ar, Ane Mathilde Pedersen, 24 ára að aldri. Konráð lagði hug á hana og hétu þau hvort öðru eiginorði. Jafnframt tók hann að huga að lífvænlegri stöðu og Björn M. Ólsen telur að það hafi valdið miklu um að hann valdi þann kost að gerast kennari við Lærða skólann.83 Hér sannaðist hið fornkveðna að margt fer öðruvísi en ætlað er og sú varð raunin hjá Konráði. „Hann var búinn að trúlofa sig ungri stúlku og ætlaði þegar að fara að gifta sig, en hún varð veik og dó og hefir hann tekið sér það ógnarlega nærri“, skrifaði Brynjólfur Pét- ursson Jóni bróður sínum.84 Pá var brugðið á það ráð að Konráð færi á ný til Þýskalands síðsumars það ár að stunda þar böð og hitta augnlækna í þeirri von að fá bót á sjóndeprunni. Áður en hann fór sótti hann um árs leyfi frá störf- um við Lærða skólann og gat þess að völ væri á hæfum manni í Reykjavík til að kenna í sinn stað. Þessi umsókn er dagsett 23. júlí 1846 og daginn eftir fékk hann vottorð frá Helga biskupi Thordersen, sem þá var í vígsluför, um að hæfur kennari væri fyrir hendi í Reykjavík. Leyfið var veitt á þeim for- sendum að Konráð taldi sig geta lokið dönsku orðabókinni ef hann fengi ár í viðbót.85 Ferðin stóð á þriðja mánuð og Konráð komst allt til Vínarborgar. Svo var ráð fyrir gert að hann yrði kominn aftur til Hafnar í lok september það ár.86 „Síðan hann kom heim hefur hann sökkt sér niður í erfiði, enda er hann nú farinn að verða manneskjulegur aftur“, skrifaði Brynjólfur Péturs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.