Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 28

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 28
26 HALLDÓR PORMAR ANDVARl VII. Rannsóknir á mannasjúkdómum Björn Sigurðsson hafði nokkuð fengist við rannsóknir á inflúensuveiru á árunum sem hann dvaldist í Bandaríkjunum. Eftir heimkomuna haustið 1943 greindi hann inflúensuveiru sem þá olli faraldri í Reykja- vík og reyndi að gera grein fyrir uppruna hennar. Þetta varð upphaf að flokkun inflúensufaraldra hér á landi. Á alþjóðaþingi sýklafræðinga árið 1947 átti Björn sæti í nefnd sem beitti sér fyrir því að koma á al- þjóðlegri samvinnu um að einangra og greina inflúensuveirur og fylgj- ast með inflúensufaröldrum. Miðstöð fyrir þessa alþjóðasamvinnu var stofnuð í London árið 1948 og var ísland aðili frá upphafi. Björn Sig- urðsson tók að sér að safna upplýsingum um inflúensufaraldra, sem gengu hér á landi, og veirustofna, sem ollu þeim, fyrir höfuðstöðina í London. Árið 1957 kom upp faraldur af áður óþekktri Asíuinflúensu og barst hún víða um lönd. Pegar sýnt þótti að ekki tækist að fá bóluefni erlend- is frá í tæka tíð hóf Björn framleiðslu bóluefnis gegn Asíuveirunni að beiðni landlæknis. Júlíus Sigurjónsson prófessor og Halldór Grímsson efnafræðingur unnu með honum að framleiðslunni. Tókst á ótrúlega skömmum tíma að framleiða 16 þúsund skammta af bóluefni sem dreift var um allt land. Voru alls 8000 einstaklingar bólusettir tvisvar sinnum. Bóluefnið reyndist bæði öruggt og virkt og veitti fulla vernd gegn inflúensunni í rúmlega 67% tilfella. Þetta var jafngóður árangur og náðist af bólusetningu gegn Asíuinflúensu erlendis, ef ekki betri, þótt aðstaðan til bóluefnaframleiðslu væri ófullkomin. Ekki mun síðar hafa verið ráðist í framleiðslu inflúensubóluefnis hérlendis. Haustið 1948 kom upp faraldur á Akureyri og nágrenni sem líktist mænusótt. Stóð faraldurinn yfir í meira en þrjá mánuði og veiktust um 500 manns. Veikinni fylgdi mikið og langvarandi máttleysi, vöðva- eymsli og stundum væg lömun. Frá Akureyri barst veikin til annarra héraða og olli faraldri á Sauðárkróki og ísafirði. Gekk hún almennt undir nafninu Akureyrarveikin. Björn Sigurðsson og Júlíus Sigurjóns- son fóru til Akureyrar í ársbyrjun 1949 að beiðni landlæknis til þess að gera athuganir á faraldrinum og safna sýnum úr sjúklingum. Voru sýnin rannsökuð bæði hér og erlendis með þeim aðferðum sem þá þekktust til greiningar á veirum og öðrum sýklum. M.a. var sýnum sprautað í apa, en það var sú aðferð sem þá var notuð til að einangra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.